Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 2
3 LÖGRJETTA 4 framleiðsluöflunum innan landamæra ein- staks ríkis, heldur þvert á móti, að skipu- leg’gja framleiðsluöflin á heimsgrundvelli. Til þess að framkvæma þetta, telur Trot- ski nauðsynlegt, að stofna nýtt alþjóðabanda- lag byltingasinnaðra manna, sem fallist á niðurstöðukenningar Marx og Lenins, því að annað og þriðja internationale sjeu orðin gjaldþrota og gagnslaus. Trotsld segist al- veg örvænta um það, að unt sje að snúa al- þjóðasambandi kommúnista á rjetta leið, að. allega vegna þess, að ekkert lýðræði sje í flokknum og engin gagnrýni leyfð. Þegar Trotski kom fyrst fram með þessar tillögur sínar, var honum' svarað því af Moskvamönn- um, að hann væri sjálfur gjaldþrota stjórn- málamaður og tækifærissinni, sem ætlaði sjer að nota kreppu síns gamla flokks sjálf- um sjer til hagsmuna og hann ætti ekki lengur heima í flokki byltingamanna. Það er líka enn talið af flestum1, að Trot- ski muni verða lítið ágengt, en hinsvegar hefur Kommúnistaflokkurinn, eða miðstjórn hans í Moskva, að sumu leyti breytt afstöðu sinni á síðustu tímum, svo sem gagnvart tækifærisstefnunni, og í Frakklandi er hafin samvinna á nokkrum sviðum milli kommún- ista og socialista. Sínsteín og heimsskoðun hans, Albert Einstein hefur gefið út nýja bók, sem hann kallar Heimsmynd mín (Mein Weltbild) og hefur hún komið út í Amster- dam hjá forlagi, sem gefur út bækur margra þeirra Þjóðverja, sem landflótta hafa orðið. En meðal þeirra er Einstein. Hann fluttist úr Þýskalandi eftir að Hitlersbyltingin varð þar og hefur síðan verið háskólakennari er- lendis, en þó ekki viljað taka þátt í ým'sum þeim árásum á Þýskaland, sem skorað hef- ur verið á hann að leggja lið. Þó að Einstein sje hinn frægasti maður, sem nú er uppi, í sj erfræðigrein sinni, hefur hann aldrei ver- ið bláber sjerfræðingur, heldur hefur hann avalt haft lifandi áhuga á mörgum öðrum viðfangsefnum samtíðar sinnar og látið þau til sín taka beinlínis, einkum þjóðfjelagsmál, auk þess sem hann hefur sjer til dægradval- ar lagt stund á tónlist og stundum leikið á fiðlu í samkunduhúsi sínu. Skoðanir Ein- stein á ýmsum þessum' viðfangsefnum hafa menn áður þekt af viðræðum hans við Mos- kovski, sem Lögrjetta sagði frá þegar þær komu út. Nu má sjá ýmislegt af þessu bet- ur í hinni nýju bók sjáifs hans, en í henni er safn af ræðum, greinum og ávörpum Ein- steins frá ýmsum tímijm og er komið þar víða við. Vísindin eru fyrstu og helstu viðfangs- efni hans og grundvöllur heimsskoðunar hans. Ekkert er að hans áliti til æðra eða betra en leit vísindanna að sannleikanum og hann álítur einnig að þekkingin, baráttan til þess að öðlast skilninginn sjálfs hans vegna, sje eitt af grundvallaratriðum gyð- inglegrar menningar og þess vegna segist hann einnig vera þakklátur fyrir það, að vera Gyðingur. Þótt Einstein meti vísindin mest af öllu, er hann einnig trúmaður og segir að öflugasta og göfugasta hvötin til vísindalegra starfa sje trúræn tilfinning, sem í insta eðli sínu sje náskyld því trúar- þeli, sem skapandi trúmenn allra alda hafi átt. Hann segir einnig, að vísindalegar rann- sóknir beini mönnum í trúaráttina að því leyti, að þær láti menn finna til takmárka þekkingarinnar. Trú Einsteins er einskonar alheimstrú, kosmiska trú talar hann sjálfur um og lýsir henni svo: „Hið fegursta sem fyrir alla getur komið er hið dulræna. Það er hin frumstæða tilfinning, sem stendur við vöggu allra sannra vísinda. Sá, sem ekki þekkir það og ekki hefur hæfileikana til undrunar og aðdáunar, gæti eins verið dá- inn eða blindur. Reynsla hins dularfulla, jafnvel þegar það hefur blandast óttatilfinn- ingu, hefur einnig orðið að trú. Þekkingin á því, sem okkur er óskiljanlegt, opinberun hinna dýpstu raka og hinnar dýrlegustu feg- urðar, sem skynsemi okkar getur aðeins skilið í frumstæðustu formunum, sú þekk- ing og sú tilfinning er efniviður sannrar trúar. í þessum skilningi og aðeins í þess- um skilningi er jeg í tölu trúmanna“. Ann- ars segist Einstein einnig trúa á lífið fyrst og fremst. „Lífið er heilagt“, segir hann.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.