Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 47

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 47
93 LÖGRJETTA 94 fet þar sem þau fara dýpst. Það hefur kost- að um átta ára erfiða vinnu að grafa göng- in og kostnaður hefur numið rúmum 7 milj. punda, og farið rúmlega hálfa aðra miljón fram úr áætlun (aðallega vegna mjög full- komins loftræstingarkerfis, sem sett er í göngin). Þau eru sívöl og gerð úr mjög sterkri, járnbentri steinsteypu. Það gefur nokkra hugmynd um það, hversu mikið verk bygging og steypa veggjanna hefur verið, að í þau fóru hundrað þúsund smá- lestir af járni og hundrað og fimtíu þúsund teningsyards af steinsteypu. Verkfræðing- arnir gera ráð fyrir því, að hálf miljón ten- ingsyards af grjóti hafi verið sprengt sund- ur og tekið innan úr göngunum með miklu erfiði. 1 botni jarðganganna er þreföld akbraut gerð úr þykkri járnbentri steinsteypu, en gangstjettir beggja megin. Brautin er 36 feta breið. Menn gera ráð fyrir því, að hálf- önnur miljón vagna fari um göngin á fyrsta ári, eða um fjögur þúsund á dag til jafn- aðar, en til þess voru göngin gerð, að bæta úr brýnni samgönguþörf yfir ána, milli fjöl- mennra verslunar- og iðnhjeraða, því að undanfarið hafa ferjurnar yfir Merseyfljót flutt sjöhundruð þúsund vagna og sextíu miljónir manna á ári. Nokkuð af kostnað- inurn við smíði gangnanna á að vinna upp smám saman með ökuskatti á farartæki þau, sem um þau fara. Alt sem í mannlegu valdi stendur er líka gert til þess, að gera um- ferðina um göngin þægilega og örugga. Göngin eru lýst upp með skærum rafmagns- lömpum, með 20 feta millibili, og brunaboð- ar og eldslökkvistöðvar eru þar með 150 feta millibili. En erfiðasta viðfangsefnið í þessum efnum hefur verið loftræstingin og þó er sagt, að verkfræðingunum hafi nú tekist að leysa þá þraut vel. Sex stórar loft- ræstingarstöðvar eru reistar í sambandi við göngin, en þeim er ekki alveg lokið ennþá. Þær munu kosta als 570 þús. pund, en all- ur kostnaður við loftræstinguna verður mil- jón pund. Endastöðvarnar dæla inn í göngin 2,750.000 teningsfetum af fersku lofti á hverri mínútu og dæla jafnframt út óhreinu lofti, fyrst og fremst ýmsum úrgangsloft- tegundum bílanna, sem gsgtu orðið hættu- BÓKMENTABÁLKUR_________ ------ LÖGRJETTU Harold Nicolson hefur nú gefið úr þriðja bindið af lýsingu sinni á milliríkjamálum síð- ustu tíma og nokkurum sjerkennilegustu mönnum sem um þau fjölluðu og segir þar frá Curzon (Curzon. The Last Phase). Nicol- son lýsir honum svo, að hann hafi hvorki til- heyrt hinni gömlu nje nýju stefnu í milli- ríkjamálum heldur hafi hann viljað sameina kosti þeirra beggja. — A sænsku er að koma út stórt rit og vandað, sem einnlg lýsir sams- konar málum, en á annan hátt. Það er saga samtíma okkar (Vár egen tids historia) og segir fyrra bindið (eftir Tingsten) frá sigri og kreppu lýðræðisins, en síðara bindið (eftir Svanström og Enander) frá baráttunni um friðinn og nýlendurnar. Rutger Essén hef- ur einnig gefið út nýja bók um nokkur helstu úrlausnarefni samtímans í Evrópu (Debatin- lág om Evropa) og gerist þar talsmaður þess að þjóðabandalaginu verði breytt í Evrópubandalag, en lýsir annars, í viðræðu- formi, ýmsum helstu stefnum sem nú eru uppi t. d. nasismanum. Af þeim atburðum, er gerast utan Evrópu, hefur hin nýja stefna Roosevelts eðlilega dregið að sjermestaat- legar, ef einungis væri notuð eðlileg loftrás, eins og tíðkast hefur í eldri og minni jarð- göngum. Hreina loftinu er dælt inn í pípur, sem liggja neðst meðíram brautinni og eru á þeim op með fárra þumlunga míllibili. Ef loftræstingin fer úr lagi, á að vera hægt að stöðva umferð um göngin á svipstundu. Verkfræðingurinn, sem gerði áætlanirnar um göngin, heitir Sir Basil Mott, en Georg konungur opnaði þau og mælti þá m. a.: Jeg lofa það ímyndunarafl, sem gert hefur áætlanirnar um þetta mannvirki, það hugvit, sem hefur framkvæmt þær og jeg vænti þess, að þær þúsundir manna, sem eiga eft- ir að fara um þessi göng, minnist með þakk- læti og aðdáun þeirra manna, sem erfiðað bafa í rnold og myrkri, til þess að ljúka þessu þrekvirki. Konungur nefndi göngin Queens Way, Drotningarveg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.