Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 33

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 33
65 LÖGRJETTA 66 GJÖLD: Dánarbætur................. 1.356.632,67 örorkubætur................... 74.200,00 Dagpening-ar.................. 67.040,00 Innheimtulaun................. 55.456,42 Greitt f. læknisv. v/slysam. 1.797,50 Starfrækslukostnaður.......... 53.909,51 Kr. 1.609.036,10 Mismunur þessara heildartalna krónur 846.287,36 er 1.000 kr. hærri en sjóðurinn er raunverulega. Stafar það af því, að á reikningi tryggingarinnar árið 1911 er eitt af þrennu, útgjöldin vantalin, eða tekj- urnar oftaldar á reikningnum um kr. 1.000, eða sjóðurinn í árslok (og síðar á hverju ári) hefur verið vantalinn um 1.000 kr. Dánarbætur voru greiddar alt tímabilið 980 talsins, er það að meðaltali rúml. 34 á ári. Tölur dánarbótanna má ekki algerlega legg'ja til grundvallar fyrir því, hversu rnargir menn hafi farist af fiskiflotanuin og siglingaflotanum á þessu tímabili. Því hvorttveggja er, að öll sjósókn var ekki tryggingarskyld, nje heldur trygð, og svo hafa farist einstöku menn, sem ekki ljetu eftir sig neina þá vandamenn, er rjett áttu t:l dánarbóta. Eftir lögum tryggingarinnar ber ekki að greiða dánarbætur fyrir þá rnenn, sem ekki láta eftir sig, í lögunum tiltekna vandamenn (ekkju, börn eða fóst- urbörn á framfærslualdri, foreldra, fóstur- foreldra eða systkini á framfæri). — Lang- samlega flestar dánarorsakir á sjómanna- tryggingunni eru druknanir. örorkubætui bar að greiða í 121/2 síðustu árin á þessu tímabili. Fyrsta M> árið fjella engar örorkubætur til greiðslu og árið 1929 engar, sem fyr er sagt. Tala örkumla- manna, sem metið hefur verið að mist hafi l/5 vinnuorku sinnar eða meira, er 48. Á árinu 1931 hafa verið greiddar 8 örorkubæt- ur fyrir slys, sem orðin voru í árslok 1930 og e. t. v. geta örorkumál frá þessu tíma- bili komið fram enn. Dagpeninga bar að greiða í aðeins 5 síð- ustu árin af tímabilinu. Fellur sá tími alveg saman við síðasta tímabilið, sem sjerstakt yfirlit hefur verið gefið um og vísast til þess sem þar er sagt um dagpeninga- greiðslur. Á yfirliti þessu um rekstur tryggingar- innar, eru tekjur og gjöld, og að mestu leyti tala slysa 0g slysabóta, talið eftir því sem það hefur fallið á reikning hvers árs, án til- lits til þess, hvenær slysin urðu. Bætur eru, sem eðlilegt er, alltaf greiddar nokkru, og á stundum alllöngu, eftir að slysin verða. Fyrir þessa skuld færist tala slysa og bóta nokkuð á milli ára og tímabila og jafnan aftur. Úrskurðir um bætur fyrir slys, sem verða seint á ári, geta að jafnaði ekki fall- ið fyr en á aæsta ári. Áður hefur verið frá því sagt, hverri upphæð þetta nam í heild í lok þess tímabils, sem yfirlitið nær yfir (kr. 90.935). Bætur fyrir slys, sem áfallin voru í árslok 1930, en fjellu ekki til úrskurðar og greiðslu fyr en á árinu 1931, voru: Dánar- bætur 22 tals, að upphæð kr. 73.800.00, ör- orkubætur 8, að upphæð kr. 13.800.00 og 27 menn fengu dagpeninga að upphæð kr. 9.335.00. II. IÐNTRYGGINGIN. Rekstursyfirlit 1926—1930. Iðntryggingin var stofnuð með lögunum (nr. 44) um Slysatrygging ríkisins, 27. júní 1925, sem önnur deild tryggingarinnar á móti Sjómannatryggingunni, sem þá var búin að starfa ein sjer og með ýmsum nöfn- um og ýmsu skipulagi síðan 1. jan. 1904. Iðntryg-gingin var í raun og veru stofnuð aðeins með breyting á lögunum um slysa- tryggingu sjómanna. Iðntryggingardeildin kom til framkvæmda í ársbyrjun 1926. Fyrirkomulag tryggingarinnar var í höfuð- atriðum þetta: Atvinnurekendum, sem ráku tiltekinn at- vinnurekstur, eða atvinnustörf, og við til- tekin skilyrði, var gert skylt að tryggja gegn slysum alla þá menn, er þeir höfðu í þjónustu sinni. Atvinnufyrirtækjunum, sem fjellui undir trygginguna, var skift í flokka. Flokkunin var miðuð við slysahættuna og sjerstök iðgjöld voru ákveðin fyrir hvern flokk. Tryggingartíminn var lagður niður í vikur og vikan lögð til einingar fyrir ákvörð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.