Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 6

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 6
11 LÖGRJETTA 12 stóru, og frelsi fólksins og sannri þjóðlegri menningu. Inn á við — menn spyrja, hvar hinn ís- lenska þjóðstofn sje að finna. Sumir segja í s v e i t u m landsins. Það er að vísu ekki rangt, svo lengi sem sveitirnar ekki láta leið- ast út í misskilið og þröngsýnt ofstæki gegn þeim vaxandi hluta landslýðsins, sem býr við strönd og sæ, hinn uppvaxandi þjóð- arhluta, sem á þessari öld hefur undirokað Ægi til þess skattgjalds, sem drýgst drýpur nú til viðhalds þjóðarbúinu. Þar hefur nú einnig þjóðarstofninn íslenski fest rætur og þar er skylt að honum að hlúa eigi síður en inn til bygða. Og — einn er lífvörður lands hvers, höfuðstaður þess. Reykja- vík — hin fyrsta bólfesta hins íslenska land- náms. Bygðin fyrsta er orðin bygðin stærsta. Hver þjóð, sem kann að meta sjálfa sig rjett, hver þjóð, sem ber skyn á, hvað öllum má að gagni verða nú á tímum, ann sínum höf- uðstað, vill honum vel. En verðskuldar Reykjavík það? Þessi bær er höfuðstaður lands vors og á því rjett á bollustu. En jeg fullyrði, að hann verðskuldar það einnig. — Ur umkomulitlu þorpi með heldur lítilsigld- um íbúum á öldinni sem leið, er þessi bær vaxinn upp í, á vorn mælikvarða, mikinn fólksfjölda, er skiftir tugum þúsunda, með öllum mestu framkvæmdum þjóðarinnar til lands og sjávar, með helstu menningartækj- unum, sem vjer enn höfum eignast. Þótt Reykjavík sje ennþá, eðlilega, á nokkru gelgju- skeiði (það virðist þjóðarlíkaminn yfirleitt vera nú sem stendur), þá býr hjer í höfuð- stað landsins að stofni til hvorki óþjóðalýður nje óþjóðlegur lýður. Um land alt, á víð og dreif, má finna hið besta, sem íslendingar geta hrósað sjer af, i ýmsum myndum; en hjer í höfuðstaðnum er það vitaskuld mest áberandi, því að hjer eru flestir íslenskir afburðamenn saman komnir á einn stað, af- burðamenn til anda og handa. Og því meir sem þeim fjölgar hjer, því meiri von er til þess, að takast megi að halda niðri og út- rýma þeim sora, sem ávalt hefur nokkurn þróunarveg í borgarlífi og mannfjölda. En hvort sem vjer lítum til hafs eða lands, er útsýnið hjer glæsilegt, útsýnið um framtak og dug, bæði í andlegum og verklegum efn- um, sem þegar hefur borið þekkjanlega ávexti og gefur fyrirheit um enn meira, ef í rjettu horfi er haldið. Engin borg á þessum hnetti, er vjer höfum sögur af, hefur með jöfnu fólks- magni gert betri skil, þegar á alt er litið, — enginn jafnlítill bær ráðist í meiri og þjóð- nýtari fyrirtæki, hvort sem dæmi eru tekin af hinni miklu útgerð, sem borin er á örm- um höfuðstaðarbúa og ber þá að miklu uppi, eða metin þau stórvirki í stofnunum, sem bæjarfjelagið og einstaklingar þess hafa með myndarskap sett á laggir! — Hver tryggir meira valdið en lífvörðurinn? Hver tryggir betur fullveldið en höfuðstaðurinn? Pyrir því hvílir á slíkum stað, slíkum bæ, mikil ábyrgð. Abyrgð á því, að rjett sje stefnt til þroska þjóðlegs lífs, — að nýtt sje það af aðfluttu, hvort sem er í efnum eða stefnum, sem leitt getur til þróunar og viðgangs borgurum bæj- ar og lands, það, sem fest getur rætur í ís- lenskum jarðvegi, og á hinn bóginn, að eflt sjehvað eina, sem hin auðuga en lítt rækta náttúra lands vors getur í tje látið. Höfuð- staðurinn getur átt forustuna, hann á að eiga hana. En þá verður hann að vita átt- i na, sem er: Alt til hags hinni ís- lensku þjóð. Það verður kjörorðið — vöxtur bæjar sje velferö landsins. Holl sam- skifti, einlæg samvinna þjóðarhlutanna, er leiðin til velmegunar allra. Sú er öruggust undirstaða fullveldis framkvæmdanna. — — Stúdentar, ungir lærdómsmenn þjóðarinn- ar hafa helgað sjer þenna dag (1. desember), til árlegs hátíðahalds. Þeirra er ekki hvað síst að setja mentasvip á bæ þann, sem elur þá og fóstrar um lengri eða skemri tíma; þeir eiga að byggja, í eiginlegum og óeigin- legum skilningi, háborg menningar höfuð- staðarins. — Nú er reistur, en eigi fullgerð- ur, í suðurhluta bæjarins, hinn langþráði Stúdentagarður, sem hornsteinn verður brátt 1 lagður. Eiga þar hlut að einstök hjeruð og alt landið. Megi þar verða griðastaður góðu og andlega frjósömu lífi, höfuðstað landsins til sóma og þjóðinni allri til gagns og bless- unar! Eósturjörðunn i alt. ísland lifi!

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.