Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 34

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 34
67 LÖGRJETTA 68 un iðg'jalda í hverjum áhættuflokki. Trygg- ingartímabilið var áætlað hegar fyrirtækið hóf starfræksluna, og iðgjöldin bar að greiða eftir þeirri áætlun, fyrirfram, en að loknum rekstri fyrirtækisins, á ári hverju, átti að gera tryggingartíma og iðgjöld hreint upp. Takmörkuð frjáls trygging var leyfð, en var lítið notuð. Fyrirkomulag hennar var í aðalatriðum hið sama og skyldutryggingar- innar. Hefur henni ekki verið haldið að- greindri frá skyldutryggingunni. Nokkrar breytingar urðu á Iðntrygging- unni á þessu tímabili (1/1 1929). Þær snertu nær eingöngu upphæð iðgjalda og slysabóta, en ekki sjálft fyrirkomulagið að öðru leyti. Áhættuflokkar í Iðntryggingunni voru 5 alt tímabilið. Sömuleiðis var skipun iðn- greinanna í áhættuflokk óbreytt. Iðgjöldin í hverjum flokki voru á tímabilinu, sem hjer greinir: Iðgjöld A viku' 1925—1928 1929—1930 1. flokkur 6 aur. 7 aur. 2. — 10 — 12 — 3. — 20 — 25 — 4. — 40 — 50 — 5. — 80 — 100 — Slysabætur í Iðntryggingunni voru hinar sömu og í Sjómannatrygging- unni, á sama tíma. Er gerð grein fyrir hverjar þær voru í rekstursyfirliti Sjó- mannatryggingarinnar 1926—30. Aðeins skal hjer á það minst, að frá ársbyrjun 1929 voru dánarbætur og örorkubætur hækkaðar um þriðjung (50%). Dagpening- ar voru þar á móti óbreyttir, 5 kr. á dag að liðnum biðtíma, alt tímabilið. Aftur á iróti var biðtíminn, eftir dagpeningum, styttur frá 1/7 1930, úr 28 dögum niður í 10 daga. Það er þannig aðeins V2 ár af þessu tímabili, sem hinn stytti biðtími gildir. Á þessu fvrsta 5 ára tímabili í starf- rækslu Iðntryggingarinnar, hafa tekjur og gjöld orðið sem hjer segir: TEKJUR: Iðgjöld atvinnurekenda........ 355.528,17 Sektir............................ 100,00 Vextir......................... 12.023,19 Kr. 367.651,36 GJÖLD: Dánarbætur.................... 47.900,00 Örorkubætur................... 46.633,00 Dagpeningar.................. 108.026,41 Innheimtulaun................. 18.195,51 Greitt fyrir læknisvottorð vegna slysabóta.................... 3.208,00 Reksturskostnaður og áhöld . . 14.109,40 Kr. 238.072,40 Samkvæmt þessu yfirliti var sjóður trygg- ingarinnar í árslok 1930 kr. 129.578,96. Meðaltal hvers liðs reikningsins er svo auðvelt að sjá, með því að deila hverjum liðnum um sig með árafjöldanum (5), að það er látið ógert að greina frá því hjer. Vöxtur sjóðsins frá ári til árs hefur verið þannig: 1926 kr. 12.640,75, 1927 kr. 20.043,12, 1928 kr. 37.228,77, 1929 kr. 67.631,31. Samtals fyrstu 4 árin kr. 137,543,95, en 5. árið varð reksturshalli, sem nam kr. 7.964,99, svo að í lok tímabilsins var sjóðurinn kr. 129.578.96, eins og fyr greinir. Langmestur var sjóðsvöxturinn árið 1929, eins og í Sjómannatryggingunni. Eru til þess hinar sömu ástæður, sem áður hafa verið greindar í yfirliti Sj ómannatrygging- arinnar, þ. e. iðgjaldahækkunin, sem kom í gildi í ársbyrjun, og að hinu leytinu óvenjulega fá slys. Það er í Iðntryggingunni eins og í Sjó- mannatrygginguni, að jafnan hvíla á sjóðnum við hver áramót kvaðir til bóta fyrir slys, sem áfallin eru, en eru ýmist ekki tilbúin til úrskurðar, eða ekki bætt nema að nokkru leyti. Þannig var árið 1931 greitt í bætur fyrir slys, sem áfallin voru í árslok 1930, kr. 43.014,00. Þegar það er dregið frá hinum reikningslega sjóði í árs- lok 1930, þá er ekki eftir nema kr. 84.564,96. Sje þessari upphæð jafnað niður á árin

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.