Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 28

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 28
55 LÖGRJETTA 56 Islands skipaði, um undirbúningsnám við háskólann. Er álit þetta um undirbúnings- nám í jarðfræði, grasafræði, dýrafræði, eðl- isfræði, efnafræði, verkfræði, stærðfræði, stjörnufræði, hagfræði og tungumálum. Allur þessi kostnaður er áætlaður nál. 26000 kr. árlega. VTerslunardeUd. Þá hafa enn komið fram tillögur um að stofna verslunardeild við háskólann. Ætti hún að jafngilda verslunarháskólum erlend- is og má telja mikla nauðsyn á að koma á þessari kennslu. Hún ætti ekki aðeins að vera fyrir stúdenta, heldur einnig fyrir þá kandidata frá verslunarskólanum, er telja má hæfa til þessa náms. Það er öllum vit- anlegt, að verslunarskólar vorir hafa verið mjög ófullkomnir og liggja til þess þær or- sakir, að bæði hefur of litlu fje verið varið til verslunarnáms og aðgangskröfur til þess- ara skóla verið of lágar, en þjóðfjelaginu er mikill hagnaður að því, að eiga vel mennt- aða verslunarstjett, en hún hefur fram til þessa dags staðið mjög að baki verslunar- stjett nágrannaþjóða vorra. íslenskri versl- unarstjett er nauðsynlegt að kunna til fulln- ustu ensku og þýsku, og spænsku verður að leggja miklu meiri áherslu á í framtíðinni en hingað til hefur verið gert vegna við- skifta vorra við Spán. Hæfilegt væri að gera ráð fyrir tveggja ára námi í þessari versl- unardeild og ætti nemendur að þeim tíma loknum að verða fullkomnir í enskum, þýsk- um og spænskum brjefaskriftum, en auk þess í bókhaldi og hraðritun. Hagfræði yrði að kenna þar og vöruþekking og annað, er til verslunarkunnáttu horfir. Sumarskóli. Þá skal jeg loks minnast á tillögu, er er- lendir vísindam'enn hafa borið fram. Alþing- ishátíðarsumarið dvöldu hjer tveir amerískir prófessorar, próf. Gould frá Chicago og próf. Jackson frá öðrum amerískum háskóla. — Hugmyndin er það að koma á fót sumar- skóla við háskóla íslands, þar sem útlend- ingum væri veitt fræðsla í íslenskum bók- menntum, sögu og menning. Annar þessara prófessora getur þess, að höfundur þessar- ar hugmyndar sje íslendingur vestan hafs, dr. G. J. Gíslason í Norður-Dakota. Það er kunnugt, að í mörgum löndum Evrópu eru slíkir sumarskólar eða námskeið fastur lið- ur í starfsskrá háskólanna. Það er vitanlega inarkmið háskóla vors, að hann verði í framtíðinni miðstöð norrænna fræða og er því eðlilegt, að þeim verði gerður greið- ur aðgangur að háskóla vorum, er kynnast vilja íslenskri menning og háttum. íslensk tunga er nauðsynleg hverjum þeim, er kynnast vill sambandi germanskra mála, og má því búast við, að marga útlenda stúd- enta og fræðimenn myndi fýsa að koma hing. að að sumarlagi, ef þeir ætti kost á að njóta á meðan háskólafræðslu í íslenskri tungu, bókmenntum og sögu. Próf. Gould komst m. a. svo að orði: „Ef ísland vill verða miðstöð skandinaviskra fræða, þá er greiðasta leiðin sú, að háskólinn taki upp hugmyndina um sumarskólann. Það er hægt að fá sæmilega vísindalega mentun nálega alstaðar, en kunnáttu í íslenskri tungu nútímans er hvergi hægt að fá nema á íslandi. Hver maður myndi fara þangað til verklegra æf- inga“. Á sama þingi, 1931, og borin var fram til- laga um að láta rannsaka, hvemig koma mætti á fót undirbúningskenslu við háskól- ann í þeim námsgreinum, sem þar eru ekki kendar nú, til þess að stytta nám í þeim erlendis, var einnig borin fram tillaga um að láta rannsaka, hvort ekki væri hægt að koma upp sumarnámskeiði í sambandi við Háskóla íslands, einkum handa þeim útlend- ingum, sem nema vilja íslensk fræði, og kynnast Islandi og Islendingum .Stjóminni var falið að bera fram um þessi atriði frum- varp eða frumvörp á næsta þingi. Stjórnin hefur ekki sint þessari tíll. og fór um hana eins og margar aðrar, að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. Einn þingmaður ljet sjer aftur á móti sæma fyrir nokkrum árum að bera fram tillögu um að skerða háskólann og sameina heimspekideild og lagadeild í eina deild. Úr því varð þó ekki. Jeg hef þá sýnt fram á: Þarfir háskólans. 1) að nauðsynlegt er að víkka starfssvið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.