Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 37

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 37
73 LÖGRJETTA 74 stór og kaldranaleg’, stóð inst í horni hægra megin allhá trjestöng, með hjartarhom í kolli. Þar hengdu þeir hatta sína og yfir- hafnir. Jeg elti, og inn í stofu og settist yst úti í horni, en þeir Ólsen og Briem við háborðið. Grímur gekk Ijettilega um gólf og talaði við og við orð, sem jeg skildi ekki, en sá á svipbrigðum hinna, að þeir skildu og hváðu þeir aldrei. ,,Jeg læt ykkur þá heyra það“, sagði Grímur. „Já! Blessaður komdu með það“. Grímur gekk út að gluggakistunni, sem var mjög djúp, tók upp úr skrifborði eða skattholi þó nokkuð af lausum blöðum og las hátt. Bráðlega fór Ólsen að geispa og Valdemar eftir stutta stund. Þetta endur- tcku þeir með stuttu millibili, en Grímur virtist hvorki sjá þetta nje heyra, þar til hann alt í einu kastar blöðunum frá sjer, segir ekki eitt einasta stygðarorð og sest hjá þeim með blíðubrosi; datt mjer í hug, að það bros væri kanske ekki alveg jafn saklaust og það sýndist. Hann kunni hoff- mannasiði. Enginn þeirra vjek orði að þessu. Það sem Grímur var að lesa voru þýðingar hans á Anakreon, drykkjuskáldinu gríska og góða, sjá t. d. He ge melaina pinei o. s. frv. — Mikið var talað um skáldið Grím Thomsen á uppvaxtarárum mínum á Stóra- núpi, enda logaði þar alt í kvæðalestri og tali um skáldskap. Þar voru til 8 — átta — eintök af kvæðabók Kristjáns Jónssonar! Vinnukonurnar höfðu hver sitt eintak und- ir koddanum. Ekki þótti Grímur kunna vel að yrkja, þótti stirður og þunglamalegur og ósöngv- inn; vantaði brageyra — en stöku sinnum fór einmitt vel á þessu og einkum þegar hann orti um sjer líka menn. „Stirður var og stríðlundaður Snorrason og fátalaður,“ orti hann um Halldór Snorrason og er full- góð mannlýsing. — I þessari ferð, sem er mjer svo minn- isstæð, komum við að Görðum á Álftanesi og heyrði jeg þá Bjöm og Valdemar tala iim það, að sjera Þórarinn Böðvarsson, sem samdi „Alþýðubókina“, ágætt, skemtilegt og fróðlegt rit, hefði fengið Benedikt Gröndal til þess að mála mynd af Pjetri postula til prýðis í anddyri kirkjunnar; sá jeg myndina hanga þar yfir dyrum. En Gröndal málaði mynd af sjera Þór- arni sjálfum og Ijet hann gott heita. Hentu þeir gaman að þessu. — Grímur byrjaði búskap sinn á Bessa- stöðum með 12 vinnumönnum og mikilli rausn, en lítið mun hafa orðið úr öllu því brambolti. Grímur hafði kynst Runeberg, þegar hann var í Kaupmannahöfn og átti Grímur olíumálverk af honum, sem Runeberg gaf honum og sá jeg það hjá ekkju Gríms hjer í Reykjavík. Hvað um það varð veit jeg ekki. Hann var oft og tíðurn, svo sem andans manni sæmir, mjög orðheppinn og fyndinn og mirabile dictu átti það til að vera klúr- yrtur við kvenfólk, en þó ekki svo gróflega að ekki sje í frásögur færandi í karlmanna- hóp. — Einhverju sinni kom það til orða á þingi, að veita Matthíasi þjóðskáldi heið- ursverðlaun; mun það vera hið fyrsta sinn, er til slíks var stofnað hjer til lands. Lík- lega ekki af öfund en keskni tók Grímur sig til og bjóst til að koma með samskonar frumvarp um fjárstyrk eða verðlaun úr landsjóði til hinna og þessara bögubósa út um alt land og hættu þá forgöngumenn- imir við þetta. En Grímur varaði sig ekki á því, að góðvildin á sjer fleiri útvegi en illkvitnin. Alþingismenn lögðu fram ríflega upphæð úr eigin vasa og gáfu sjera Matt- híasi og varð ekkert úr grályndi Gríms í það sinn. Sögu þessa sagði mjer Valdemar Briem og það með að sjera Arnljótur á Sauðanesi hefði afstýrt þessari ómynd. — Grímur var, svo sem kunnugt er, há- lærður og hágáfaður og fornskáld. En einn- ig átti hann blíða og söngmilda strengi, sbr. t. d. Fiðlarinn og í Svanahlíð. Hann mun því sitja við háborðið hjá tignustu andans mönnum íslenskrar tungu, svo lengi sem hún er lesin og ljóðum stöf- uð.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.