Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 19

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 19
37 LÖGRJETTA „Nei!“ sagði jeg með áherslu. „Kystu mig!“ Jeg glápti orðlaus á hana; jeg gat ekkert sagt, aðeins hrist höfuðið. Jeg var fyrir aivöru farinn að halda, að hún ætlaði að tæla mig til óskírlífis, en hún freistaði mín ekki fremur en nashyrningsmeri. „Þú ert óuppdreginn helvítis dóni“, hvæsti hún, þegar bænir hennar voru allar árangurslausar, og augun ranghvolfdust meir en áður. Jeg ætlaði að svara henni ein- hverju, en þá varð henni skyndilega fóta- skortur og hún stakst á bólakaf ofan í leðjusíki, sem sennilega hefur áður verið gamall brunnur. Jeg dró hana upp úr, and- litið var kolsvart eins og á negra og þegar jeg loks gat bælt niður í mjer hláturinn stilti jeg mig ekki um að svara henni: „Og þú ert u p p d r e g i n n helvítis dóni! Dreginn upp úr drullupytti“, bætti jeg við til að útiloka allan misskilning. Þar með var samtali okkar lokið. Hitt atriðið, sem' mjer er minnisstætt skeði um mitt sumarið á Hallig Siideroog, í glaða sólskini og steikjandi hita. Strák- arnir hlupu um eyna í mittisskýlum eða böðuðu sig í sólskininu og skiftu sjer ekk- ert af hinum morgu gestum, sem komnir voru frá meginlandinu. Það hefur sennilega verið eitthvað á 4. hundrað gesta, sem' komu þennan dag og við vorum önnum kafnir að afgreiða allskonar nærgöngular spurningar. „Heyrið þjer ungi maður“, sagði kerling- arhlussa og sneri sjer að mjer, „hver stjóm- ar þessu drengjaheimili?“ Jeg sagði henni það. Hort hún gæti ekki fengið að tala við stjórnandann? Jeg fór til Paulsen’s og sagði honum að það væri kona úti, sem langaði að tala við hann. Þegar Paulsen kom, byrjaði kerling óð- ara á því að ausa yfir hann óbótaskömm- um. Hún sagðist hafa komið hingað eins og siðleg manneskja með saklausa dóttur sína og sagðist: hafa búist við að koma á prúðan stað, þar sem alt færi siðlega fram, en í þess stað væru hjer tugir og aftur tug- ir stráka, sem hlypu um í mittisskýlunum. Hún sagði ennfremur að sjer hefði aldrei 38 verið boðið annað eins um dagana, sagði að þetta gæti gjörsamlega spilt sálarlífi dóttur sinnar og spurði hvort það væri virkilega með leyfi Paulsen’s að strákamir sýndu sig almenningi svona í mittisskýlum. Paulsen brosti. í stað þess að svara henni nckkru, benti hann strák að koma til sín, einum af þessum strákum í míttisskýlunni, hann stóð álengdar og hlustaði á orðstraum kerlingarinnar. Annars var kerling svo há- vær og gustmikil, að fólk streymdi að og umkringdi bæði hana og Paulsen til að vita, hvað um væri að vera. „Fritz!“ sagði Paulsen þegar stráksi kom, „þessi kona þolir ekki að sjá þig í míttis- skýlunni. Gerðu svo vel og farðu úr henni!“ Stráksi, sem var vanur að hlýða, stóð á næsta augnabliki allsnakinn fyrir framan hópinn. „Helvítis þrælmenni eruð þjer! Og dóttir mín! Guð hjálpi mjer!“ stundi feita konan, þegar hún sá að rjótt andlit dótturinnar gægðist yfir öxl hennar og horfði með eftir- tekt á hinn allsnakta líkama. Hún greip báðumi höndum fyrir andlitið, gaf dóttur sinni merki um að koma, og labbaði burt. Jeg hef sjaldan heyrt slíkan glymjandi hlátur og þá. IV. Það var eina yndislega kvöldstund síðla sumars. Úti var logn og hiti, en byrjaði að liúma. Alt var svo hljótt, svo kyrt og meira að segja mávarnir og kríumar, sem vön voru að garga þarna í þúsundatah, hjeldu kyrru fyrir. Ekkert raskaði samræminu í kyrð náttúruhnar. Vitaljósin í Ording og á Pellworm voru kveikt og glampinn frá ljóskastaranum á Helgolandi sást greinilega í hálfrökkrinu. En himininn var þmnginn dimmum, óveðurboðandi skýjabólstrum, sem hrönnuðust hingað og þangað um loft- ið, en milli þeirra eygðust heiðbláar himin- vakir. Það dirndi æ meir, var næstum fulldimt; tunglið kom fram, það óð í skýjum. Fölur bjarmi þess sendi daufa, bleika birtu niður til jarðar. Söngvar og fiðluómár bárust innan úr dagstofunni; þar voru strákamir að syngja

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.