Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 45

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 45
89 LÖGRJETTA 90 bjarga því. Sambland það af angist og ást- úð, sem þá kom fram í andliti hennar, býst jeg við að muna lengi“. Spekingurinn þagði um hríð og tók svo aftur til máls: „Okkur var einu sinni kent það, að guð hefði skapað manninn í sinni mynd. En skyldi ekki vera erfitt að sanna þetta? Á hinu vitum við meiri deili, að maðurinn skapar guð í sinni mynd; skapar hann og hefur skapað, eftir þeirri hugmynd, eða hugmyndum, sem hann gerir sjer glæsileg- astar á hverjum tíma, um sitt eigið kyn. Ilversu ljóst er þetta ekki um guði Grikkja hinna fornu til dæmis — og guði forfeðra vorra Norðurlandabúa? Hvað er Þór til dæmis annað en hinn áræðisfulli hetjuþrótt- ur þeirra í stækkaðri mynd — og þó með nokkuð kotungslegum blæ? Og hvað er Óð- inn annað en óvenj ulega vitur og' ríkur höfð- ingi með marki þeirrar slægðar, sem nauð- synleg þótti á viðsjárverðum tíma? Eða Iðunn með eplin? — skáldeðlið; endurnýj- unarlaug mannkynsins ? — Ellegar Loki „óvinur guða og manna“? Lestu Lokasennu ineð athygli og sjáðu til, hvort þú getur ekki fundið skyldleika Loka við uppreistar- inenn okkar tíma — og skyldleika hinna guðanna við yfirstjettir hvaða tíma sem er. — Og svo er það Sigyn, þessi dásamlega mynd af móðurlegri ást, sem öllum eigin þægindum kann að fóma og á bak við strákskap unglingsins sjer móta fyrir djarf- huga umbótaþrá. í rauninni er fólgið miklu meira af djúpskygni og víðsýni í hinni fornu trú Norðurlandabúa en í trúarbrögð- um Forn-Grikkja og Rómverja. Einkum er Sigynarmyndin furðuleg. Og furðumikill skyldleiki með henni og guðsmóðurtrú mið- aldanna. Lítum nú á okkar eigin trúarbrögð, sem segja hreint og beint: Guð er kærleikur; kærleikurinn guð — þetta afl er 1 mannin- um, sem á æðsta stigi yfirstígur hverskonar ótta, er öllu öðru sterkara, öllu öðru tengd- ara æðstu mannlegri hamingju. Ástúð; mannúð hituð í eldi viðkvæmra tilfinninga. — Jeg las nýlega í tímariti ritgjörð um þörf á nýrri trú, sem líklega mundi verða „trú á samfjelagið“. En hvað er þetta „samfjelag“? Hvað annað en nokkurskonar sameiginlegur mælir allra manna? Hvað annað en múgTnenska og miðlungsmenska ? — „Flokkurinn“, þ. e. fjöldinn, meiri hlut- inn, hefur altaf rjett, segja sumir menn. Nei, segi jeg. Það er einmitt ekki „flokk- urinn“, ekki fjöldinn, sem hefur rjett — og í trúarbrögðum allra síst. Þau þurfa hámark í stað meðallags, til að keppa að; þurfa að vera í nánu sambandi við vaxtarbrodd mannkynsins. Þar eru það hinir fáu, sjá- endurnir, blysberarnir, sem leita á myrkrið, sem hafa rjett — rjettast að minsta kosti. Ekki leiðtogar, sem dekra við múginn til þess, að ná hylli hans og aðstoð til eigin vegsauka, heldur þeir, sem hlýða kallinu að innan; boði hins eilífa; fara hans og sinna ferða; eru krossfestir og brendir, en fella blysin eigi niður að heldur. — Það er ekki trú á múginn eins og hann er, sem við þrufum; það er meira en nóg til af henni. Það, sem við þurfum, er trú á efnið í fólk- inu, trú á vísi þess til meiri þroska, trú á að úr því geti rætst. Og fyrst og fremst trú á æðsta hamingjugjafann; trú á kærleik- ann; trú á ástúðina, eins og hún kemur fram í fegursti mynd. Eins og hún kemur fram í samkend með múgnum ; eins og hún kemur fram hjá höfundi kristindómsins; eins og hún kemur fram í Maríudýrkun miðaldanna. — Jeg veit vel, að sumir halda því fram, að kristindómurinn sje orðinn úreltur; ill- kynjað íhald; þrándur í götu heilbrigðrar ju'óunar. Og þessu til sönnunar er bent á aíbrot kristinnar kirkju á ýmsum tímum. En er nú þetta ekki svipaðast því, að vill- ast á skýjum, sem um loftið líða í rosaveðri og sjálfri sólunni, sem þó kemur einstaka sinnum geislum í gegnum þau? — Nei; svo langt er frá því, að kristindómurinn sje orðinn úreltur, að hann er langt á undan tímanum enn í dag. En ennþá af fáum skil- inn og ennþá færrum1 fundinn. Það er nokkuð til í því, sem „guðspek- ingar“ segja — og reyndar fleiri — um guð í manninum; guð, sem er kærleikur og er að skapast í manneðlinu, á árum, sem teljast í þúsundum og þúsundatugum. Og sú gróðrarstía, sem hann einkum skapast í,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.