Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 41

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 41
81 L ÖGRJETTA 82 Stóra útgáfan af Bólu-Hjálmarskvæðum, sem kom fram löngu síðar, þar sem alt er til tínt, sem í náðist, hefur engu aukið við skáldfrægð Hjálmars, þótt margt sje þar í, sem átti fullan rjett til að komast þar inn. Fyrra bindið af þessari stóru útgáfu seld- ist nokkuð, en síðara bindið mun enn í dag liggja að mestu óselt. Menn höfðui skapað sjer ákveðnar hugmyndir um Bólu-Hjálmar af litlu útgáfunni og urðu vonsviknir, þegar stóra útgáfan kom, fanst þar ekki vera sá Hjálmar, sem þeir könnuðust við. Páll varð, eins og Bólu-Hjálmar, lands- kunnur fyrir kveðskap sinn, án þess að menn ættu nokkurstaðar aðgang að honum í heildarsafni. Kvæði hans komu út til og frá í blöðum og í söfnum, sem í voru tekin kvæði eftir ýmsa. En langmest bárust kvæði hans og vísur út um landið á vörum manna. Stökur hans voru svo hnitnar, svo vel kveðnar og auðlærðar, að þær flugu frá njanni til manns og bárust landshomanna milli án þess að þær kæmu á prent, og svo var einnig um ýms af kvæðurh hans. Sumarið, sem jeg var í þriðja bekk Lat- ínuskólans, var jeg á Hvítárvöllum í Borg- arfirði, hjá Andrjesi Fjeldsted bónda þar, sem var þjóðkunnur merkismaður á sinni tíð. Ilann var hagmæltur og fjekst dálítið við kveðskap, einkum ferskevtlur. Hann mintist oft á skáldskap Páls við mig, og gat jeg látið hann heyra ýmislegt, sem hann hafði ekki heyrt áður. Virtist mjer hann hafa meira dálæti á Páli en öllum öðrum ís- lenskum skáldum. Stundum var hann að bera þá saman Pál og Grím Thomsen, sem þá var þingmaður Borgfirðinga, og fanst honum lítið til um kveðskap Gríms. Hann sagði, að allir gætu barið saman rími á sama hátt og Grímiir Thomsen. En um Pál var alt öðru máli að gegna. Og Andrjes var engin undantekning að þessu leyti. Kveð- skapurinn var á þeim tímum metinn líkt og hann gerði, mjög alment að minsta kosti. Ef kvæðabók hefði komið út eftir Pál á þeim árum, hæfilega stór, með góðu úrvali af kvæðum hans, þá hefði hún náð miklum vinsældum. Það helsta, sem skrifað hefur verið um Pál, er æfisaga hans, eftir Jón ólafsson, prentuð framan við Ijóðasafn Páls, sem út kom árin 1899—1900. Er kveðskap Páls þar vel lýst, svo sem vænta mátti, þótt í stuttu máli sje. „Hann verður ekki talinn einn af þeim, „sem hæstum tónum nær af landsins sonum“, segir þar........ „Páli liggur ekki mjög hátt rómur, og röddin er ekki ýkja- sterk; en sje á hitt litið, með hverri list að röddinni er beitt, þá verður Páll í fremstu röð. Mjer er vafasamt, hvort nokkurt ís- lenskt skáld hefur haft hagmælsku til jafns við hann; fram yfir hann hefur enginn haft hana. Þetta hefur verið hon- um náttúrugáfa, sem hann hefur tamið og æft með fullri meðvitund. ... Enginn hefur orðið jafnsnjallur Páli í því, að gefa list- fagran og orðhagan myndbúning þeim skáldlegu tilfinningum, sem lifa í alþýðu- brjósti; með öðrum orðum: að gefa alþýðu yrkisefnum alþýðlegan, skáldlegan búning með einfaldri en sannri list.“ Þeir Jón Ólafsson og Einar H. Kvaran voru á þeim árum, sem hjer er um' að ræða, snjöllustu ritdómendurnir í íslensk- um blöðum. Jeg hef litið yfir dóm Einars í ísafold um kvæðabók Páls. Hann segir, að Páll hafi hlotið „almennari hylli sem skáld en nokkur annar íslendingur síðan Sigurð Breiðfjörð leið“, og kallar hann „hagorð- asta manninn, sem nokkru sinni hafi til ver- ið á Islandi". Sama kemur fram hjá Grími Thomsen. Hann orti vísur til Páls 1886 og skrifaði framan við þær: „Til hagorðasta s!\áldsins á íslandi frá því stórorðasta“. Þessi ummæli öll staðfesta það, sem jeg hef sagt hjer á undan um það álit og það dá- læti, sem menn höfðu á kveðskap Páls, ekki síst vegna hinnar framúrskarandi hag- mælsku hans. Þegar kvæði Páls komu út, voru það ástakvæðin til Ragnhildar, síðari konu hans, sem vöktu einna mesta athygli. Einar H. Kvaran segir um þau: „hjartanlegri og ynd- islegri ástaljóð eru ekki til á íslenskri tungu“. Jeg skal taka hjer fáein dæmi. Páll sá hey í skóm konu sinnar og kvað þá þessa vísu: Jeg vildi’ jeg íengi að vera strá og visna’ í skónum þínum;

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.