Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 10

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 10
19 L ÖGRJETTA 20 andi land horfið. Á þriðju eyjunni lifðu fyrir aldamótin síðustu þrjár fjölskyldur en nú er þar aðeins ein, og horfur eru á, að eftir fáein ár sökkvi þessi eyja alveg, án þess að nokkrar leifar sjáist. Álitið er að 50 eyjar hafi algjörlega sokkið. Á einni eyjunni hafa 530 hektarar lands eyðilagst á 8 árum. Þannig mætti lengi telja, og þetta rnyndi boða algjöra eyðileggingu eyjanna ef ekkert yrði aðhafst. Fyrir nokkrum árum var hafin hjer vemd- arstarfsemi og það fyrir milligöngu bóka- varðar frá Frankfurt a. M., dr. Eugen Trae- ger að nafni. Það var að vísu maður sem mátti sín einskis, hvorki hjá eyjaskeggjum eða stjómarvöldunum, en hann var djarf- luiga hugsjónamaður, og nú þegar má með sanni segja, að hann hafi veríð bjargvættur eyjanna, Hann kom til eyjanna eir.s og hver annar gestur á skemtiferð. Fn hann sá hina óhjá- kvæmilegu eyðileggingu þeirra og frá þeim degi barðist hann fyrir því með eldlegum móð að eyjunum' yrði bjargað. Þegar dr. Traeger dó árið 1901 var prússneska þingið búið að veita 1 miljón og 300 þúsund marka styrk til hleðslugarða, bæði umhverfis eyj- arnar og eins milli eyjanna og meginlands- ins. Þessir hleðslugarðar valda því fyrst og fremst að sjórinn nær ekki að brjóta eyj- arnar niður, og í öðru lagi er hjer um nýja landvinninga að ræða, því að umhverfis hleðslugarðana rís nýtt land upp úr sjón- um. Það hækkar ár frá ári og verður síðar meir að frjósömu nytjalandi. Þannig verð- ur þess ekki ýkja langt að bíða að næstu eyjamar verði innlimaðar meginlandinu og að þar sem áður var grængolandi sjór verði síðar gróðursælt akurlendi. En enda þótt frá aldamótum hafi verið unnið viðstöðulaust að viðhaldi eynna í smærri eða stærri stíl, þá er þessari risaá- ætlun þó tiltölulega mjög stutt á veg komið og glötun sumra smærri eyjanna, eins og t. d. Hallig Súderoog eða Norderoog, virð- ist óhjákvæmileg. Þær verða briminu að bráð, þessu löðrandi, freyðandi brimi, sem skellur dag og nótt upp að grasbökkum eyjanna, sem nagar og grefur án afláts og sem brýtur sjer æ lengri og breiðari braut inn í land eyjabúans. Að vísu er hjer frá náttúrunnar hendi ekki einungis um eyðileggingu að ræða, því stundum skýtur eyjum skyndilega upp úr sjónurh, sem geta eftir nokkur ár orðið bjyggilegar. Sömuleiðis teygjast strendur meginlandsins stöðugt lengra út til hafs; en til þess að flýta fyrir uppþomun þess- ara nýju landvinninga eru hlaðnir flóðgarð- ar út í sjóinn og þannig hefur tekist að vinna allmikið land. Gamalt máltæki segir: ,,Guð skapaði sjóinn, en við ströndina“, enda mega strandbúarnir vera stoltir af þessu sköpunarverki sínu. Þeir hafa unnið til þess. Ef maður hugsar til þessa merkilega lands, eða rjettara sagt til þessara merki- legu eylanda í Norðursjónum, sem ýmist birtast eða hverfa, rísa upp úr hafinu eða sökkva í það aftur, þá finnur maður best sannleikann í því, að ekkert sje óbrigðult nema hverfleikinn einn, hann er það eina, seml hægt er að treysta á. Og íbúar eyj- anna hafa orðið þess átakanlega varir gegn um aldirnar, að þeir bygðu ekki á bjargi, heldur á hverfulleikanum og það í sinni öm- urlegustu mynd. Um fjöru er hægt að fara gangandi milli sumra eyjanna því þá koma víðáttumikil sandflæmi og leirbleytur í ljós, sem annars fellur yfir um' flóð. Þessir sandar geta verið hættulegir fyrir ókunnuga og jafnvel fyrir kunnuga, einkum í myrkri eða þoku og það bæði vegna leirpytta í sandinum og eins vegna djúpra ála, sem liggja gegn um sandinn og sem1 aðeins eru væðir á vissurri vöðum. Þessir álar og leirsíki eru oft ör- lagarík fyrir ferðalanga og er til fjöldi sagna sem segja frá einstökum mönnum eða jafnvel heilum fjölskyldum, sem lagt hafa út á sandana en aldrei komið fram, eða að líkin hafa rekið einhverstaðar á land iöngu seinna. Þannig segir ein sagan að eigandi eyjarinnar Súdfall hafi farið, ásamt konu sinni og tveim börnum, til næstu eyj- ar. En af því að hann bjóst við að koma seint til baka, sagði hann vinnumanni sín- um að kveikja ljós og láta í glugga er vissi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.