Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 24

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 24
47 LÖGRJETTA 48 22 ára starf. Háskólinn var stofnaður með því að sam- eina deildimar þrjár, er fyrir voru, presta- skóla, læknaskóla og lagaskóla, en bætt var við einni deild, heimspekisdeild, og skyldi þar kenna íslenska söjru, bókmentir og tungu og ennfremur almenna heimspeki. Kennarar voru skipaðir í öllum deildum og kensla hófst síðar um haustið. Nú eru liðin 22 ár síðan og hefur lítil breyting orðið á þessum tíma, nema maður hefur komið í manns stað. Eitt kennaraembætti hefur verið stofnað í íslenskum fræðum og tvö í læknisfræði, en tvö önnur kennaraembætti, er stofnuð höfðu verið, voru síðan aftur afnumin. Má af þessu sjá, að litlar hafa breytingar orðið á kennaraliði skólans þennan nærri aldarfjórðung, er hann hefur starfað. Það er vert að staldra snöggvast við og líta aftur í tímann þessi 22 ár, sem háskólinn hefur starfað. Tala stúdenta var fyrsta árið, 1911—12, 45 (af þeim voru 5 í guðfræðisdeild, 17 í lagadeild og 23 í læknadeild, en enginn í heimspekisdeild). í ár, 1933—34, eru innritaðir 161 stúdent, af þeim! eru 15 í guðfræðisdeild, 66 í lækna- deild, 54 í lagadeild og 26 í heimspekisdeild. Síðan háskólinn var stofnaður hafa 659 stúdentar verið skrásettir í háskólanum, það jafngildir nálega 30 stúdentum á ári, en þessi meðaltala er miklu hærri síðari árin, vegna þess, að fyrstu árin var tala stúdenta miklu lægri. Á þessum 22 árum hafa verið útskrifaðir 92 guðfræðingar, 121 læknir, 100 lögfræðingar og 11 meistarar í íslenskum fræðum. Auk þess hafa nokkrir rr.enn tekið doktorspróf. Mikill meiri hluti presta, lækna og lögfræðinga í landinu hafa fengið mentun sína við háskóla íslands og verður ekki annað sjeð en að þeir hafi reynst fullkomlega hlutgengir. Háskólinn á ekki eingöngu að vera embættaskóli, er býr embættismenn landsins undir störf þeirra, heldur einnig vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun. Kennarar hafa því margir sint vísindalegum störfum og samið vísindarit, er hafa orðið þeim sjálfum og stofnuninni til mikils sóma. Á hverju ári birtist í Árbók háskólans vís- indaleg ritgerð eftir einhvern háskólakenn- aranna, ýmist á íslensku eða öðrum málum. Jeg þarf ekki að minnast á nema örfáar þeirra. Guðmundur Magnússon samdi rit um yfirlit yfir sögu sullaveikinnar, Guðm. Hannesson hefur samið tvær ritgerðir um Skipulag bæja og um! Mannamælingar ís- iendinga, Ágúst H. Bjarnason hefur samið tvær ritgerðir, aðra um tilfinningalífið, hina um heimsmynd vísindanna, Einar Árn- órsson um meðferð opinberra mála, Guðm. Finnbogason um land og þjóð, Sigurður Nordal um Völuspá, Magnús Jónsson um sögu Nýjatestamentisins og er hjer aðeins minst á þær kunnustu. En megnið af allri vísindastarfsemi í landinu er á einn eða annan hátt tengt við háskólann. Sumt af þessari vísindastarfsemi virðist ekki í fljótu bragði sjeð hafa hag- nýtt gildi, en um aðrar rannsóknir er gagnið auðsætt. Svo er t. d. um bóluefni Dungals próf. og rannsóknir hans á orma- veiki í sauðfje, eða rannsóknir lækna á ýms- um sjúkdómum. Gagn þjóðarinnar af þess- ari starfsemi verður ekki m'etið til peninga. En eitt er víst, að fullkomið rannsókna- frelsi og fullkomið kenslufrelsi er nauðsyn- legt til þess, að starf háskólans geti bless- ast. Frá háskólanum eiga að ganga hollir and- legir straumar til hinna ungu mentamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðfjelagsins. Þessir straum'ar hafa vekjandi áhrif á þjóðernistilfinninguna, en það er einnig markmið háskóla vors að vernda og glæða þjóðernistilfinninguna og varðveita þann arf, er forfeður vorir hafa oss í tje látið. Háskóli vor á að vera í senn þjóðleg stofnun og alþjóðleg, er veitir viðtöku öllu því besta, er aðrar menningaþjóðir geta veitt oss og vjer erum færir um' að taka við. ! I ■ Erfiðleikar. Ef vjer nú nemum staðar og horfum til baka og síðan fram á við, vaknar sú spurn- ing: Höfum vjer gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Einn af háskólakennurun- um, ólafur próf. Lárusson, svaraði þessari spumingu fyrir 2 árum, er háskólinn var 20 ára. Hann benti á örðugleika háskólans: m. a. 1) launakjör háskólakennara. 2) hús-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.