Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 35

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 35
69 L ÖGRJETTA 70 fimm, þá verður meðal sjóðsvöxturinn ár- lega tæpar 13 þús. krónur. Slysafjöldi. Á þessu 5 ára tímabili Iðn- tryggingarinnar hafa verið greiddar dánar- bætur fyrir 17 menn, 19 menn hafa fengið örorkubætur, 20—85%, en enginn fullar ör- orkubætur, og 346 menn hafa fengið dag- peninga. Dánarbætur eru flestar og hæstar árið 1930, árið 1929 tilfjellu engar dánar- bætur til greiðslu. Örorkubætur voru flest- ar og hæstar árið 1930, en árið 1928 til- fjellu engar örorkubætur. Dagpeninga- greiðslur voru langsamlega flestar og hæst- ar einnig árið 1930, fæstar og lægstar árið 1926. — Um heildarupphæð slysabóta í hverjum þessara þriggja flokka vísast til rekstursyfirlitsins hjer að framan. Orsakir slysa eru mjög margar og marg- víslegar. Væri ástæða til að ræða um þær ítarlegar en hjer verður gert, í sjerstöku máli, og gefst e. t. v. kostur á því síðar. Mörg slys virðast orsakast, ýmist af ekki nægilega vönduðum útbúnaði áhalda á vinnustöðvunum, — hvort sem það stafar af ófullnægjandi kröfum til þess, eða hirðu- leysi og eftirlitsleysi um að framfylgja þeim, — eða af ekki nægilegri gætni og at- hugunarskarpleik verkamannanna sjálfra, nema hvorttveggja sje, sem og mun sönnu næst. Slíkar slysaorsakir mega að nokkru leyti teljast sjálfráðar, og ætti því að mega vænta, að takast mætti að fækka slysum af þessum orsökum, með því að vekja atvinnu- rekendur til vandvirkni og hirðusemi um út- búnað allan á vinnustöðvunum, og verka- mennina til varfærni og aðgæslusemi við vinnuna og um útbúnaðinn, loks með hærri kröfum um útbúnað vinnutækja og betra eftirliti með þeim og vinnunni sjálfri. Hvernig slysin hafa fallið á hinar ein- stöku atvinnu- og iðngreinar sjest af eftir- farandi yfirliti: Slysabætur Hafnarvinna, vöruhúsavinna og vöruflutningar á landi . . . . 39.557,00 Vinna á bátum og í skipalestum 29.365,00 Vinna við fiskverkun og beiting lóða (landm.)................... 22.834,39 Vinna við húsbyggingar og að- gerð húsa................ 21.235,00 Vinna við aflvjelar (í vjelsmiðj- um og utan þeirra)....... 20.579,50 Jarðvinna (vegir, götur, sand- taka, grjótnám og jarðborun) 15.285,00 Síldarvinna.................. 7.987,00 Trjesmíðavinnustofur og járn- smíði..................... 7.091,00 Iiafnargerð og brúarsmíði .. .. 6.578,00 Fiskúrgangsvinna (þar með síld- arbræðsla)................ 5.658,00 Slátrun og slátruhúsvinna . . . . 4.579,50 ístaka og íshúsvinna......... 4.080,00 Bifreiðastjórn............... 4.005,00 Matvælaiðnaður............... 3.466,00 Dllariðnaður í verksmiðjum . .. 3.055,00 Tollgæsla.................... 2.775,00 Símavinna.................... 2.045,00 Vitastörf..................... 845,00 Fataiðnaður................... 687,50 Ýms störf (sem ekki geta talist til framángreindra flokka) . . 856,00 Kr. 202.564,39 Auk framantalins er á þessu ári (1931) búið að greiða vegna slysa, sem tilkynnt voru fyrir árslok 1931 ............. 36.211.50 og loks vegna slysa frá f. á., sem ekki voru tilkynt fyr en á ár- inu 1931 ........................ 6.802,50 Kr. 43.014,00 Yfirlitið gefur nokkra hugmynd um við hvaða störf og starfsgreinir mest slysa- áföllin verða. Til þess aftur að komast nærri um slysahættuna við hina einstöku starfs. og iðngreinir, verður að hafa trygg- ingarvikufjöldann til samanburðar, og sjest það á eftirfarandi tölu-yfirliti: Tryggingarvikur Bætur fyrir samtals 100 tr.vikur 1. flokkur 54.737 kr. 0,15 2. — 19.309 — 4,20 3. — 382.062 — 9,74

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.