Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 3
5 LÖGRJETTA 6 „Það er hið æðsta verðmæti, sem öll önnur verðmæti velta á“. Og í lífinu er einstakl- ingurinn mest virði, hinir miklu listamenn og uppgötvarar eru göfugustu form mann- lífsins. Það er aðeins einstaklingurinn, hinn skapandi persónuleiki, sem hugsar og dæmir sjálfur, sem skapað getur verðmæti fynr þjóðfjelagið og aukið þroska þess. Ríkið er til fyrir manninn, en maðurinn ekki fyrir ríkið og því segist Einstein álíta það meg- inverkefni ríkisins, að vernda einstaklinginn og veita liinum skapandi persónuleika mögu- leika til þroska. „Jeg álít ekki“, segir hann, „að ríkið sje hinn eini verðmæti þáttur mannlífsins, heldur miklu fremur hinn skap- andi, næmi einstaklingur, persónuleikinn, hann einn getur skapað það, sem göfugt er og mikilsvert, hvort sem múgurinn, sem slíkur, finnur það og skilur eða ekki“. Hinsvegar þykir Einstein, þegar hann lít- ur yfir samtíð sína, að þar sje fremur öm- urlegt um að litast að því leyti, að lítið sje um persónulegt frelsi og þar af leiðandi fátt um glæsilega leiðtoga. Einkum þykir honum þetta áberandi i listum og stjórnmálum og segir að í opinberu lífi hafi heilbrigðri skyn- semi og frjálsri hugsun farið verulega aft- ur á síðustu árum. Ilann er lýðræðissinni og á móti einræði því, sem: víða er nú komið á, að hans áliti einungis af því að tilfinning þjóðanna fyrir verðmæti og gildi persónu- leikans hefur sljófgast. Og jafnvel þótt ein- ræðinu sje komið á fyrir einhverja nauð- syn, eða jafnvel af afburðamönnum, þá endar það altaf með ofbeldi og níðingsskap. Spengler og ár örlaganna oq byltínganna, Margir spreyta sig á því, að reyna að skýra og skilja þá undarlegu og ömurlegu kreppu- tíma, sem gengið hafa yfir heiminn undan- farið. Menn hafa reynt að skýra þetta út frá mörgum sjónarmiðum, einn leggur á- herslu á fjármál og atvinnumál, annar á her- mál o. s. frv. Meðal þeirra mörgu, sem um þetta hafa skrifað, er Oswald Spengler, hinn heimsfrægi höfundur ritsins um Hrun Vest- urlanda. Síðasta bók hans heitir „Jahre der Entscheidung“, ár örlaganna, eða þau ár, sem á veltur og reynir Spengler þar að gera sögulega og menningarlega grein fyrir á- standinu, eins og það er nú og horfunum, á grundvelli þeirrar söguskoðunar, sem hann hefur áður lýst. Þessi nýja bók hans er þó ekki sögurit í sama skilningi og fymefnda ritið, hún er öllu fremur baráttu og hvatn- ingarit um samtíma mál. Hún kom ekki út fyr en Hitlersbyltingin var um garð gengin en mikill hluti hennar var saminn áður. Spengler segist að vísu hafa þráð þesshátt- ar þjóðernisbyltingu, sem orðið hafi, og hon- um hefur ávalt þótt lítið koma til jafnaðar- manna og frjálslyndra, en samt hefur hann sitthvað út á þjóðernisjafnaðarmenn Hitlers að setja, einkum þykir honum1 að þeir sjeu hávaðamenn um hóf fram og hafi enn sem komið er, þegar bókin er skrifuð, of litlum framkvæmdum af að státa, seiri sjeu; nokk- urs verulegs virði, en þær framkvæmdir einar þykja honum verulegar, seml komá fram í utanríkismálum í auknum löndum og efldum heimsáhrifum Þjóðverja. Ástandinu, eins og það er nú í heiminum, lýsir Spengler svo, að við lifum nú eldsum- brot, sem engin dæmi sjeu til áður. Nóttin er komin, jörðin skelfur og hraunstraum- arnir veltast yfir heilar þjóðir — og svo kalla menn á brunaliðið. Þessi síðasta at- hugasemd Spenglers um ákollun brunaliðs- ins til þess að slökkva eldgosið er ein af mörgum háðulegum athugasemdum hans um vanmátt og hjegómleika þeirra úrlausnarráð- stafana, sem algengastar sjeu í opinberu lífi nútímans, sem honum þykir fullt af öfug- streymi, lítilmensku og lágum hvötum. Nú- tíminn er að hans áliti sá tími, sem hefst um 1750 og verður lokið 1950. Það semi ein- kennir þennan tíma er lýðræði og kvenrjett- indi, jafnaðarmenska og auðmenska, þróun stórborganna, náttúruvísindin og tæknin. Og þetta er alt nokkumvegin jafn fánýtt, fyrirlitlegt og forgengilegt að áliti Speng- lers og það má farast og mun farast. Það ferst í nýrri stórstyrjöld, sem er í aðsigi og mun spretta upp úr þeirri viðskiftastyrj- öld, sem nú hefur um það bil náð hámarki sínu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.