Lögrétta - 01.01.1934, Síða 44

Lögrétta - 01.01.1934, Síða 44
87 LÖGRJETTA 88 TAeLTÍGi ouðsmóðír Sígurjón 'Tríðjónsson Jeg átti tal kvöldstund við spekinginn í Norðurhlíð. Og jeg spurði: „Hvað hefur þú sjeð það um þína daga, er skýrast og fastast hefur sest að í vitund þinni?“ ,Maríu guðsmóður“, sagði hann. Jeg undraðist og leit á hann. Og jeg sá á honum alvöru og nokkum sársaukablæ. „Jeg hef sjeð hana nokkrum sinnum“, sagði hann eftir stundarbið. „En einna eftirminnilegast í gervi ungrar alþýðu- stúlku á ferð með strandferðaskipi, austur með landi, frá Reykjavík. Veður var milt og fagurt; dálítil alda; útsýni svo sem best má verða. Jeg var á gangi uppi við og kom þar að, sem! skips- bátur stóð á þilfarinu. I bátnum hvíldi fá- tæklega búin stúlka á tvítugsaldri, með á að giska ársgamalt barn í fangi. Hún lá á bakinu og hafði barnið ofan á sjer. Líkami hennar var rúmið þess. Hver hreyfing henn- ar og hver andlitsdráttur voru full af við- kvæmri, innilegri ástúð. Og er jeg horfði á hana var sem að mjer væri hvíslað: Þarna er stúlka á ferð, sem óvandaður, hugsunar- lítill karlmaður hefur haft að leikfangi um stundarsakir og vill nú ekki kannast við; stúlka, sem nú á ekki annars kost en þess, að leita á náðir bláfátækra foreldra, ellegar fæðingarsveitar. Skipið kom í höfn litlu síðar. Bátar komu frá landi og fóru til lands. Þá sá jeg ungu stúlkunan aftur. Ilún var komin niður í einn landbátinn, var að hagræða einhverju og hafði sett barnið á dóthlaða í bátnurn aftan- verðum. Það sat út við borð þeim megin, sem að strandferðaskipinu vissi og fálmaði handlegg út af borðstokknum. Og í sama bili hóf alda bátinn, ruggaði honum og kast- aði honum að skipshliðinni, svo að handlegg- ur barnsins varð á milli. Það rak upp níst- andi vein og móðirin snaraðist við til að sjera Sigurgeirs. Hafði þá eitt ár verið ráðs- maður hjá henni á Hallfríðarstöðum. Jeg hygg, að 'æska Páls hafi liðið í áhyggjulít- illi glaðværð. Hann var hraustur líkamlega og Ijettur í lund, hefur unað þeim kjörum sæmilega vel, sem hann átti við að búa, og skemt sjer við það, sem föng voru á: hesta, ferðalög, kveðskap og vín, Mágar hans, sem hann dvaldi hjá, voru báðir menntamenn, og Siggeir Pálsson var skáldmæltur vel. Eru nokkur ljóðmæli eftir hann prentuð í Óðni 1912, og þar í þessi snjalla hringhenda: Með þjer þreyjan fór mjer frá; finn jeg: eigi gengur, að jeg megi af þjer sjá einum degi lengur. Páll var tæplega þrítugur þegar hann kvæntist Þórunni, en hún var mikilhæf kona, af bestu ættum þar eystra, dóttir Páls sýslu- manns Guðmundssonar, en hann var sonur Guðmundar ríka sýslumanns í Krísuvík. Hef- ur Páll því eigi síður getað lifað áhyggju- litlu lífi eftir að hann kvæntist, og virðist honum hafa leikið flest í lyndi. Einn af nán- ustu vinum! Páls varð á þessum árum Björn Skúlason stúdent og umboðsmaður, bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum, faðir Ragnhildar, síðari konu Páls, skáldmæltur maður og gleðimaður, að sögn, og hefur Páll minst hans í mörgum kvæðum sínum. Frá dögum sjera Stefáns Ólafssonar í Vallanesi virðist mjer að lifað hafi á Austur- landi kveðskaparstefna með nokkuð sjerstök- um hætti og breiðst þaðan út. Ætt sjera Stefáns er mjög útbreidd á Auisturlandi og var þar lengi, með tenp;dum á ýmsar hliðar, auðug og valdamikil. Sigurður Pjetursson skáld var Austfirðingur að ætt og uppeldi, í móðurkyn kominn af sjera Stefáni, og ber kveðskapur hans bæði vott um átthaga hans og uppruna. En á 19. öldinni er Páll Ólafs- son helsti fulltrúi þessa kveðskapar í bók- mentum okkar.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.