Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 27

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 27
53 54 LÖGRJETTA þýðufræðslan. Hún er að nokkru rekin með því, að birta jafnharðan árangurinn af öllu tilraunastarfi háskólans í alþýðlegum blöðum og bæklingum og að kennarar ferðast um til leiðbeininga, fyrirlestra o. þvíl. Guðm Hann- esson stingur upp á, að önnur aðaldeild slíkrar búvísindadeildar yrði fiskiveiðadeild. Vísindamenn og kennarar drægi saman alla þekkingu um fiska vora, veiðiaðferðir allra ]>j óða, meðferð alla og hagnýting allra fiski- tegunda o. fl., og þessa þekkingu yki þeir síðan eftir megni. Nemendur þessarar deild- ar yrðu að nokkru leyti stúdentar, sem vildu afla sjer vísindalegrar þekkingar í þessum fræðum, að nokkru leyti skipstjórar, sem tekið hefði próf í stýrimannaskólanUm. Kensla í náttúruvísindum. Enn hefur Ólafur Lárusson próf. fyrir all- mörgum árum stungið upp á að koma á kennslu í náttúruvísindum. Hann segir um þetta í rektorsræðu sinni 1921: „Náttúru- vísindin eru sú vísindagrein, önnur en nor- ræn tunga, bókmentir og menningarsaga, er vjer getuml gert oss mesta von um að geta auðgað. Islenskir vísindamenn hafa einnig unnið töluvert á því sviði, þar eigum við því láni að fagna, að búa í landi, sem frá nátt- úrunnar hendi er bæði márgbreytt og merki- legt. Það mun óvíða, ef til vill hvergi, vera jafn gott tækifæri til að ransaka ýms atriði náttúruvísindanna og einmitt hjer á landi. Jeg skal aðeins nefna eitt dæmi þess. Starf elds og íss í sköpun jarðarinnar er víst óvíða betra að rannsaka en hjer, þar sem náttúra lands vors býður mikið verkefni, sem enn er eigi rannsakað nema að nokkru leyti. Það bíður vor íslendinga sjerstaklega, því að oss er það mál skyldast og vjer eig- um að standa þar betur að vígi en aðrir. Þeim fræðum er enn ekki ætlað rúmhjervið háskóla vorn og er þar mikils á vant. Og það er óskandi, að eigi verði þess langt að bíða, að þau fái þann sess, er þeim hæfir“. IJndirbúningur kenslu í þessum vísindagreinum. Þá skal jeg minnast á allmerka tillögu, er háskólakennarar stóðu að og borin var fram' á Alþingi í þingsályktunartillöguformi 1931: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að láta rannsaka, að hve miklu leyti og hvemig væri unt að koma á fót undirbún- ingskenslu við háskóla Islands í þeim náms- greinum, sem þar eru kendar nú, til þess að stytta nám í þeim erlendis“. Nú stunda um 90 íslenskir stúdentar náni við erlenda háskóla, í ýmsum þeim greinum, er ekki eru kendar við háskóla íslands, svo sem hag- fræði, náttúrufræði, eðlisfræði, stærðfræði og tungumálum. Flestir eru þessir nemend- ur við nám í Danmörku og Þýzkalandi, en einnig allmargir í öðrum löndum, svo sem Frakklandi, Svíþjóð, Noregi og víðar. Mjög margir þessara nemenda njóta opinbers námsstyrks og er því upphæð sú all há, er þjóðin verður að borga út úr landinu til þess að kosta allan þennan fjölda af nemöndum. Ilinsvegar er völ á allmörgum mönnum í Reykjavík, sem eru sjerfræðingar, hver á sínu sviði, og fullkomlega færir um að veita undirbúningsmentun fyrstu árin í sjergrein- um sínum, er jafnast við kenslu þá, er veitt er við erlenda háskóla fyrstu árin. Það er rjettilega tekið fram í greinargerð fyrir áð- urnefndri þingsályktunartillögu, að þjóð vor fer á mis við mikla menningu við það, að láta allt þetta nám fara fram1 erlendis, í stað þess að eiga miðstöð þessara fræða hjer heima, með öllu því, sem henni fylgir af möguleikum til rannsókna og náms fyrir fleiri en þá, sem beinlínis keppa að fullnaðar- prófi og allsk, ávinningur yrði af því fyrir íslenskt mentalíf. Semja yrði við erlendahá- skóla um að þeir viðurkendi þessa undir- búningskenslu, er færi fram hjer heima, þannig að stúdent gæti stytt nám sitt er- lendis að sama skapi og hann dvelur hjer við nám. Er gert ráð fyrir 2—3 ára námi hjer heima og að þeir stúdentar tæki próf hjer að afloknu námi, er jafngilti fyrri hluta prófi í ýmsum námsgreinum. Myndi þá svo fara, að flestir þeirra 90 stúdenta, er nú stunda nám erlendis, gæti stundað nám hjer að minsta kosti í 2 ár og er auðsær hagnaður að þvi bæði fyrir stúdentana sjálfa og fyrir þjóðfjelagið. Tillaga þessi um undirbúnings- nám kom fyrst fram í Vísindafjelagi Islend- inga. Síðan var unnið að þessu máli og er til itarlegt álit sj erfræðinga, er Vísindafjelag

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.