Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 39

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 39
77 LÖGRJETTA 78 Oáll Ólafsson Sftír Þorsteín Gíslason Þegar jeg var fimm ára gamall, fluttist jeg með foreldrum mínum norðan úr Eyja- firði austur að Kirkjubæ í Hróarstungu, en Hallfríðarstaðir, þar sem Páll ólafsson bjó þá og lengi síðan, eru næsti bær við Kirkjubæ að vestanverðu. Páll var þá kvæntur Þórunni Pálsdóttur, frændkonu móður minnar; voru þær Þórunn móðir hennar, amma mín, og- Þórunn kona Pá!s bræðradætur. Einum áratug síðar, eða þar um bil, misti Páll Þórunni, og kvæntist nokkru síðar annari frændkonu minni, Ragnhildi Bjömsdóttur. Voru þær, móðir mín og hún, systradætur og mikið vinfengi þeirra í milli. Páll var hálffimtugur að aldri, er jeg man fyrst eftir honum, og kom hann á þeim árum oft að Kirkjubæ. Hann hafði alt annað snið á sjer en bændur alment þar í grendinni, og voru þó marg'ir þeirra gervilegir og myndarlegir menn og hjeldu sig vel, eftir því sem um var að gera hjá alþýðu manna á þeim dögum. En Páll hafði á sjer höfðingjasnið, sem svo mætti kalla, gekk til fara eins og títt var um embættismenn og heldri menn upp til sveita, hafði stór og viðkunnanleg húsa- kynni, átti eldishesta, aldrei færri en tvo, sem varla voru snertir til annarar brúkunar en ferðalaga hans og konunnar. Ilann hafði margt vinnufólk, en gekk lítt að vinnu sjálfur. En umsjón hafði hann með búi sínu, og mun þó sú umsjón eins mikið hafa verið hjá Þórunni konu hans. Þau voru talin allvel efnuð, og höfðu þau efni að rnestu leyti verið eigm konunnar. Hún var prestsekkja, þegar hann giftist henni, og nokkuð eldri en hann, átti tvo syni af eldra hjónabandi, en þau Páll og hún eignuðust ekkert barn. Gestagangur var jafnan mik- ill á Hallfríðarstöðum og gestrisni í besta lagi. Brúin á Jökulsá er þar ekki alllangt frá, en um hana lá þjóðleiðin frá Norður- iandi til Austfjarða; fóru margir þá leið og höfðu þá gististað á Hallfríðarstöðum. Páll var orðinn landskunnur maður fyrir kveðskap sinn, þegar jeg man fyrst eftir honum, hafði átt sæti á Alþingi og' var um- toðsmaður Skriðuklaustursjarða. Þegar Páll giftist Ragnhildi, í árslok 1880, var hann nær því hálfsextugur að aldri. Þau bjuggu áfram á Hallfríðarstöð- um næstu tólf árin, við góða líðan að öðru en því, að þau mistu börn sín ung, eitt eftir annað, og tóku sjer það mjög nærri. Páll fór á þessum árum að tapa sjer fyrir aldurs sakir og þurfti að losna við þær áhyggjur, sem því fylgdu, að veita stóru búi forstöðu. Hann seldi því jörðina haustið 1892 og þau hjónin fluttust með börn sín tvö, sem lifðu, niður í Loðmundarfjörð, að Nesi. Efni þeirra gengu mjög til þurðar á síðustu árunum, eftir að Páll misti heilsu og tók að gerast ellihrumur. Hann ljet af umboðsstörfunum um það leyti sem hann fluttist að Nesi, en nokkru síðar fjekk hann skáldastyrk úr landsjóði. Þau hjónin fluttust frá Nesi, nokkru eftir aldamótin, norður að Presthólum, til sjera Halldórs, bróður Ragnhildar, og voru þar um hrið, en fluttust þaðan til Revkjavíkur, og þar and- aðist Páll, hjá Jóni ritstjóra ólafssyni, bróður sínum, 28. desember 1906. Þórhallur Bjarnarson lector, síðar biskup, flutti hús- kveðju við jarðarför hans, fallegustu hús- kveðju, sem jeg hef heyrt. Höfðu þeir sjera Björn í Laufási, faðir Þórhalls biskups, og Páll verið aldavinir. F1 j ótsdalshj erað, þar sem Páll lifði blóma- skeið æfi sinnar, er eitt af stærstu og feg- urstu hjeruðum landsins, og fólk liefur verið þar myndarlegra og betur ment en víða annarstaðar. Það er eingöngu landbún- aðarhjerað, en stuttir og víða brattir fjall- vegir liggja þaðan niður í botna Austfjarð- anna. Hjeraðið nær langt inn í land og falla eftir því endilöngu tvö stórvötn innan frá öræfunum og út til sjávar. Jökulsá er straumhörð og ill yfirferðar, en Lagarfljót

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.