Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 17

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 17
33 L ö G R þá fullur áhuga að koma þessari nýju hug- sjón sinni í framkvæmd. Hann vissi að starfsemi í þágu æskulýðsins var ekki unn- in fyrir gíg, því þaðan var framtíðarinnar að vænta. Árið 1924 stofnaði hann fyrsta sumarheimili sitt á eynni Hooge og hafði þar 15—20 stráka frá Svíþjóð og Þýska- landi. Tvö næstu árin á eftir var hann kyr á Hooge, strákunum fjölgaði, þeir komust upp í 60 og þar af fáeinir frá Danmörku. virið 1927 fluttist hann til heimaeyju sinn- ar, Hallig Siideroog, og hefur dvalið þar síð- an. Ár frá ári hefur strákunum fjölgað, sem farið hafa í sumarleyfinu til Hallig Siide- roog og síðast þegar jeg vissi, voru þar á 4. hundrað strákar. Að vísu eru þeir þar ekki allir í einu, þeir fyrstu koma í maí- byrjun og hinir síðustu fara í september, en flestir eru þeir í júlí og ágúst, þá eru þar um tvö hundruð strákar í einu. Strák- arnir eru ekki aðeins frá öllum hlutum Þýskalands, heldur og frá Danmörku, Sví- þjóð, Sviss og Ungverjalandi. Þeir koma þangað hver með sinn þjóðarfána og meira að segja íslenski fáninn blakti þar við hún, tíu vikna tíma sumarið 1929. Strákarnir kynnast ekki aðeins hverir öðrum, heldur kynnast þeir þjóðum hver annars, þeir kynnast siðum og háttum, lyndiseinkunn, leikjum og söngvum hinna ýmsu þjóða. Hallig Súderoog er orðinn að nokkurskonar miðdepli fyrir æsku líkra sem ólíkra, skyldra sem óskyldra þjóða, þar sem hún mætist og kynnist, þar sem ungling- arnir læra að skilja og þekkja hvorir aðra og þegar þeir hverfa aftur til heimkynna sinna, er sjóndeildarhringur þeirra marg- falt víðfeðmari. Þeim hefur skilist þar svo margt, sem þeir skildu ekki áður, þeir hafa hrifist og glaðst í djúpri og innilegri vináttu, sem þeir hafa bundist einhverjum „útlend- ingi“, þeir hugsa með vinarþeli og hlýju til fjelaga sinna og lifa aftur og aftur upp í endurminningunni ýms atvik frá dvöl sinni á þessari fögru, einstæðu eyju. Á Hallig Súderoog hvorki rffast þeir nje hatast, berj- ast eða myrða hvorir aðra, eins og þjóðirn- ar gera svo oft, þegar þeim er stjórnað af hinum „vitru“ stjórnmálaskörungum sínum. Klukkan sex á morgnana er fótaferðatími. E T T A 34 Allir gluggar eru opnaðir, strákamir þvo sjer, búa um rúmin sín og borða morgun- verðinn. Að því loknu er hreinsað og sópað bæði utan húss og innan og á eftir fara all- ir, svo framarlega sem veðrið er þolanlegt, í sjóinn að baða sig. Á hverjum degi fara strákarnir í allskonar leiki, handknattleiki og knattspyrnu, pokahlaup, naglahlaup, eggjahlaup, eða þeir reyna sig í glímu og frjálsum íþróttum. Stundum eru kappleikir og þeim bestu veitt verðlaun. Strákarnir eru að mestu leyti látnir sjálfráðir, hinir draum- lyndu þeirra geta farið einförum og gleymt sjer einhversstaðar, þar sem enginn truflar þá, nema ef vera skyldi kríurnar og mávarn- ir. Aðrir skrifa sendibrjef og dagbækur og enn aðrir fara í knattleiki eða byggja sjer strandborgir úr fjörusandi niðri við strönd- ina. Stundum eru háðar þar sjóræningjaor- ustur með sandkúlur að vopni og ógurleg á- hlaup gerð ; endar orustan venjulega með veitslu, þar semi strákarnir hluta út sæl- gæti, er þeir hafa fengið sent frá foreldr- um eða ættingjum. Oft liggja þeir hálfnakt- ir eða alnaktir, baða sig í sólinni og teikna eða lesa bækur, stundum hjálpa þeir eitt- hvað til í matjurta- eða blómgarðinum og stundum setjast þeir undir skugga trjánna og syngja eða leika á hljóðfæri. Hallig Súderoog verður þannig að sann- kallaðri strákaparadís, þar sem þeir lifa frjálsir og óháðir öðru en matnum, svefn- inum og hreinlætinu. Skyldurnar, sem hvíla á þeim eru fáar en strangar: kl. 9 að kvöldi er hringt til svefns og kl. 10 verður full- komin kyrð að vera komin á í svefnskálun- um; fyrirliðarnir sjá um það til skiftis. Á kvöldin er dimma tekur og áður en gengið er til hvílu, fer stundum allur hóp- urinn niður á ströndina, kyndir þar elda, sest í hring utan um bálköstinn og segja þá sögur og æfintýri frá heimkynnum sín- um eða þeir leika fjörug lög á margfaldar harmoníkur, syngja þjóðlög frá ýmsum löndum eða leika á fiðlur. Stundum fá strák- arnir að vera úti til kl. 10, en þá gengur hópurinn heim, heillaður af fegurð kvölds- ins og yndisleik þessarar verðandi æsku. En stundum finnst manni Hallig Súderoog liggja hjer svo einmana í þessum eyjaklasa

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.