Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 9
17
L ÖGRJETTA
18
skyldi hafið eitt. En einnig Norðursjórinn,
sem stundum er svo hræðilegur, að á þessu
svæði hefur hann hlotið nafnið „Morðsjór“,
var mjer fullkomin hvíld. Jeg heyrði ekki
dauðastunur hinna hræðilegu morða, sem
hjer hafa verið framin, jeg heyrði ekkert
nema ljett ölduskvamp og sá hafið aðeins í
kyrð. Af stormunum og stórviðrunum, sem
stundum! eru hjer svo ægileg og örlagarík
fyrir íbúana við Norðursjóinn, vissi jeg held-
ur ekkert. Það var alltaf logn og sólskin
dagana sem jeg dvaldi á Halíig Siideroog.
II.
Orðið Hallig er dregið úr frísnesku og
þýðir sama og Holland, þ. e. lágt land, eða
land, sem flætt getur yfir. Síðar meir hefur
orðið Hallig fengið sjerstaka þýðingu og það
er láglend eyja, sem sjórinn flæðir yfir í há-
flæði og stórviðrum. Orðið Siideroog hefur
rnjer verið sagt að þýði augað í suðri.
Það eru tíu eða ellefu eyjar þarna í Norð-
ursjónum, sem tilheyra „Halligflokknum",
en auk þess eru margar eyjar, sem varnar-
garðar hafa verið hlaðnir í kringum og enn
aðrar sem eru svo hálendar, að sjór hær
ekki að ganga yfir þær. En allar þessar eyj-
ar hafa áður fyr verið samfeld landspilda
áföst Þýskalandi, en sjórinn síðan klofið í
sundur og æ meir og meir. Við vitum, að
fyrir nokkur hundruð árum voru hjerna
miklu fleiri eyjar, sem nú eru horfnar, ým-
ist undan jöfnum ágangi hafsins, sem! myl-
ur moldarbakka eyjanna jafnt og þjett niður
í saltan sæinn, eða sem hafa horfið á einni
einustu nóttu í æðisgengnu ölduróti. Það
eru því engin undur, þótt eyjabúar kalli
Norðursjóinn „Morðsjó“ og skal jeg nefna
hjer fáeinar tölur þessu til skýringar, því
að einnig þær tala sínu máli.
Hið fyrsta flóð, sem sögur fara af, mun
hafa verið árið 388 eða fyrir 1600 árum. Ekki
er getið um tjón semi þá hafi orðið af völd-
um flóðsins, en það hefur hinsvegar hlotið
að vera eitthvað ella hefði það ekki verið
fært í letur. Til þess eru flóðin of algeng.
Arið 516 fóru 6000 mannslíf í Norðursjóinn
og árið 819 eyðilög-ðust þar 2000 hús. Frá
þeim tíma byrjuðu nlenn að hlaða varnar-
garða sjer og eignum sínum til verndar. Á
12. öld komu sex ægileg flóð og árið 1200
fórust 60 þúsund manns. Á 13. öld fórust
eins mörg eða líklega fleiri mannslíf. Árið
1300 fórst heil eyja með mannmargri borg
og sjö kirkjusóknum. 1 tveimur flóðum! ár-
in 1354 og 1362 er álitið að 100 þúsund
manns hafi druknað; er hið síðarnefnda flóð
kallað „drékkingarnótt“ og er sagt að allir
varnargarðar hafi þá brotnað og flóðið vald-
ið óútreiknanlegu tjóni. Árið 1436 varð
mikið land- og manntjón. Hræðileg mann-
og eignatjón árin 1446, 1470, 1532, 1570 og
1573. Flóðið frá 1634 er ennþá lifandi í
sögnum og söngvum, sem gengið hafa m'ann
fram af manni, ættlið fram af ættlið, meðal
eyjabúa. Nóttina þann 11. október skall á
ógurlegt óveður, sjórinn braust á 40 stöð-
um gegn um varnargarð eyjarinnar Nord-
strand og gjöreyðilagði níu tíundu hluta
hennar. Af 9000 íbúum mistu 7600 lífið,
hinir björguðust. Gömul landabrjef sýna að
sumar eyjarnar hafa minkað alt að % hlut-
ían við þetta flóð. Árin 1717, 1751, 1776,
1791 og’ 1792 komu flóð sem ollu miklu
tjóni. Síðasta stórflóðið kom: 1825 og gerði
mest tjón á eynni Hooge; mn 30 manns
mistu þar lífið, 23 íbúðarhús hurfu alveg en
50 skemdust meira eða minna.
Þannig herja voldug náttúruöflin 1 æði
sínu á eyjarnar og eyjaskeggjana, án þess
að þeir fái nokkuð við ráðið. Þeir eru eins
og blóm í byl. — Þeir hljóta að glatast. En
það eru ekki stórflóðin ein, semi hafa orðið
örlagarík fyrir framtíð eyjanna, heldur er
það einnig hið jafna skvamp aldnanna sem
brýtur eyjarnar niður og smækkar þær ár
frá ári.
Og sjerhver suðandi bára
saumar þjer líkklæði vot.
Og sjerhver suðandi bára
syngur þjer helspá og þrot.
segir í einni vísu þaðan frá eyjunum.
Og sem' ofurlitla viðbót við áðumefnd
dæmi um eyðileggingarstarfsemi hafsins má
geta þess, að á eynni Hooge voru um miðja
18. öld yfir 150 fjölskyldur, en nú eru þar
rúmlega 20 fjölskyldur og land eyjarinnar
hefur eyðilagst að sama skapi. Á annari
tyju hefur íbúatalan lækkað á síðastliðnum
180 árum úr 400 niður í 90 og samsvar-