Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 5

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 5
9 LÖGRJETTA 10 1 desember Háttvirtu áheyrendur. Reykjavíkurbúar og landsmen aðrir. Hið fullvalda íslenska ííki var viðurkent 1918. Nú eru 15 ár liðin síðan. Spyrja mætti: „Hvað er nú orðið okkar starfu, sum þau ár, — til fullkomnunar fullveldinu? Því verð- ur eigi svarað nú, hvorki með nje móti, en drepa ber á nokkur atriði. Enginn ímyndi sjer, að það sje nóg að heita; enginn ímyndi sjer, að það sje nóg að þykj- ast. Orðin verða að fá staðfesting í verkun- UD3, fullveldið í framkvæmdinni. Sambandslögin (frá 1918) — nýi sáttináli — segja í 1. gr., að „ísland sje frjálst og fullvalda ríki“, og fáninn — hinn ís- lenski ríkisfáni — blaktir um land allt sem tákn þess. En þótt svo sje, höfum vjer þó, til dæmis, sett til borðs með oss, samkvæmt sáttmálanum, framandi menn, þjóð í öðru landi, þá er vjer sömdum við, Dani. Þröngt mega sáttir sitja — meðan svo er, en all- ir menn verða .þó að eiga sitt sæti, ef þeir eiga að teljast sjálfstæðir, allir verða að hafa frjálst ölnbogarúm fyrir útlending'um, ef þeir vilja heita sjálfráðir í landi sínu. Þess vegna er það einn af megin-ágöllum sáttmál- ans, er 6. gr. hans ákveður, að Danir (þótt sambandsþjóð sje) njóti sama rjettarog vjer, landsins börn, til nær allra hagsmuna hjer. Ákvæði þetta er bæði óheppilegt, til álits út á við, og ekki síður gæti oss sjálf- um orðið hált á því, ef menn hugsuðu sjer og e f sú yrði raunin á, að sáttmálinn stæði um ó r a t í m a, — sem enginn getur nú með vissu sagt um, en um það stendur aflraunin eftir 1940. Gatan, sem 18. gr. sáttmálans hefur lagt til þess að losna við samninginn, er ekki greið, en hitt er þó athugaverðara, að enn er ekki farið að rækja undirbúning að þessu, eða þá á neikvæðan hátt. En þó að þessum ákvæðum verði ekki þokað, meðan eigi er skilið að lögum, er þó 7. gr. í nýja sáttmála fullveldisvotturinn glegstur, um leið og hún er sterkasta haftið. Utanríkismálin — viðskiftamálin. flutt af svólum Glþíngíshússsíns 1. des. 1955 Greinin segir (í upphafl), að Darimörk fari með utanríkismál íslands, í umboði þess. Það erum vjer, fullvaldir, að vísu, sem fel- um þeim það, en vjer getum e k k i tekið það af þeim, er oss sýnist. Trúnaðarmann getum vjer haft í utanríkisstjórninni hjá þeim, einn- ig þar í landi sjálfstæðan sendiherra, og hefur það komið að góðu haldi; og samkv. 17. gr. stjórnarskrárinnar (frá 1910) mega, engir samningar, sem konungur (að nafni) gerir við önnur ríki vor vegna, leggja kvaðir á land vort nje breytingar gera á stjórnarhög- um, nema með vilja Alþingis, sem einnig er trygging. En eins og nú horfir við, er veiga- mesta ákvæði 7. gr. sáttmálans það, að vjer g e t u m, auk þess að ráða sjálfir, á nokkr- um stöðura, skipun sendisveitar frá sjálfum oss (ef engin væri þar fyrir af hálfu Dana), — sett til ráðunauta, íslenska menn, við sendisveit sambands- þjóðarinnar hvar aem er. Vjer höfum neytt hins rjettarins, er á befur þurft að halda, að senda menn úr landi til samninga- gerða um viðskiftamál vor (sem kalla má þau einu utanríkismál, er verulega skifta þjóð vora), — envjer höfum eigi nægilega fylgtáeftir því, að vjer fengjum inn og hjeldum mönnum frá oss sjálfum, Islendingum, við sendi- sveitir d a n s k - í sl e n s ka r ogræðis- mannaembætti í öllum meiri hátt- ar viðskiftalöndum vorum, eðaþar sem bæði er nauðsynlegra við- skifta von eða hagur gæti verið að hafa voru trúnaðarmann, fulltrúa, sem um leið gæti orðiðerindreki vor víðar um! Þetta er oss heimilt. Þessa ber að neyta. Enda ætti að vera vorkunnarlaust að velja til þeirra starfa menn vel hæfa, í sjón og reynd, sem hvorttveggja hefur hina mestu þýðingu. Athugum, íslendingar, að fullveldi vort, hið raunverulega, sjálfstæði vort, er ú t á við komið undir viðskiftunum, og inn á við undir góðri stjórn, reyndar í smáu og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.