Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 22

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 22
43 L ÖGRJETTA 44 altaf með í kvalastaðu. „Aldrei framaru — fuglinn kvað. Lengi að skýring hugði jeg hljóður; hugði að skýring sorgarmóður. Var ei áður fyr svo fróður að fugl jeg þekti, er svona kvað. Eitt er víst: Hann var nú þarna; vjek að kjörum duptsins barna. Tók sjer vald og vottaði þarna valdsorð þungt, er settist að. Settist að og sagði þarna sárbeitt orð, er nam sjer atað. Orð er sárbeitt settist að. Hrafninn þreyði og þögull tafði þar, sem stað hann numið hafði. Auðnarþunga um hann vafði orðið, sem hann fyrri kvað. Erfltt mjer til endursvara ærið varð, loks braust til vara: „Þú munt eflaust aftur fara sem allir, mjer sem hændust að. Þú munt eflaust frá mjer fara, sem fór hver von, sem til jeg baðu. „Aldrei framar“ — fuglinn kvað. Með hrylling þarna á hrafnsins fundi hugði jeg að hans orðtak mundi lánað vera, að liðnum fundi láns, úr hinsta kvalastað einhvers þess, er harmar hafa huga leitt frá gröf til grafa, vonir teygt úr vafa í vafa, í vafans hinsta kvalastað þess, er vonir hrapað hafa hinst í þennan kvalastað: Aldrei framar — fugl sem kvað. Á styttu hrafninn hvíld sjer veitti; í hálfu rökkri furðu beitti. Sæti’ jeg tók og sjónir þreytti, sjúkur í hug, á.gátu um það hvað að fuglinn mundi meina. Minn tók hug sú spurnin eina, hvað að fuglinn mundi meina, úr myrkri nætur kominn a^ Hvaða vitrun vildi greina vofa, spáfugl — eða hvað? Hvern sjer orð hans ættu stað. Gátu þessa’ jeg rakti af ráði, ráðning fullri þó ei náði. Auga hrafns sem gneisti gljáði; geig og hrylling bar mjer að. Um hug minn spurnir hljóðar fóru — hnigu í átt til Leónóru. Lampa glóðar geislar fóru glitruðu við og námu stað þar, sem ljósið Leónóru lýsti fyr á sama stað og aldrei frarnar — fugl sem kvað. Þungt varð loft á þöglu kveldi sem þyknaði við af fórnareldi og hug minn draumi um sælu seldi. „Sál mínu, jeg í huga kvað, „engil sendi, guð svo gleyma gráti’ jeg megi og unað dreyma. Guð, lát ilm þíns anda streyma í minn hug og nema stað, svo jeg megi gleyma, gleyma, gleyma henni, er til jeg baöu. „Aldrei framaru, fuglinn kvað. „Spáfugl“, sagði’ jeg, „ári, eða, eða tákn um það hið skeða og hulda tíð, á harrns míns breða hvað dró þig úr versta stað? Hrakning hver Ijet hug þinn standa heim til minna tára landa? Ef þú þekkir veg úr vanda veit mjer líkn og segðu það. Mundu vonir mjer til handa mega gróa á nokkrum stað?“ „Aldrei framaru, fuglinn kvað. „Seg mjer ári, sýndu vottinn að sjertu af lífsins rótum sprottinn, særi’ jeg þig við sjálfan drottinn, særi þig við, hvern helgan stað — hvort æfiljós mitt Leónóru og ljósin, sem með henni fóru, hvort lífs míns gleði Leónóru líti’ jeg aftur, segðu það; hvort lífs míns yndi Leónóru líta’ jeg fái á nýjum stað“. „Aldrei framaru, fuglinn kvað. „Söktu niður í svarta víti, svarti hrafn, með öll þín lýti.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.