Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 25

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 25
49 LÖGRJETTA 50 næði háskólans. 3) framlag þings og stjóm- ar. 4) kjör stúdenta. Hann benti á, að há- skólakennarar vorir hafa nú aðeins helm- ingslaun á við stjettarbræður vora í ná- grannalöndunum. Vjer höfum! að þessu leyti stigið stórt spor aftur á bak. 1 launalögum háskólakennara frá 1909 var gert ráð fyrir byrjunarlaunum prófessora 3000 kr., en lokalaunum 4800. Samkvæmt verðgildi pen- inga 1931 jafngildir þetta 7500 kr. byrjun- arlaunum og 12000 kr. lokalaunum, en nú hafa prófessorar í hæsta launaflokki aðeins 6000 kr. auk lítilfjörlegrar dýrtíðaruppbót- ar, sem ef til vill hverfur um næstu ára- mót. Enginn háskólakennari getur nú lifað af þessum launum og verða þeir því að gegna ýmsum óskyldum störfum til þess að sjá fyrir daglegum þörfum. Það er vafalaust eitt af mestu meinum þjóðfjelags vors, að háskólakennarar vorir geta ekki verið ó- skiftir við störf sín og á þessu verður að ráða bráða bót, því annars tekur háskólinn ekki þeim1 þroska, sem' krefjast verður af honum. Húsnæði. Húsnæði háskólans hefur frá byrjun verið óviðunandi. Nokkrar stofur niðri í Alþing- ishúsinu hafa verið notaðar til kenslu. Enginn fyrirlestrasalur er til, ef fluttir eru fyrirlestrar, sem eiga erindi til allra manna, og hefur því orðið að leigja húsnæði úti í bæ í hvert sinn, er erlendan gest hefur bor- ið að garði, sem flutt hefur fyrirlestra á vegum háskólans. Ekkert húsnæði er til fyrir bókasöfn deildanna og önnur söfn, sem eru að skapast. Háskólaráðið hefur ár eftir ár vakið athygli þings og stjórnar á þessari vansæmd stofnunarinnar. Þingið hefur viðurkent þessa þörf með því að sam- þykkja lög um háskólabygging, en lög þessi heimila stjórninni að láta reisa háskóla- byggingu á árunum 1934—40, ef fje er veitt til þess í fjárlögunum. En það er fyrirsjá- anlegt, að eins og nú horfir um fjármál þjóðarinnar, ern engar líkur á, að á næstu árum fáist fje á fjárlögum til háskólabygg- ingar. Þar sem nú horfði svo við, var tekið það ráð á síðasta þingi, að undirlagi há- skólakennara og með atbeina nokkurra rranna bæði utan þings og innan, að semja lög um happdrætti og skyldi ágóðanum var- ið til háskólabyggingar. Háskólanum var síðan veitt einkaleyfi til rekstrar happ- drættis í þessu skyni og verða kennarar há- skólans að standa fyrir þessum framkvæmd- um. En um leið og þingið velti af sjer þess- ari fjárhagsbyrði um bygging háskólans, er það hafði samþykt og viðurkent áður, var svo ákveðið í lögunum, að 20% af netto- hagnaði happdrættisins skyldi renna í ríkis- sjóð. Jeg verð að líta svo á, að þetta ákvæði sje til vansæmdar fyrir þingið og mun jeg því fara fram! á það á næsta þingi, að þetta ákvæði verði numið burt úr lögunum. Jeg ber þá von í brjósti, að happdrættið veiti á næstu árum þann hagnað, er nauðsynlegur er til þess að kom'a upp háskólabygging og mun þá undirbúningur undir bygging há- skólans verða hafinn eins fljótt og auðið er, því að þörfin er mikil. | : ' 1 | ! i j.' 1.’ 1 Framlag þings. Framlag þings og stjórnar til háskólans var á fjárlögum1 1912 51,100 kr., en á fjár- lögum 1932 152,899 kr. Þetta jafngildir því, að 1912 var ætlað til háskólans 3%% af á- ætluðum tekjum ríkissjóðs, en 1932 aðeins 1,36%, en á þessum samla tíma hafa tekjur ríkissjóðs nærri áttfaldast. Auk þess verður að líta á, að verðgildi peninga er nú miklu lægra en 1911 og er því afturförin auðsæ. Háskólinn hefur í raun og veru verið horn- reka þings og stjómar fram að þessum tímum1. Kjör stúdenta. Þá skal jeg minnast á kjör stúdenta. Námsstyrkur og húsaleigustyrkur stúdenta var 1912 9000 kr. og voru þá 45 stúdentar á háskólanum. Það jafngildir 200 kr. handa hverjum stúdent og var það allviðunanlegt á þeim tíma, en náms- og húsaleigustjnrkur er núna 24000 kr. og jafngildir það kr. 150 á hvern stúdent, en ef litið er á verð- fall peninga, hefur þessi stvrkur stórum roinkað. tslenskir stúdentar eru flestallir fá- tækir. Þeir leggja út í erfitt nám. er stend- ur í 5—6 ár til jafnaðar, og er því mikils- vert fyrir þjóðfjelagið, að þessir ungu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.