Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 21

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 21
41 L ÖGRJETTA 42 Ji r <a f n í n n 6ftlr 6. Æ poe Síð urn mundir miðrar nætur, myrkur flest er bugast lætur, að fornum skræðum gaf jeg gætur, grúskaði og fletti blaði á blað. Þá var lostið högg á hurðu: högg, er vakti geig og furðu. Hljóðlátt, kynlegt högg á hurðu, í huga inst er nam sjer stað. Kynlegt, dulrænt högg á hurðu, hjarta mínu er settist að. „Eflaust maður“ — eða hvað? Hljóður lengi’ jeg stóð og starði. Stöðugt hjartað síðu barði. Sýn, er fyr mig veikan varði vaknaði og nam í draumi stað. Fram úr þögn braust þráin stóra þuldi orðið: Leónóra. Þetta lífsorð: Leónóra, leítaði út að samastað. Ljóðsins bergmál: Leónóra, leið úr fjarska og barst mjer að. Eitt orð aðeins. Aðeins það. Engin von þá minning mildar. Á myrkva lagði hljóðrar vildar bjarma fýrs, sem fornrar snildar flögraði vofa og næmi stað. Mest af öllu jeg morgun þráði, ef mætti ske að af mjer bráði sorg, er huga sárast þjáði, sárast nam í hjarta stað. Ef mætti ske af mjer að bráði myrkrið sál, er lagðist að. Nam þar æ og ætíð stað. Um herbergið jeg hugði að nýju. Hugur kendi sárrar frýju. Á hurð jeg barið heyrði að nýju heyrði dul, er skilnings bað. Um mig þá sem elding skýtur: Eflaust bara í lásnum þýtur. Gátu’, er hljóð að huga lýtur, hjer má finna skýran stað. öll sú dul, sem að því lýtur, aðeins vindblær reynist það. Aðeins vindblær — eða hvað? Skrjáfaði glögt í gluggatjöldum. Geigur ljet að hugar völdum sem hrekti skip á æstum öldum. Uppnæm sál um skýring bað. Hjarta sló og brjóstið barði. Af besta mætti kjark jeg varði. „Það gestur aðeins er sem barði“, um, af mætti’, jeg trú mjer kvað. Það eflaust maður er, sem barði; einn, sem vantar nætur stað. „Eflaust maður“ — eða hvað? Af öllum mætti herti’ jeg huga, svo hræðsla mig ei skyldi buga. Talaði svo af hálfum huga: „Herra; frú mín“ — eða hvað? — „Víða hefur hugurfarið; jeg heyrði ei glögt að það var barið. JFyrirgef, því var svo varið. Nú verður opnað þegar i stað“. Auðri og myrkur. Aðeins það. Jeg opnaði’ hurð af hörku mætti. Hrafn flaug inn um dyragætti, þögull, fór að húmsins hætti, hjástoð fann og nam sjer stað. Svartur, þögull sorgarlíki, settist að og tók sjer ríki á grískrar viskugyðju líki, sem geigur sjálfur næmi stað. Með tignarsvip hann tók sjer ríki; tók sjer ríki og settist að. Svartur á styttu settist að. Hátíðlegur og hljóður hvíldi hrafninn þarna og rökkur skýldi, Svartur eins og kol hann hvíldi, hvíldi æ á sama stað. „Þó fyr þú ættir æðra ríki enn ei nokkur flnst þinn líki nema í aðeins einu ríki, allra myrkra samastað. Seg mjer orðið, er þú rikir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.