Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 16

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 16
31 LÖGRJETTA 32 skýlir engin bergrönd þjer, lykur um þig hafsins hringur, himininn einn til þín sjer. Móti drottins ásýnd yfir opinn faðminn breiðir þú, varnarlaus í voðastríði; vöm þín ein er hjartans trú. Friður býr í faðmi þínum, fátæktin þín gæfa er. Bundin trygð og ást því aldna æskan hjá þjer leikur sjer. Dygð og trú þar besta bera bömum þínum hugarró. Enginn rænir annars gæðum, eigið þar er hverjum nóg. Unga bam í úthafsvöggu, eyja þar sem brimið gnýr, um þig þótt ei heimur hirði himininn ei frá þjer snýr". III. Fyrir ókunnuga væri sennilega illmögu- legt að ímynda sjer, að flatlend eyja úti í miðju hafi og ekki stærri en 90 ha. geti verið skemtistaður fyrir unga tápmikla stráka, sem vilja lifa og ieika sjer. En á Hallig Suderoog er þetta hið gagnstæða. Þar eru óþrjótandi möguleikar til starfs og leikja, en það sem laðar strákana mest og sem kemur flestum þeirra til að sakna þessa sumarheimilis síns: er frelsið. Hjer eru þeir frjálsir án nokkurra verulegra tak- marka, þeir mega lifa og leika sjer eins og þá lystir og það eru hvorki foreldrar nje kennarar til að bjóða þeim eða banna. Hjer er bernskan ekki deydd í bundnum siðkerf- um og í fjötrapressum, heldur er allt gert til þess að unglingarnir fái að njóta sín, óháðir, óþvingaðir og sem eðlilegastir. Að vísu eru hjer fullorðnir 'fyrirliðar eða stjómendur sem gæta allrar reglu og að strákarnir fari sjer ekki á neinn hátt að voða. Hver fyrirliði hefur flokk stráka 15— 20 talsins og hver flokkur hefui einhvem ákveðinn starfa á hendi, t. d. hafði minn flokkur þann starfa, að gæta alls hreinlætis utan húss. Varð jeg að sjá um að allar gangstjettir væru sópaðar, að allt rusl væri tínt burt af hlaðinu, að þvottavatn yrði sótt og að strákarnir þvoðu sjer og burst- uðu tennumar. Urðu þeir að afklæða sig of- an að mitti og ef einhverjum þótti kalt í veðri og ætlaði að þvo sjer í skyrtunni, var honum hegnt með því að demba yfir hann fullri fötu af köldu vatni. Sá sem einu sinni hafði orðið fyrir slíku steypubaði, hugsaði sig tvisvar um í næsta skifti, áður en hann gerði tilraun að þvo sjer í skyrtunni aftur. Aðrir flokkar höfðu önnur störf, sumir hreinsuðu svefnsalinn og gættu þess að strákar byggju um rúmin sín, aðrir söfn- uðu rekavið og hjuggu í eldinn, þriðji flokk- urinn starfaði í eldhúsi við uppþvotta og þurkaði af. Þannig hafði hver flokkur ein- hvern ákveðinn starfa, en sem alla jafna var svo hverfandi lítill samanborið við fjöldann, sem að honum vann, að honum var venjulega lokið á fáum mínútum. Flokk- arnir skiftust á að vinna í heyi, þá sjaldan að í því var unnið, og þá einkum að snúa múgunum og hjálpa til að taka samán, sömuleiðis skiftust þeir á að veiða kola, ef farið var í veiðiferðir. Yfirstjórnandi og stofnandi þessa sumar- heimilis er eigandi eyjarinnar Hermann N. Paulsen að nafni. Hann er fæddur og upp- alinn á Hallig Súderoog, gekk í mentaskóla, en var kallaður í herinn áður en hann lyki námi. Þegar hann kom til baka fanst hon- um lífið eyðilegt og tómt og hann sá ekki lengur þann tilgang í tilverunni, sem hann hafði sjeð og æskt á meðan hann var ung- ur. Þessvegna fann hann enga tilhneiging hjá sjer til að setjast aftur á skólabekkinn og læra þar grísku, latínu og stærðfræði, sem honum fanst vera meir til þess að þurka upp þessar litlu sálarleifar sem her- maðurinn átti eftir, heldur en að auka þær. Hann kom eins og svo margur annar, brot- inn á sál úr stríðinu og vissi ekki meir hvað af sjer átti að verða. Eirðarlaus og hug- sjónalaus fór hann af landi burt norður til Danmerkur og Svíþjóðar. Þar kyntist hann sumarleyfisheimilum, sá um leið nýjan til- gang rísa framundan, kemur eftir þriggja ára fjarveru aftur heim til Þýzkalands og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.