Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 15

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 15
29 LÖGRJETTA 30 vetrarflóðunum. Á vorin verður að stunda sauðburðinn, þvo ullina og taka af fjenu. Hjer er ullin þvegin á kindinni og ekki klipt af fyr en hún er orðin þur. I júlí og ágústmánuði stendur heyskapurinn yfir og vinna að honum bæði konur, karlar og börn. Að honum loknumi fara eyjabúar í kaup- ferðir til meginlandsins, þeir fara með af- urðirnar, mestmegnis kjöt, osta og selskinn, en draga aftur að sjer birgðir til vetrarins. Á veturna er aðalstarfinn skepnuhirðing. Þar sem um litlar eyjar er að ræða, sem hafa aðeins eitt býli og einn bónda, eru þær eign hans, þ. e. a. s. bóndinn er þa einn eig- andi eyjarinnar. En þar sem eyjarnar eru stærri og bændurnir eru fleiri eiga þeir ekki einir nerna húsin sín og lóðina undir þeim, alt hitt er sameignarlana. Fjenaður- inn gengur sameiginlega á beitilandið, en hinsvegar eru takmörk sett fyrir því, hvað hver bóndi má hafa margar skepnur. Slægj- unum er árlega hlutað niður; er það gert rjett fyrir sláttubyrj un, því fyr verður ekki sjeð hvernig grassprettan verður. Þessi nið- urjöfnun hlutar slægjunum þannig niður, að enginn bóndi verði útundan, heldur fái allir jafngott slægjuland og hlutfallslega eftir gripaeign hvers eins. Þessi slægju- skifting er rjettlát en afar erfið og vanda- söm, því landið sprettur misjafnlega vel, sumir blettirnir eru betur sprotnir en aðrir. Því sagði líka einn eyjabóndi, að það mætti senda alla frægustu lögfræðinga Berlínar- borgar til eyjanna að skifta niður slægjun- um, það væri alt gersamlega. þýðingarlaust. Fyrsta daginn fengju þeir höfuðverk af heilabrotum, annan daginn botnuðu þeir ekki í neinu og þriðja daginn yrðu þeir brjálaðir. Hjer er í raun og veru um alda- gamla jafnaðarstefnu að ræða, hún hefur aldrei vakið óánægju eða sundurþykkju, enda er hún mikilsverður þáttur í lífsvið- leitni eyjaskeggja. Sjórinn hefði annars mulið niður land sumra einstaklinganna, þeirra er næst sjónum bjuggu, á meðan að aðrir sátu eftir á stóreignum1 og höfðu yfir miklu meira landi að ráða en þeir þurftu. I útliti er eyjabúinn að mörgu leyti nor- rænn, hann er langhöfði, ljóshærður og blá- eygur. Svipurinn er einbeittur og djarfleg- ur. Þeir eldast fljótt vegna of mikils líkam- legs strits, en ellin gerir marga þeirra svip- mikla og giæsilega. Þeir eru meðalmenn á hæð, fremur grannir, en samt styrklegir út- lits, og það er eitthvað, annaðhvort í svip þeirra eða vexti, sem gefur manni hugboð um óvenjulegt úthald og þrautseigju. Á yfirborðinu er eyjabúinn lífmikill, glaðvær og gamansamur, en undir niðri er hann dul- ur, alvörugefinn, hugsandi, trúhneigður og hefur vel vit á peningum, án þess þó að vera nískur eða ágjarn. Seinn til vináttu, en vinafastur og trygglyndur; stoltur og næm- ur fyrir öllu er sært gæti stolt hans. Tvö tungumál eru ríkjandi á eyjunum: frís- neska, sem er náskyld hollensku og platt- þýska, sem er ríkjandi alþýðumállýska á N orðvestur-Þýskalandi. Á þessum einkennilega orustuvelli milli lífs og dauða og sem oft og einatt er lítið annað en einn óslitinn blóðugur valur, heyja ennþá nokkur þúsund íbúar lífsbaráttu sína gegn dauðanum — gegn sænum. Þeir vita að hætturnar vofa yfir á hverju einasta augnabliki, þeir vita af dauðanum í hverri öldu og hverju óveðurskýi, en þeim mun meir elska þeir lífið og þessi fögru einstæðu heimkynni sín. Þeir elska óendanlega feg- urð og fjölbreytni hafsins, þeirra versta óvinar, þeir elska eyjarnar í litskrúði sum- arblómanna, þeir elska hina spöku fugla- mergð, sem svífur allan liðlangan daginn yfir höfðum þeirra og þeir elska hið óbrotna og látlausa en vingjarnlega og ástríka heim- ilislíf, þar sem hver bóndi er konungur, konan drotning og bömin prinsar og prins- essur. Og hvergi þar sem jeg hef farið, hef jeg orðið var jafn almennrar og eld- heitrar átthagaástar, sem einmitt þar. Þess- vegna yrkja þeir þannig til eyjarinnar sinnar: „Unga barn í úthafsvöggu,*) eyja þar sem brimið gnýr, einmana í heljarheimi, heim! til þín mín löngun flýr. Brjóst þitt engir skógar skreyta, *) Kvæðið er snúið úr þýsku af þorsteini Jónssyni skáldi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.