Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 20

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 20
39 L ÖGRJETTA 40 kvöldljóðin sín áður en þeir gengju til hvílu. Jeg kærði mig ekki um að fara inn, vildi heldur njóta kyrðarinnar úti. Jeg settist á grasbakka sunnan undir húsinu og horfði ú skýin og skin mánans. Ský heilla mig, þau koma mjer í gott skap og stemning og því betur sem andstæðurnar í þeim eru meiri. Þetta kvöld voru andstæðurnar sjerstaklega sterkar: koldimmir skýjabakkar, heiðbláar himinrendur og bleikur máninn. Jeg elska ský og jeg elskaði þau sjerstaklega þetta kvöld. Skin mánans á ljettgáruðu hafinu kom mjer til að rísa á fætur og ganga niður á ströndina. Á ströndinni sá jeg það, sem jeg hafði aldrei sjeð áður, það voru sæljós. Mjer þótti þau svo töfrandi fögur að jeg gat ekki haft augun af þeim í heila klukku- stund. Þegar hægar og ljettar öldugárurn- ar bárust upp að ströndinni voru faldar þeirra eins og af gulli gerðir eða logandi eldi. Þannig varð öll strandlengjan eitt log- andi eldhaf, ein gullin rönd, og öðru hvoru, þegar máninn sendi sitt föla skin niður á hafið, þá var það því líkast sem það væri af gulli og silfri gjört með dökkblárri um- gjörð í kring. Sjórinn lokkaði mig, dró mig til sín. I einni svipan var jeg kominn úr fötunum og stóð nakinn á sandinum. Jeg óð út í gull- bárumar og ljet þær leika um fætur mína, Jeg óð dýpra og dýpra og loks synti jeg. Sjórinn var svalur, en samt fanst m!jer hann volgur. Jeg synti út á djúpið, sem dökknaði hvert sinn, sem ský dró fyrir tunglið, en sem glitraði þess á milli eins og ólgusjór lifandi gimsteina. Mjer fanst það svo hress- andi og svalandi að synda, fanst jeg teyga í mig alt það, sem gott var og fagurt, fanst hvert sundtak auka mjer þrótt og vilja og gefa mjer æsku og yndisleik. Þá stundina óskaði jeg einskis annars fremur en að mega s.vnda — synda eilíflega. Jeg sneri við og synti til lands. Jeg átti ekki nema örfáa faðma eftir, þegar jeg sá mann á sundi fyrir framan mig. Það hlaut að vera einhver fyrirliðanna, því strákarnir voru allir gengnir til hvílu. Mig greip löng- un til að gera honum bylt við, stakk mjer og synti til hans í kafi. Mjer skaut upp rjett fyrir aftan hann og jeg greip utan um öklaliðinn á honum. En fóturinn var kaldur og það var köld slepja utan á honum, sem var næstum búin að koma blóðinu til að storkna í æðum mjer. Jeg reisti mig við í ofboði, sjórinn náði mjer tæplega í mitti. Framundan mjer morraði lík af karlmanni og útlimirnir slettust til og frá undan and- varanum og ljettum bárunum. Það var orðið gulflekkótt og byrjað að rotna. Það morr- aði á bakinu á gyltum haffletinum, maður- inn hafði bundið sig við fleka og flekinn lyfti höfði líksins upp úr sjónum. Og nú sló fölri tunglsbirtu framan í þetta dauða and- lit. Brostin, galopin augu hins dauða störðu á mig með slikjukendu, hryllilegu augna- ráði, en út úr hálfopnum munninum lafði dökt slý. Voðalegur hryllingur greip mig við að horfa á þetta viðbjóðslega andlit með brost- in augu og hálfopinn munn. Mjer sýndist andlitið einblína á mig með storkandi hatri, og áður en jeg vissi af hljóðaði jeg af öll- um lífs og sálarkröftum. Óstjórnleg hræðsla læsti sig gegnum mig, jeg stóð eins og lam- aður í sömu sporum, kalt vatn rann milli skinns og hörunds og mjer fanst mátturinn þverra með hverju augnabliki. Það hvíldi á mjer hryllileg martröð, sem hjelt mjer kyrr- um í sömu sporum og batt augu mín við hatursfull augu líksins. Dimman skýjabakka dró fyrir tunglið og umhverfis mig varð myrkt. Jeg heyrði ljett skvamp báranna í fjörusandinum, og mjer fanst slikjað og rotnað líkið strjúkast við mig um leið og það morraði áfram í söltum sænum. Það er hræðilegasta stund, sem jeg hef lifað. Ziirich 1933.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.