Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 11

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 11
21 LÖGRJETTA 22 út að sandinum. I myrkri um' kvöldið snýr bóndi til baka, hann sjer ljósið og stefnir á það, en þrátt fyrir alt lendir hann í sjó og æ dýpra og dýpra. Þegar vatnið náði uppí vagninn, batt hann bæði sig, konuna og bömin föst við vagninn og hjelt áfram, ];ví hann stóð í þeirri meiningu að hjer væri aðeins um gru'nnan ál að ræða. En alt var árangurslaust, Daginn eftir fannst vagn- inn með líkunum fjórum, sem öll voru bund- in við hann. Þetta er aðeins eitt dæmi af ýkja mörg- um, og hef jeg sjálfur komist í kynni við þær hættur, sem hjer verða á vegi manns, eitt sinn er við gengum eftir svokölluðum Súderoogsandi suður til björgunarvita, sem liggur syðst á sandinum. Þessi björgunar- viti er heljar mikið bákn, 15 metra hár, allur úr timbri og er ætlaður nauðstöddum skipbrotsmönnum, sem ekki komast til lands. En þarna á sandinum hafa tugir skipa strandað, hið síðasta 1923, og standa nokkur þeirra enn upp úr sandinum, sem hefur hlotið nafnið: skipagrafreiturinn. Á heimleiðinni urðum við seint fyrir og þurft- um að hraða okkur heim til eyjarinnar vegna flóðs, en það var hálfs annars tíma gangur. Til þess að stytta sjer leið tóku fjórir strákar sig út úr hópnum og stefndu beint á eyna. í fyrstunni var þeim ekki veitt eftirtekt, en loks er þeirra var sakn- að voru þeir komnir alllangt austur á bóg- inn og var jeg óðara sendur eftir þeim með skipun um að snúa beint til vesturs annars lentu þeir í djúpum, óvæðum álum. Strákamir sneru að vísu strax til vesturs en þó ekki nægilega til þess að losna við lengsta og dýpsta álinn. Að krækja fyrir liann var þegar orðið of seint, flóðið streymdi óðfluga upp álinn, eins og straumþung á og bugurinn var of mikill til þess að hægt væri að krækja fyrir hann. Við vorum staddir í lífshættu, sem ekki varð komist úr nema með því að synda, en jeg og einn strákanna vorum syndir, hinir ekki. Varð jeg því að selflytja strákana þrjá yfir álinn; er það í eina skiftið sem jeg hefi synt með mann og hefði mjer ábyggilega ekki tekist það ef strákamir hefðu ekki verið litlir og ljett- ir. En þrautalaust gekk það heldur ekki því einn strákanna spriklaði og öskraði af hræðslu, svo að jeg átti erfitt með að halda okkur uppi. En sem dæmi um það hve ört fellur að, má geta þess, að með síðasta strákinn synti jeg 30—40 metrum lengra en með þann fyrsta. Þegar gengið er eftir þessum söndum, sem er afar skemtilegt í björtu og góðu veðri, því þá gljáir sandurinn svo að hægt er að spegla sig í honum, fer maður venju- lega úr sokkum og skóm1 og gengur ber- fættur. Þó er þetta ekki altaf lystganga, því lendi máður í skeljaklasa, sem ekki er sjaldgæft og stundum óhjákvæmilegt, er skemtunin venjulega búin. Þá er ekkert ör- uggara en það að sjá fætuma fossandi í blóði með ótal rispum, stungum5 og sárum. Eftir slíkar gönguferðir höfðum við oft nóg að gera að binda um fótasár strákanna. Jarðfræðirannsóknir hafa leitt 1 ljós, að fvrir þúsundum ára hafa verið frumskógar á landinu, sem! sökk og þá sennilega náð til allra eyjanna. Þess vegna grafa eyja- skeggjar eftir mó til eldsneytis, eða gerðu að minsta kosti áður fyr; var hann afar kvistóttur og hitaði ágætlega, en vegna upp- gufu saltsins er hann talinn óhollur og á- litið, að hann valdi brjóst- og lungnasjúk- dómum. Áður fyr unnu og eyjaskeggjar salt úr sandinum og seldu til Norðurlanda. Er ekki ómögulegt að Islendingar hafi gegnum einokunarverslunina dönsku fengið salt úr Norðursjónum. Nú er þessi saltvinsla að mestu eða öllu leyti hætt — hún borgar sig ekki. í þessum sandbreiðum hefuh fundist ara- grúi gamalla fomminja, sem| sanna okkur eyðilegg-ingarstarfsemi hafsins og sýna okk- ur orustuvöll aldanna betur en nokkuð ann- að. Hjer finnast ýmsir aldagamlir húsmunir, vopn, legsteinar, beinagrindur og hauskúp- ur, gamlar kirkjurústir og byggingaleifar, turnar og það sem allra merkilegast er: að það sjást enn þann dag í dag mörg hundr- uð ára gömul plógför, sem sanna að hjer hefur á umliðnum öldum verið um! akuryrkju að ræða. Ennfremur sjást bæði manna- og hestaför í sandinum, sem hafa geymst þar mörg hundruð ár. Eyjamar sjálfar eru flestar aðeins örfá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.