Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 1
7.—12. BLAÐ OÐINN JÚLÍ—DESEMBER 1932 XXVIII. ÁR Dr. Jón Helgason biskup. Eftir hann eru nýkomnar út prjedikanir, sem heita: »Kristur vort líf« og ná yfir alla sunnudaga og helgidaga kirkjuársins. Höfund- urinn helgar þær minningu foreldra sinna, Helga lektors Hálfdánarsonar og Þórhildar Tómasdóttur Sæmundssonar. Þær hafa allar, að einni undantekinni, verið fluttar í dóm- kirkjunni á ýmsum tímum, frá 1904 og fram til þessa. Segir í formálanum, að nú sjeu 40 ár síðan höf. hafi í fyrsta sinni staðið í prje- dikunarstóli, en 37 ár síðan hann hafi tekið prestsvigslu. Bókin er gefm út af Bjarna J. Jóhannessyni prentara. Hefur hann sjálfur, og einn síns liðs, unnið að setningu bókarinnar, handsett hana alla, en hún er 616 bls. í stóru broti og frágangur allur hinn prýðilegasti. Geta má þess, að prjedikanir Pjeturs hiskups Pjeturs- sonar voru gefnar út ú sama hátt af Sigurði bóksala Kristjánssyní, en hann var prentari, þegar hann gaf þá bók út, og vann einn að setn- ingunni. Varð þetta byrjun á bókaútgáfu hans. óðinn flulli mynd og æfiágrip Jóns bisk- ups Helgasonar í janúar 1911, en hann var þá lektor Prestaskólans. Þegar Háskólinn var stofnaður hjer, skömmu síðar, varð hann þar prófessor, en fjekk biskupsembættið, er Þór- hallur biskup Bjarnarson andaðist í árslokin 1916, og var vígður til þess 22. apríl 1917 af Valdimar Briem vígslubiskupi. Það er venja, að þeir, sem biskupsvígslu taka, riti æfiágrip sitt og lesi upp við það tækifæri. Þelta sjálfs- æfiágrip Jóns biskups Helgasonar er prentað í Lögrjettu 25. april 1917. Hann er nú 66 ára gamall, fæddur í Görðum á Álftanesi 21. júní 1866. Dr. Jón Helgason biskup hefur verið hinn mesti starfsmaður og liggja eftir hann svo Dr. Jón Helgason biskup. mörg og merk rilverk, hæði á sviði guðfræðinnar og sagnfræðinnar, að fæstir af fyrirrennurum hans í hiskupsembættinu komast þar til jafns við hann. Sl

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.