Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 15
Ó Ð I N N 63 lífið og sálin í því og hjeldu því uppi meðan þær lifðu báðar. Naut þess margur fátækling- urinn í hrepnum, í ýmsum glaðningi fyrir jólin. Guðrún sál. var prýðisvel gefin kona. Gáfurn- ar voru miklar og fjölhæfar og skáldmælt var hún vel, en fór dult með það. Guðrún var í hærra lagi á vöxt, en svaraði sjer vel að gild- leika, fagurlimuð, höndin fremur löng en grönn. Andlitið frítt og yfirbragðið höfðinglegt. En það, sem einkum prýddi andlitið, voru augun dökk- blá, hvöss og skarpleg, skein í senn úr þeim góðleikurogfesta. Jeg minnist þess, þegar rætt var við hana um eitthvað hugnæmt, hvað augun urðu skörp og eins og loguðu af áhuga og fjöri. Hún var glaðleg í viðmóti og ræðin, en eigi var öllum hent að kappræða við hana, því hún var rökföst vel og orðfim. Sagði hún afdráttar- laust meiningu sína hver sem í hlut átti. 1 síðara hjónabandi eignaðist Guðrún 4 börn. Eitt þeirra dó í æsku, stúlka að nafni Stefanía. Hin 3, er komust til ára, eru: Karlotta Soffia, gift Jóni B. Helgasyni kaupm. í Reykjavík; Ingi- björg Lovisa, gift Sigurði Skagfjeld söngvara; ól- afur Haraldur, ókvæntur, starfsmaður á póst- húsinu í Reykjavik. Nokkur fósturbörn ólust upp á Pávastöðum, um lengri eða skemri tíma, þar á meðal stúlka, Guðrún Pjetursdóttir, alt frá barnæsku til fullorðinsára; er hún nú gift, og búa þau hjón nú á hluta al Pávastöðum. Á síð- ari árum átti Guðrún við allmikla vanheilsu að búa, sjerstaklega eftir slæma Iegu í brjósthimnu- bólgu. En þrátt fyrir það var andinn ókrenkt- ur og starfaði með lítið skertu fjöri til enda æfi- dagsins, er bar snögglega að. Rúmri viku fyrir andlát sitt fjekk hún heilablóðfall, er svifti hana mætti og máli. H. Kr. B. 4 Vatniö. Sumarheiðum hausts á degi hlóstu fyrst við sjónum mjer, fagra vatn, í faðmi hæða, fjarða-svip er prúðan ber. Bærðust vart bárum þínum borðlág skip með segl við hún; hvíldu sem í hægum draumi hýrar strendur efst að brún. Árum síðar aftur brosti augum minum svipur þinn, vatnið kært, er heim til hlíða huga lætur svífa minn. Breytt var myndin. Fley við festar fegin lágu; hrikti’ í rá; holskeflur með hrammi þungum hlumdu sem í gljúfrum á. Skuggsjá okkar æfi-sævar ertu, vatnið hæðum kringt; ýmist sollið, sorta hjúpað, sólu ýmist kyst og lygnt. Richard Beck. Einar Jónsson á Geldingalæk. Á Rangárvöllum risna er tíð, því rekkar mætir lönd þar byggja, er allir starfa ár og síð og efla dáð, en bú sín tryggja. Far óx upp margur meiður fagur á morgni lífs; i runna smáum, þótt margoft kæmi mildur dagur, mæddi kuldi’ á gróðri lágum. Fremri þótti öðrum, ungur æskuprýði, meiður vera; það voru engar tæpi-tungur, er töldu þig langt af öðrum bera. En örlög manna eru ráðin af einhverjum á bak við tjöldin; hefur og sá í hendi þráðinn og heimtir sjerhvern fram á kvöldin. Þin á bjargi bygð var trúin, er boðar æðri vissu hreina. Göfugi vinur, Guð er brúin, er gefur sálum lifið eina. st S. E.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.