Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 22

Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 22
70 Ó Ð I N N Verslunarhús Mjólkurfjelags Reykjauikur við Vellusund og Hafnarslrœti. Framsýn. K. F. U. M. hefur sumarbústað fyrir drengi í Lindar- rjóðri í Vatnaskógi; eru þar nú aðeins timburskýli, en annars búið i tjöldum. t*eir piltar, sem haft hafa sum- ardvöl í Lindarrjóðri, hafa stofnað sjóð, til þess að reisa vandaðan skála, og koma saman fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og leggja sinn skerf í sjóðinn. Er nú sjóðurinn orðinn nær 6000 krónur. Kvæðið er hugsjón um samveruna, þegar skálinn er kominn upp. Stormur er úti, inni hlýtt, á arninum skíðalogar, í kalviði’ og fauskum brakar blítt, í bálinu snarkar og sogar. Um þiljurnar leikur sjer ljósráka mergð, þar liðast og teygjast á iðandi ferð úr skuggunum bugður og bogar. Vindurinn þýtur um Vatnaskóg og viðirnir sveiflast í hreggi, en inni er skíma og skemtun nóg — og skuggarnir hoppa um veggi. En reykur um hvelfingu þyrlast þjett sem þokan, er ólgar og stígur Ijett, að leiðir til blágeima leggi. t*ar piltarnir sitja’ um þann arineld, sem óspart í viðum funar, þeim yndislegt þykir þar inni um kveld, er úti stormurinn dunar. Því hálfskíman mjúka þar hlýju ber og hefur mest yndi’ í för með sjer, um skógana’ er bálviðrið brunar. Fyrst var þar kliður með kæti’ og fró, þar kættust menn allir saman, einn sagði fyndni, en annar hló, svo úr því varð mesta gaman, því orðkringi’ í vinahóp vekur fjör og veitslu-krydd eru hnyttin svör, þar engan þau gera graman. Síðan þeir tóku að syngja ljóð og söngurinn skemtun nærði; þeir sungu ljóðin um land og þjóð, það Ijúfustu nautn þeim færði. Þeir sungu’ um skóginn og snmarvist, um silungsvötnin og fugl á kvist, og glaður hver lögin lærði. Einn byrjaði sögu, um svörtu gjá, þar silfrið lá geymt undir steini, en engir máttu samt í það ná, og öllum varð það að meini, sem reyndu með ágirnd að sækja sjóð, því sveimur af draugum á verði stóð, og ógnir þar lágu’ í leyni.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.