Óðinn - 01.07.1932, Side 24

Óðinn - 01.07.1932, Side 24
72 ÓÐINN Á nýársdag 1913 sá jeg fyrst Gest heitinn. Var það á samkomu á Stóra-Núpi. Vissi jeg ekki fyr en eftir fundinn að þetta var Gestur, sem þarna hafði fremur öðrum dregið að sjer at- hygli mína, svo greindarlegur virtist mjer hann i framkomu sinni. Jeg hafði heyrt talað um hann og hjelt að hann mundi vera aldurslegri. ósjálfrátt vaknaði löngun hjá mjer til að kom- asl í náin kynni við hann. Hann hafði líka ýmislegt og margt við sig, er hafði laðandi áhrif. Fjör, fyndni og gamanyrði hafði hann jafnan á reiðum höndum, Menn álitu, sumir hverjir, að hann væri stríðinn og hæðinn, en mjer fanst að þeir eiginleikar ekki eiga heima hjá honum, heldur væri það alt saman að eins fjör og gáski. En það, sem laðaði mig engu síður að honum, var það, sem undir niðri bjó, en það var al- varan sú, er hann best hefur sýnt með störfum sínum, og það, að hann hugsaði um hag annara jafnframt sínum. Hann var jafnan fús til hjálpar öðrum og var oft mjög önnum hlaðinn við störf fyrir aðra, hvort sem hann fjekk nokkuð fyrir þau eða ekki. Að mínu áliti hafði hann lítið af sjálfselsku. Jeg minnist þess nú, er við Gestur heitinn eitt sinn vorum á gangi saman í Reykjavík, að hann — alt í einu — kvaðst þurfa að bregða sjer þar í hús nokkurt. Var mjer boðið »inn fyrir dyrnar« með honum. Var þá erindið, að spyrja þar eftir einhverjum pilti, sem var fá- tækur, en var að læra. Frjetti Gestur að piltur þessi mundi eiga erfitt í peningasökum. Tók Gestur heitinn þá seðlabunka upp úr vasa sín- um og bað að færa piltinum. Hann var víst ekki neinn venslamaður Gests, en þó var þetta veitt sem gjöf. Varð þetta atvik eitt þeirra, er kendi mjer að þekkja hann. Margt fleira hafði hann við sig. Hann var bjartsýnn, horfði jafnan fram, ljet ekki liðna tímann hafa áhrif á sig til afturhalds og ekki heldur örðugleikana; þeir urðu allir smáir í hans augum. Dugnaður hans var með afbrigðum mikill, að hverju sem hann gekk. Það vissu allir, sem hann þektu. En þó fanst mjer að greind hans og skarpskygni skara enn meira fram úr — heldur en dugnaðurinn. Vinskapur okkar Gests heitins komst ekki svo langt að við segðum hvor öðrum frá nánustu einkamálum okkar. En vinskapur okkar komst svo langt, að við glöddumst yfir velgengni hvor annars, og jeg fyrir mitt leyti hlakkaði ávalt til að hitta hann, og jeg held að hann hafi haft gaman af að hitta mig líka. Ræddum við oft saman áhugamál okkar beggja: hafði hann þá auðvitað oftar »orðið«, því að hann átti miklu fleiri áhugamál heldur en jeg. En mjer fanst jeg altaf eiga vegvísan samferðamann, þar sem Gestur var, og mjer finst nú, þegar hann er genginn, að jeg sem sunnlenskur bóndi hafi mist minn besta samverkamann. Við Gestur heitinn höfðum nokkur viðskifti saman. Kom þar aldrei snurða á bandið, hvorki til orða nje verka. Á því sviði reyndi jeg hann ekki að öðru en höfðingslund. Eins og menn sjá, rita jeg línur þessar að eins til að minnast þessa vinar míns og geta þess, hvernig hann kyntist mjer, en ekki til þess að geta afreka hans — það gera aðrir — og heldur ekki til þess að meta hann eftir kostum og ókostum. í*að er líka erfitt fyrir okkur mennina að kveða upp þannig dóma hverjir yfir öðrum. Og jeg finn það glögglega og best nú, að það sem jeg hefði getað fundið að honum, hverfur mjer alt úr augum fyrir manngildi því, sem hann hafði til að bera. Vegna mannkosta sinna hafði hann svo kært heimili sitt og alla sína nánustu, vegna mann- kosta sinna vildi hann framfarir í landinu og velgengni, vegna mannkosta sinna er hann svo mörgum harmdauði, og vegna mannkosta sinna veit jeg að hann á sinn hluta í föðurlandinu himneska. Jón H. Porbergsson. Gömul þingvísa. Á árunum fyrir aldamótin var kveðið töluvert af pingvísum og ljeku menn sjer mjög að pvi að koma inn í pær orðunum »frá almennu sjónarmiði«. Peir Hannes Hafstein og Halldór Jónsson bankagjaldkeri voru pá pingskrifarar. Einu sinni keyptu peir lítið bænakver, sem einn af pingmönnum, Sighvatur í Eyvindarholti, hafði samið og gefið út, og lögðu eitt eintak i skúffu hvers pingmanns, með áletraðri kveðju frá höfundinum. Pá var pessi vísa ort í pinginu: Bjó jeg til eitt bænakver börnum Guðs að liði. Skoðuð stjórn hans öll par er frá almennu sjónarmiði. y

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.