Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 13
Ó Ð I N N 61 Jens Severin Lange málarameistari. Um aldamótin síðustu þótti nokkuð bera á því um tíma, að hingað til lands væru sendir ýmsir ungir menn frá frændþjóð vorri við Eyrarsund, sem ekki þættu líklegir til frama í sínu eigin landi. En þó lslendingar hafi þannig fengið ýmsa misjafna menn frá Dönum á þeim öldum, sem þjóðirnar hafa verið saman, þá er hitt engu síður víst, að þaðan hafa komið ýmsir ágætismenn, sem íslandi hefur verið styrkur og hjálp að. Einn þessara manna var Jens Lange málarameistari. Lange var fæddur í Randers á Jótlandi 6. nóv. 1872 og þannig nýlega orðinn 59 ára, er hann ljetst 10. nóv. f. á. Lange var óvenju fjölhæfur gáfumaður, sem varð að hafa stærri sjóndeildarhring en heima- landið gat veitt honum, og þess vegna lagði hann sem útlærður málari í ferðalag um Evrópu, til þess að kynnast öðrum þjóðum. Dvaldi hann í Póllandi, víða í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi og Englandi og ef til vill viðar, og vann fyrir sjer um leið. Kunni hann handiðn sína til hlítar, svo sem best verður á kosið, og var auk þess einn þeirra manna, sem með gáfum sínum, trú- mensku og vinnudugnaði alstaðar vann sjer hylli og aldrei þurfti að óttast að sitja auðum höndum. Á þessum árum voru mikil andleg umbrot með honum og hann teygaði andleg verðmæti hinna stóru menningarlanda. Þó hann altaf ynni fyrir sjer, þá gaf hann sjer nægan tíma til að lesa og skoða söfn. Er líklega leitun á lærðum manni, hvað þá ólærðum, sem var eins vel eða betur að sjer í málaralist og byggingarlist í Evrópu en hann var. í Danmörku þekti hann öll söfn til hlítar og hafði grandskoðað allar merkar bygg- ingar bæði á herrasetrum og í bæjum. Hingað til lands kom Lange sumarið 1895 og var fyrst á Seyðisfirði um tíma. Ferðaðist hann landveg þaðan um haustið norður um landið til Reykjavíkur, og hvað sem valdið hefur, þá skildi hann aldrei við landið aftur til æviloka. Settist hann að hjer í Reykjavík og var hjer, sem alstaðar annarsstaðar, aufúsugestur. Var hjer þá fátt eða ekki lærðra málara. Hafa vafalaust margir þeirra, sem nú stunda hjer málarastarf, lært hjá honum. Þessu starfi sínu varð hann þó að hætta löngu fyrir aldur fram, þvi er hann var um hálffertugt fór að bera á þeim sjúkdómi, sem þjáði hann til æviloka, þrátt fyrir 4 stóra og hættulega holskurði, og mjög snemma neyddi hann til þess að leggja niður alla erviða vinnu. Meðan heilsan var þolanleg gaf Lange sig all- mikið að veiðiskap, bæði á stöng og með byssu, og hafði ferðast ótrúlega víða. Ekki að eins var hann þaulkunnugur hjer i nágrenni Reykjavíkur, heldur hafði hann farið víða um óbygðir lands- ins, ekki síður en sveitir, og kyntist þannig rækilega bæði landi og þjóð. Hafði hann miklar mætur á hvoru- tveggja, en eink- um hafði hann mætur á bók- mentum þjóðar- innar. — Eins og jeg áður hef minst á, var Lange mjög bókhneigður og fræðimaður mik- ill, og varð smám saman manna fróðastur ííslensk- um bókmentum. Hann kynti sjer eigi aðeins hinar prentuðu bókmentir, heldur einnig hinar óprent- uðu, sem lágu á skjalasafninu. Þannig hafði hann lesið og ritað upp sögu sjera Jóns Stein- grímssonar löngu áður en hún var gefin út og hafði miklar mætur á henni. Þó Lange aldrei temdi sjer að tala islensku, líklega af því að hann var orðinn of gamall, er hann kom hingað og örvænti því um, að ná tungutaki málsins svo honum líkaði, þá skildi hann islensku til fulls og las hana sem sitt móðurmál; var líka um tíma hjá H. Iír. Frið- rikssyni yfirkennara til þess að læra undirstöðu- atriði málsins. Lange málari fylgdist vel með í öllum mál- um þjóðarinnar, sem á dagskrá voru, bæði inn á við og út á við, þó hann ljeti aldrei neitt opinberlega til sin taka, og fáir menn kyntust jafn mörgum og hann, og mátti víst svo heita, að hann hefði nokkur persónuleg kynni af ílestum málsmetandi mönnum, sem honum voru sam- Jens Severiu Lange.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.