Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 8

Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 8
56 ÓÐINN Guðmundur Þorleifsson, kaupfjelagsstjóri á Þingeyri, andaðist 3. júlí síðastl. Hann var fæddur 20. okt. 1876 í Svalvogum í Þingeyrarhreppi. Voru foreldrar hans hjú þar og hjetu Jónina Torfa- dóttir og Þorleifur Jónsson. Misti Guðmundur móður sína 8 ára gamall. Dvaldi þá fjölskylda hans í Haukadal hjá þeim orðlögðu merkis- hjónum Kristínu Ólafsdóttur og Hákoni Jónssyni bónda. VarGuðm. heit. svo með föð- ur sínum hjá þeim í uppvexti nokk- urn tíma, dvaldi síðan á ýmsum bæjum í hrepn- um og fylgdi ætíð föður sínum og voru þeir mjög nánir. Er Guðm. heit. óx upp, stundaði hann lengstum sjó- mensku.enkvong- aðist 8. febrúar 1902 Magnfríði Benjamínsdótt- ur frá Stekkjadal í Rauðasandshreppi og lifir hún mann sinn. Hjeldu þau silfurbrúðkaup sitt síðastliðinn vetur. Eignuðust þau eina dótt ur, Jónínu að nafni, en ólu upp fósturdóttur, Helenu Gestsdóttur, og voru að ala upp lítinn dreng, Böðvar að nafni. Pau áttu heima á Þing- eyri siðan 1907. Nokkru síðar fór Guðm. heit. — Öllum þessum sorgarfregnum tók hann með stakri hugprýði og stillingu, og Ijet ekki bugast »þótt hretviðrin hörð, hagljel og eldingar geisuðu um jörð« (V. Briem: Sálm. 427). Júníus Pálsson var einkennilegum og góðum gáfum gæddur, gat m. a. oft sagt fyrir um veður og óvænta viðburði, öðrum mönnum fremur, og margháttaðan fróðleik var jafnan til hans að sækja. Ólafur Bergsson, Skriðufelli. að leggja fyrir sig verslunarstörf, fyrst hjá Sig- mundi kaupmanni Jónssyni og síðar hjá Jens kaupm. Guðmundssyni. Reyndist hann framúr- skarandi trúr í starfi sinu og skyldurækinn. Fór því brátt orð af honum sem verslunarmanni og þess vegna var hann ráðinn til að veita forstöðu Kaupfjelagi Dýríirðinga. Gegndi hann því starfi i 8 ár eða til dauðadags og svo vel og sam- viskusamlega, að almannarómur er, að á betra yrði eigi kosið. Var hann í starfi sínu frábær- lega trúr og skyldurækinn og svo starfsamur, að honum fjell nálega aldrei verk úr hendi. Var hann sístarfsglaður og starfsfús og hvikur í spori, svo að unun var að, jafnframt var hann gætinn og aðhaldssamur og leyfði engum að ganga feti framar en mátti. Þó var hann mildur og hjálpsamur og lánaði og nutu þess margir fátækir. Hann var prýðilegum mannkostum bú- inn, drengur góður, áreiðanlegur, vinfastur og tryggur, viðkvæmur í lund og djúpvitur maður. Skáld var hann gott, þótt eigi ljeti hann á því bera, kom þar til yfirlætisleysi hans og hispurs- leysi, er hann hvarvetna sýndi. Guðm. heit. var ákveðinn bindindismaður og starfaði alls 28 ár í st. »Fortúna« á Þingeyri. Einnig var hann áhugamikill um kirkjumál og fleiri góð málefni. Munaði ætíð um liðveitslu hans, því að alls- staðar var hann heill og óskiflur og fjáði flysj- ungshátt, losæði og hvarfl frá einu til annars. Því varð skarð fyrir skildi, er hann fjell frá, og hefur Dýrafjörður mikið mist. En maður kemur í manns stað, það er ætið bölvabætir. Hugljúf minning um hann er borin uppi af þakklæti og virðingu fjölmargra. Sig. Gíslason. * Elsta þingvfsan. í síðasta hefti »Óðins« var prentuð elsta þingvísan, sem sögur fara af, og er hún eftir Benedikt Gröndal. — Guðmundur Bergsson póstmeistari segist hafa lært vísuna af Porvaldi Jónssyni lækni á ísafirði, sem oft hafi raulað hana og sagt sjer lildrög hennar. En hann hafði hana svona: Likur Andra þings við þrá, þrár í randajeli, ríður gandreið Alþingi’ á tón Tandraseli. * Guðmundur Porleifsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.