Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 17
Ó f) I N N 65 Við úrslit þau æska sig huggi og öldurmenni, sem grjet, að yt’rí dagsbrún til dísa er Dísinni þokað um set. Og þeir vita, er Pórdísar minnast, á pögulli vetrarnátt: ef sorg verður sveigð að gleði fær sáiin vaxtar mátt. Að beimsækja húsfreyju pessa var hverjum næsta gott. Um alúð og ærna risnu ber endurminning vott. Fyrir velgerðir veittar í önnum og víðsýna rausn, er var pjál, um pjóöleið fer pökk í blævi, og par fá steinar mál. Sú tíkpspretta innileika, Cmy augnaráð Fórdísar gaf, r ápekk laug, sem ei leggur, pó lindir fenni i kaf. Við látum lindir gleymdar, sem lognmjöll hneppir í gil, en leggjum ást á laugar, sem ljósi miðla’ og yl. Að vetri liðnum er vorið í vænduro, sem hetur fer. Úr laufdreif, sem lá undir klaka, pá lyftir brumknappur sjer. Og gott er að sjá yfir sveitir, er sumri fagnar jörð, með dýrðlegri nótt i dölum og dag-silki út um fjörð. Guðm. Friðjónsson. Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni er fæddur 19. marts 1873 í Hlíð i Grafningi. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Sogni í Ölfusi og kona hans Katrín Grímsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi. Kolbeinn ólst upp hjá foreldrum sinum og var hjá þeim þar til hann tók við búinu hjá þeim vorið 1896. Það sama vor giftist hann 30. maí Geirlaugu Jó- hansdóttur Grímssonar frá Nesjavöllum, voru þau hjón því að 2. og 3. Þau Kolbeinn og Geir- laug eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi: Katrínu, gifta Gísla Sigurðssyni barnakennara, Guðmund, Jóhannes, Vilborgu, Þorlák og Arinbjörn, öll ógift. 7 fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Hlíð, en 1903 fluttust þau að Úlfljótsvatni og bjúggu þar í 26 ár, eða til vorsins 1929 að þau fluttu til Rvíkur, og hefur Kolbeinn stundað þar smiðar síðan. Kolbeini fórst búskapur vel úr hendi. Bætti ábúðarjarðir sínar mjög mikið. Bygði þar upp, veitti á engjar, sljettaði tún og girti; nema þær umbætur mörg hundruð dagsverkum. Auk þess smíðaði hann og lagfærði mikið utan heimilis. Við opinber störf var Kolbeinn mikið riðinn. Hreppstjóri í Grafningshreppi 20 ár, oddviti 18 ár samfleytt og sýslunefndarmaður 21 ár. Mörg ár var hannendur- skoðandi hrepps- reikninga i Árnes- sýslu. Auk þess var hann oft kvaddur til að meta hús og jarðir í öðrum hrepp- um. Öll þessi margvíslegu störf, sem Kolbeinn hafði með að fara, leysti hann af hendi með frá- bærri reglusemi og áreiðanlegheit- um, enda hafði hann hina fylstu tiltrú til allra verka af öllum þeim, sem til þekfu, og bera skyn á þá hluti; enda stóðu verk hans jafnan óhögguð. Kolbeinn er prýðisvel greindur maður, til- lögugóður og sanngjarn í hverju máli, sem hann fæst við, stiltur og gætinn, hleypidómalaus og drengur hinn besti. Jeg trúi því ekki, að sveit- ungar hans sakni hans ekki sem forráðamanns sveitarinnar. Og víst er um það, að sýslunefnd Árnessýslu mun minnast hans sem eins síns besta manns síðustu 20 árin, því fáir höfðu meira að gera á fundum hennar en Kolbeinn, og þeim málum ætíð vel borgið, sem i hans höndum vóru. Pó er það eitt mál, sem hjer verður sjerstak- lega að geta, en það er skólamál okkar Sunn- lendinga. Kolbeinn var oft og mörgum sinnum kosinn í nefnd í því máli, bæði á sýslufundum og milli funda, og var altaf sá sami styrki og ákveðni maðurinn frá því fyrsta að hann fór að hafa afskifti af því máli, þar til það var komið í höfn, að skólinn var reistur á Lauga- Kolbeinn Giiðmundsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.