Óðinn - 01.07.1932, Síða 40

Óðinn - 01.07.1932, Síða 40
88 Ó Ð.I N N Þjóðkunnugt höfuðból til sölu. Á þvi er stórt tún, að mestu sljett, miklar og góðar áveituengjar, vetrarbeit góð fyrir sauðfje og hross, skjólasamt fyrir öllum veðrum, fjörubeit og sumar- hagar góðir. Góð aðstaða til að reka verslun og sjávarútveg með vjelbátum og trillubátum, mikil hrognkelsaveiði og silungsveiði. Stórt íbúðarhús tvilyft (21 X 12 álnir, með útbyggingum frá báðum hliðum), annað íbúðarhús minna, verslunarhús, geymsluhús, sjóhús og bryggja, fjós og hesthús með stórri hlöðu og haughúsum, fjárhús fyrir alt að 400 fjár, með grindum og steyptum safn- þróm undir og stórri hlöðu, Tún og engi girt með gaddavir, sömul. ca. 200 dagsl. af beitilandi. Góðir matjurtagarðar, ca. 2000 fermetrar. — Sauðfje, kýr og hestar geta fylgt með í kaupunum og sömuleiðis ýms búsáhöld. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Gíslason ritstjóri, Þingholtsstr. 17, Rvík. eyrun upp að hurðinni og gátu staðið þar lengi. Dollur elti mig oft, þegar jeg fór út, og varð jeg að loka hann inni, ef jeg þurfti að fara eitthvað lengra burt. — Eina vornótt elti hann mig niður á stein- bryggju, er jeg ætlaði að sigla á bátnum mínum, og þegar jeg var kominn upp í bátinn, kallaði jeg á hann, og stökk hann þá út í bátinn og var með á siglingu út fyrir Engey. Veðrið var afargott og vind- blær rjett svo að siglt varð. Þegar jeg kom aftur upp að bryggjunni, var hann fljótur að stökkva í land og víst feginn að sjóferð þeirri var lokið. — Margar voru til sögur af kisum mínum og langar mig til að segja eina af þeim, því að mjer þykir sjálfum hún merkileg. Það var eina nótt, að jeg sat uppi í her- bergi mínu á kvistinum og var að skrifa. ]eg sat á legubekk, sem stóð milli glugganna. Við hlið mína lá Dollur og svaf. Kvisturinn var klæddur að innan með striga og veggfóður límt þar á. Það var því holt á milli strigans og veggsins, og heyrði maður oft rotturnar hamast þar á milli. ]eg var svo sokkinn niður í það, sem jeg var að skrifa, að jeg tók ekki eftir neinum skruðningum. Rjett fyrir ofan Iegubekks- bakið var gat á veggstriganum. Alt í einu rís Dollur upp og leggur vinstri framlöppina upp á sófabakið, en með hægri löppina fer hann upp að gatinu og horfir hvast inn í gatið og tekur til að hreyfa hægri löppina hægt í hring kringum gatið og síðan fer hann að raula með einkennilegum hreim. Jeg hef áldrei heyrt neitt líkt fyr eða síðar. Það var ekki mjálm og það var ekki mal, heldur rólegt, breytilegt, hækkandi og lækkandi hljóð, svo hreimþýtt og dill- andi, að jeg sat grafkyr og þorði ekki að hreyfa Iegg eða lið, til þess að trufla hann ekki. Það var eins og viss kveðandi í því, sem ómögulegt er að lýsa; smám- saman urðu hreyfingar lapparinnar hraðari og hraðari og raulið eins og innilegra og hraðara um leið. Hann einblíndi inn í holuna. Svo eftir dálitla stund beygði hann sig aftur á bak, Iyfti vinstra fætinum frá sófabakinu og smelti báðum löppunum með feikna flýti inn i gatið. Síðan heyrðist væl eða tíst og hann dró út úr holunni roftu og stökk með hana urrandi niður á gólf. ]eg var alveg undrandi og hugs- aði mikið um þefta. ]eg held að hann hafi verið að seyða rottuna til sín eða dáleiða hana. Mjer datt í hug að þessa aðferð hefðu kettirnir, er þeir væru á veiðum við rottuholur, en þetta er þó að eins tilgáta. Jeg vildi gefa mikið til að heyra þetta hljóð aftur. Löngu seinna datt mjer þetta í hug, er jeg Ias Djungul- bókina eftir Kipling, sem svo kunnugur er háttum hinna stóru dýra af kattarkyninu. Þar stendur um tigrisdýrið: »Gólið hafði nú breyfst í einskonar raulandi mal, sem virtist koma úr öllum átlum í senn. Það er það hljóð, sem gerir viðarhöggsmenn og Sigaunara alveg ruglaða og kemur þeim til að hlaupa beint í ginið á tigrisdýrinu«. ]eg hefði margar fleiri sögur að segja, en þær mundu fremur eiga heima í »dýraverndara« en í æfisögu. — Frh.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.