Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 29
ÓÐINN 77 virðist*, sagði hann. Vjer báðum fyrir honum. Svo kom oss saman um að hittast aftur kl. 7 næsta morgun, og Ricard átti að fá vitneskju um hvort hann væri á lífi. — Hann var það og vjer báðum um líf hans, og svo komum vjer saman þrisvar á dag að biðja og dagur leið af degi, og altaf lifði hann, en hafði enga meðvilund, og sögðust læknarnir ekk- ert skilja í þessari lifseigju. Síðan, rjett fyrir jól, feng- um vjer að vita að hann væri úr allri lífshættu. í jan- úar snemma var hann fluttur af spítalanum á fávita- hæli, sem ólæknandi fáviti. — Mörgum af oss fjelst nú hugur og Ricard sagði: »Þetta er þyngra en dauðinn!* En nokkrir af oss ásettu sjer nú að halda áfram að biðja um að hann kæmi til fulls ráðs og rænu. — Það var bæn með von móti von. Svo í maí var hann útskrifaður sem heilbrigður. — Síðan gerðist hann sjómaður og fór í siglingar, og þá er jeg kom til Khafnar 1901, var mjer sagt að hann hefði ekki skrifað heim til sín þá í þrjú ár, og vissi enginn hvort hann væri lífs eða liðinn. — Þannig var það 1902, þegar Ricard rakst á hann fyrir utan samkomuhúsið í Kalmejgötu í Kristjaníu. ívar sagði Ricard þá að hann hefði verið sjómaður nokkur ár og hefði fyrir IV2 ári verið á skipi, sem strandaði við Noreg; hafði komist hjá að vera sendur heim til Danmerkur, fengið atvinnu í Kristjaníu við regnhlífa- verksmiðju nokkra og liði sjer nú allvel, en heim hefði hann ekki viljað skrifa fyr en hann væri kom- inn á rjettan kjöl aftur. Eftir að Ricard hafði sagt mjer þessa sögu, bað hann mig að koma með sjer að heimsækja ívar. ]eg gerði það. ívar tók með mikilli gleði á móti okkur; hann hafði enn þá stórt ör eftir skotið. Hann sagðist vera farinn að þrá að verða trúaður maður og vildi svo koma heim. Við sátum hjá honum langt fram á nótt í innilegu samtali. Sunnudagurinn var síðasti fundardagur. Þá áttu fulltrúar landanna að tala hver fyrir sína þjóð. Máttu menn nota eitthvert af höfuðmálunum, eða eitthvert af málum Skandinavíu. Voru hverjum gefnar þrjár mínútur. Fyrir utan skandinavisku málin skildi jeg best þýsku og frönsku, en mjög lítið í ensku. ]eg talaði á dönsku. — Meðal þeirra sem töluðu var ]ohn R. Matt, ungur maður, sem á vegum kristilegu stúdentahreyfingarinnar hafði farið kringum hnöttinn og heimsótt fjölda af háskólum. Var nær því alstað- ar stór vakning meðal stúdenta hvar sem hann kom. Hann talaði fyrir hönd stúdentanna og brá svo við, að hjá honum skildi jeg nær því hvert orð, sem hann sagði. Það gekk sem rafstraumur gegnum alla; það var eitthvað ólýsanlegt við mælsku hans, eitthvert seið- magn, sem gekk út frá persónu hans, fremur en frá orð- um hans; — seinna varð hann heimsfrægur maður fyrir starf sitt í K. F. U. M. og stúdentaheiminum. — Þá var hann aðeins 37 ára. — Að loknum þessum fundi var gengið út í Frelsarans kirkjuna og þinginu slitið með veglegri guðsþjónustu. Þar fóru fram stuttar pre- dikanir á frönsku, þýsku, ensku og sænsku. Það var prins Bernadotte, sem talaði á sænsku. Hann talaði um ]es- um á ummyndunarfjallinu, og sælu lærisveinanna, og hvernig þeir, er þeir litu upp eftir hrifningarleiðsl- una, sáu engan nema ]esúm einan. Slíkur fundur og þessi, sem vjer þá höfðum verið á, með allri hrifningu hins kristilega bræðrafjelags svo margra landa og þjóða, væri eins og ummyndunarfjall, þar sem vjer lærisveinarnir hefðum sjeð svo margar sýnir. Nú, er vjer ættum að skilja og fara hver til sinnar iðju, þá væri gott að vjer vildum sjá ]esúm einan eins og þeir. Sungið var meðal annars: »Vor Guð er borg á bjargi traust«, og sungu fundarmenn sálminn hver á sínu máli. Það var eins og eitthvert seiðmagn væri í söngnum; sama var að segja um fyrsta versið í sálminum: »Mikli Drottinn, dýrð sje þjer«. Það er »Te Deum«, snúið á þýsku í þann bragarhátt og síðan þýtt á hundrað tungumál. Lagið er eftir ]oseph Haydn og er hið mikilfenglegasta. Stiftprófastur Hall steig svo í stólinn og bað hina almennu kirkjubæn, og er hann bað »Faðir vor«, tóku allir undir og báðu hátt hver á sínu máli. Síðan var hann fyrir altarinu. Eftir þetta fóru fundarmenn að fara úr borginni. Mánudaginn eftir komu saman 150 framkvæmdar- stjórar K. F. U. M. frá ýmsum löndum. Sigldum vjer kl. 8 um morguninn út í eyju eina litla, sem heitir Ormey, og hjeldum þar samræðufundi, allan daginn. Var á eyju þeirri mjög fagurt, allstór skógur og tals- verð bygð. Um kveldið, er vjer lögðum af stað, kl. 10, var í landi skotið flugeldum og allur skógurinn stóð eins og í loga af »bengölsku ljósi«. Var það mjög hátíðlegt. — Jeg dvaldi svo í Kristjaníu þá viku og var víða boðinn, t. d. til Bang’s biskups og Thorvald’s Klaveness, Kristófers Bruun’s o. fl. — ]eg var sem heimagangur hjá stiftprófasti Hall og var hann mjer hinn besti. Vikan leið furðu fljótt og á laugardegi átti jeg að fara upp til Norður-Hofs í Hringaríki og tala þar á ungmenna-samkomu, sem halda átti fyrir alt hjeraðið. Einhver guðfræðikandídat hafði komið til mín og beðið mig um það. Þegar jeg heyrði að staðurinn væri í Hringaríki, varð mjer að orði: »]á, þangað langar mig að koma, þar sem mínir fornu forfeður hafa átt heima*. Kandídatinn spurði við hvað jeg ætti,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.