Óðinn - 01.07.1932, Page 31

Óðinn - 01.07.1932, Page 31
ÓÐI N N 79 Næsta dag dvaldi jeg hjá prófasti og ókum við saman í litlum vagni víða um hjeraðið og var pró- fasturinn að sýna mjer sögustaði. Við komum að steini, þar sem höfuð Halfdánar svarta var heygt. Þar er haugur allmikill. Þar eru og leifar kirkju, sem sagt er að Ólafur konungur helgi hafi látið reisa. — Prófasturinn sýndi mjer og nesið, þar sem Sigurður Sýr bjó, og víkina, þar sem sagt er að Haraldur Sigurðsson og bræður hans hafi verið að Ieika sjer, er Olafur helgi, bróðir þeirra, talaði við þá. — Varð þessi dagur mjer ógleymanlegur. — Næsta dag kvaddi jeg prófast og ók til járnbrautarstöðvarinnar í litlum tvíhjólavagni og stóð ökumaður, vinnumaður prófasts- ins, bak við. Þegar við ókum gegn um þorpið Höne- foss, tók jeg eftir að þeir, sem við mættum, tóku ofan; þeir hafa auðvitað verið á samkomunni á Asn- um. ]eg athugaði það ekki þá og spurði ökumann, hvort það væri siður þar í bænum, að heilsa ókunn- ugum. Hann sagði: »Nei, men De maa huske paa, at De er af vor gamle Kongeslægt*. ]eg var nærri kominn að því að skella upp úr, en stilti mig, því jeg vildi ekki særa manninn. Er jeg kom til Kristianíu, láu fyrir mjer boð á hótelinu, að jeg væri boðinn til kvöldverðar á Vic- toríu-hótelið þá um kvöldið með alþjóðastjórn K. F.- U. M. Hafði stjórnin hafst við í borginni til að Ijúka störfum eftir þingið. í þeirri veitslu stóð upp Charles Fermaud og hjelt ræðu fyrir íslandi, og lýsti mjög skemtilega ferð sinni til íslands. Afhenti hann mjer síðan stórt og mikið silfurúr, sem gjöf fyrir það, hve vel jeg hefði gætt sín á ferðalaginu. Hafði hann látið búa það til handa mjer. Á bakinu á úrinu var upp- hleypt alþjóðamerki K. F. U. M. og á skífunni letruð á íslensku þessi orð: »Hagnýtið tímann* —; hafði Fermaud einu sinni beðið mig að sýna sjer hvar þetta stæði í Nýja-Testamentinu á íslensku. ]eg gerði það, en vissi ekki hvað hann ætlaði sjer með því. Þegar jeg skrifa þetta eru liðin 30 ár síðan og hefur úrið gengið vel, að eins einu sinni þurft viðgerðar. Meðan jeg dvaldi í Kristianíu var jeg beðinn að tala á vegum K. F. U. M. í Frederiksstad og fór jeg þangað og var þar eina nótt. Þar hitti jeg íslenska stúlku, sem starfaði þar í fjelaginu. Það var ungfrú Halldóra Bjarnadóttir. Það var auðsjeð að hún var þar í miklum metum og góðu áliti. Hún hefur síðan unnið gott og nytsamlegt starf hjer heima við alls- konar heimilisiðnaðar-kenslu. Þegar jeg fór frá Kristianíu og hafði kynt mjer vel K. F. U. M. þar og kynst ýmsum ágætum starfs- mönnum þar, svo sem kand. theol. Kr. Piene, og Walter Sigurðsson. Það sorglega slys vildi til austur við Ölfusárbrú sunnudaginn 16. október í haust, að Walter Sigurðsson, annar framkvæmda- stjóri og meðeigandi Edinborgarverslunar hjer I bænum, beið bana af skoti, sem hljóp að honum ó- vörum úr byssu, sem hann hafði hönd á. Var hann þarna staddur í skemtiför ásamt konu sinni og tveimur Englending- um, sem voru gestir þeirra. Walter var tæplega þritugur að aldri, sonur Asgeirs Sigurðssonar kons- úls og kaupmanns, stofnanda Edinborg- arverslunar, og hafði hann orðið meðeig- andi föður síns að versluninni 25 ára gamalt, en kvæntur var hann fyrir fáum árum Helgu dóttur Jóns heitins lands- bókavarður Jacobson. Walter var mesti efnismaður, liklegur til gæfu og gengis og hvers manns hugljúfi, sem honum kyntist. rifjað upp gamlan kunningsskap við Kjeld Stub, sem áður hefur verið sagt frá, lagði jeg leið mína um Gautaborg í Svíþjóð. ]eg fór með næturlestinni og kom til Gautaborgar snemma morguns. ]eg ætlaði að dvelja þar um daginn og fara um kvöldið áleiðis til Khafnar. En sú áætlun breyttist, því að jeg kynt- ist þar skáldinu Alfred Bááth, sem var íslandsvinur hinn mesti og hafði þýtt á sænska tungu »Gunnars- hólma* og mörg önnur kvæði. Hann hafði einnig orkt kvæði um ísland og er þetta upphaf að: „Hvilar i hvifa Skummande vágor Stolt som i Sagan Sagornas Ö“. Hann var bókavörður við bókasafn borgarinnar. Hann tók mjer tveim höndum; tók mig heim til sín og ljet mig dvelja hjá sjer um nóttina í mesta yfir- læti. Hann var margfróður um marga íslendinga, gamall vinur dr. Ð. M. Olsen’s; höfðu þeir verið á

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.