Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 4
52
ÓÐ I N N
Bjarni Pálsson prófastur og
frú Ingibjörg Guömundsdóttir
í Steinnesi.
Bjarni var fæddur á Gilsstöðum í Vatnsdal 20.
janúar 1859 og ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um. Þaðan fór hann
í Latínuskólann og
útskrifaðist þaðan
1884 með 1. eink.,
en af Prestaskólan-
um 1886, einnig
með 1. eink. 31. ág.
sama ár var hann
skipaður prestur
að Ríp í Skagafirði,
en fjekk 14. okt.
1887 veitingu fyrir
PingeyrarogHjalta-
bakka sóknum, eft-
ir andlál sjera Por-
valds Ásgeirssonar,
sem áður var þar
prestur.Sjera Bjarni
var 7. mai 1914
skipaður prófastur
í Húnavatnspró-
fastsdæmi. Hann
andaðist3.júní 1921.
Ólafur Paulson
skrifstofustjóri í
Kaupm.höfn, bróð-
ir sjera Bjarna, lýs-
ir honum svo á
uppvaxtarárunum :
»Sjera Bjarni líktist
meira móður sinni
en föður, bæði að
útliti og skapferli.
Hann vargrannvax-
inn, dökkhærður, fölleitur, hægur í framgöngu,
fámæltur en viðmótsgóður ogöldungistilgerðarlaus
í látbragði; hneigðist snemma að bóklestri og var
bráðþroska bæði andlega og líkamlega, hafði þegar
áfermingaraldrilesið alt, sem hann náði í af islensk-
um ogdönskum bókum. Hann hafði ágæt hljóð sem
drengur, en mun hafa skemt þau tilfinnanlega
á raddskiftaárunum. Fullvaxinn var hann 15—16
ára, sterkur og duglegur til vinnu, skylduræk-
inn, greiðvikinn og vinsæll, og gerðist meira
mannblendinn er hann stálpaðist og fór að taka
þátt í viðræðum og skemtunum, iðkaði töluvert
glímur og þótti skæður glímumaður er hann
var 17—18 ára. Bækurnar drógu hann þó mest
til sín, og þótt efnahagur foreldra hans væri
ekki sem bestur, var það loks afráðið, að hann
skyldi fara i skóla.
Kom hann þangað
1878 og varð stúd-
ent sex árum síðar.
Bjarni var næst-
elstur af systkinum
sínum og stærri og
þroskameirienjafn-
aldrar hans. Var
hann því sjálfkjör-
inn til foringja i
barnahópnum, og
það var eins og
hann fyndi til þess,
að foringjastaðan
legði á hann skyld-
ur. Hann skifti sól
og vindi eins rjett
og auðið var, hjálp-
aði smælingjunum
og refsaði ofstop-
unum og var jafn-
framt á verði gagn-
vart hættum útifrá.
Eitt dæmi um það
er þetta: Pegar
foreldrar Bjarna
bjuggu á Þingeyr-
um, var hann, sem
þá var 7 ára, einn
góðan veðurdag að
leika sjer úti á
hlaði með systkin-
um sínum og öðr-
um börnum. Alt í einu heyrðist hófatramp.
Einn af vinnumönnunum, sem ekki gat sjeð
börnin, koni þeysandi með sæg af hestum utan
úr haga. Petta sjer Bjarni og grípur orðalaust
leikfjelaga sina einn af öðrum og lyftir þeim
upp í kerru, sem stóð á hlaðinu. Hestarnir voru
nú á fleygiferð í tröðinni, og rjett í því er
Bjarni sjálfur hoppaði upp í kerruna, rauk