Óðinn - 01.07.1932, Side 39

Óðinn - 01.07.1932, Side 39
ÓÐINN 87 hálfar skipshafnir af frönskum sjómönnum og skrifuðu brjef sín; voru þeir mjög kurteisir og þakklátir, ef vikið var að þeim góðu, kaffisopa eða þvílíku. Ekki þótti mjer eins skemtilegt þegar Englendingar komu; það var alt annar blær á framkomu þeirra, enda gat jeg lítið talað við þá, því jeg var svo ónýtur í ensku. Við og við bættust nýir fjelagsmenn í hópinn og tala vinanna óx. Árið 1903 varð Þorvaldur Guð- mundsson fjelagi og upp frá því virkta vinur minn. Hann var við bókaverslun Sigurðar bóksala Krist- jánssonar og hægri hönd hans utan húss og innan. Þorvaldur var einkennilegur maður, fróður mjög í sögu íslands og maður, sem las mikið og mundi vel. Hann varð mjög áhugamikill um bókasafn fjelagsins og vann að því með þeim Sigurjóni ]ónssyni og Pjetri Gunnarssyni o. fl. Var samvinnan við þá hin skemti- legasta. Verður nánar sagt frá þeirri hlið og öðru starfi, sem við kemur fjelaginu sjálfu, í sögu fjelagsins. Um vorið 1903 og sumarið var jeg að mestu leyti heima, nema hvað jeg fór víst tvisvar sinnum suður að Utskálum, til að heimsækja fjelagið þar og sjera Friðrik Hallgrímsson. Hann var þá í undirbúningi með að fara til Ameríku og taka prestsskap þar í kirkjufjelagi Vestur-íslendinga. — Vissi jeg að mjög mundi jeg sakna hans. — Áður en hann fór, gaf hann mjer marghólfaðan bókaskáp, sem faðir hans, biskupinn, hefði smíðað með eigin höndum, og á jeg hann síðan sem dýrmætan menjagrip. — ]eg hygg nú að jeg hafi lýst nokkuð lífi mínu á þessum árum, svo að auðsæ sje sú hamingja og gleði, sem jeg átti þá að fagna. — Enn verð jeg samt að geta nokkurra atriða, sem mjög juku á gleði mína. Það var nú fyrst jólagjöf, sem 50 sjómenn færðu mjer á aðfangadagskvöld 1903; það var stór og vandaður bátur, stórt 4 manna far, en róinn þrem árum á borð. Var hann með seglum og öllu til- heyrandi. — Þeir komu með hann alveg heim að Melsteðshúsi og afhentu mjer hann þar. Hafði jeg afarmikið gagn af honum og blessun, bæði til heilsu- bótar á sumartímanum og til hægðarauka fyrir starfið meðal sjómanna. Hann sigldi mætavel og bar mikið, en þurfti góða kjölfestu. Ekki má heldur gleymast sú gleði, sem jeg hafði af þeim presti, sem kom að Utskálum eftir sjera Fr. Hallgrímsson. Það var sjera Kristinn Daníelsson. Skömmu eftir að hann var kominn fór jeg suður, rjett fyrir jól, og heimsótti hann. Hann tók mjer ágætlega og varð jeg brátt nákunnugur þar heima hjá honum og frú hans. Hún var dóttir Halldórs Friðrikssonar, yfirkennara, ágætiskona. Var þar skemti- legt að dvelja, því að margt var þar unglinga, börn prestshjónanna, og urðu synir prestsins, Daníel og Halldór, mestu alúðarvinir mínir. — I Keflavík og Vtri-Njarðvík átti jeg sömu vinum að fagna og áður. Enn er það eitt, sem mig langar til að nefna, þótt sumum kunni að þykja það lítilfjörlegt. Það eru kett- irnir mínir, sem jeg átti í Melsteðshúsi. Þegar jeg kom heim 1902 um haustið, hafði Kristín systir mín fengið ljómandi fallegan ketling, og kölluðum við hann Polly. Það varð mesti metköttur, enda veitti ekki af því: afarmikill rottugangur var í húsinu og í kringum það. Polly varð hinn mesti veiðiköttur, og árið eftir eignaðist hún bláan ketling, sem líka var alinn þar upp. Hann hjet Dollur; ekki man jeg eftir hvers vegna hann var kallaður það. — Voru þessir kettir báðir hinir vitrustu og hlýddu nöfnum sínum. Þeir voru mjög hændir að fólkinu og Dollur að mjer sjerstaklega. ]eg vandi Doll á íþróttir, sem honum þótti auðsjáanlega gaman að sýna. Sú var ein íþrótt hans, að renna upp sljettan vegg. ]eg hafði til þess fjöðurstaf, sem jeg stakk inn í vegginn og ljet hann sækja; setti jeg hann hærra og hærra, eftir því sem æfing óx, þangað til að komin var full seiling mín. Er jeg stakk fjöðrinni þar upp, hljóp Dollur upp vegginn og náði fjöðrinni, rann niður vegginn og færði mjer hana. Onnur íþrótt hans var langstökk og stökk hann með æfingu lengra og lengra. Hann hljóp á milli tveggja borða og gerði jeg millibilið stærra og stærra. Þegar jeg hljóp í kringum garð- inn fyrir framan húsið, hljóp hann samsíða upp á girðingunni, og er komið var að hliðinu, sveiflaði hann sjer í lystilegum boga yfir hliðið. Hann kunni og að liggja dauður. ]eg sagði: »Ligðu dauður«, og lagðist hann þá endilangur á borðið og teygði frá sjer alla limina og lá grafkyr, þangað til jeg gaf hon- um merkið. — Hann hljóp upp eftir gluggum og inn um efstu rúðuna, ef hún var opin. — Þegar jeg kom einhversstaðar að, var hann vanur að koir.a og grafa höfuðið og framlappirnar niður í vasa minn, til þess að vita, hvort jeg hefði nokkurt leikfang handa hon- um. Hann varð uppáhalds-köttur allflestra fjelags- manna og stytti drengjunum marga stundina með listum sínum. — Þegar hann vildi komast inn til mín, barði hann að dyrum, og þegar jeg spurði: »Hver er þar?« þá svaraði hann með einföldu mjálmi; en ef jeg spurði aftur: >Er það Dollur?* þá herti hann á mjálminu og breytti rómnum. — Báðir kettirnir sóttust eftir að koma þangað sem söngur var, eða þar sem leikið var á hljóðfæri. Stundum þegar verið var að syngja inni í salnum, stóðu þeir við hurðina og lögðu oft

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.