Óðinn - 01.07.1932, Síða 37

Óðinn - 01.07.1932, Síða 37
ÓÐINN 85 mjer á bekknum, hann var svo mjór að jeg varð að rísa upp þegar jeg vildi snúa mjer á hina hliðina. Jeg fann að hreyfingar skipsins voru mjög einkenni- legar; það marraði í hverju bandi eins og það væri í skrúfu. Jeg þóttist vifa að við værum í Reykjanes- röst. Síðdegis daginn eftir komum við til Reykjavíkur. Það var 12. desember. — Jeg óskaði mjer að enn væru eftir 25 dagar af ferðalaginu. Jeg hafði hvílst svo vel, að öll þreyta og lasleiki var horfinn. Jeg hafði lesið mikið á leiðinni og skrifað fjölda brjefa, því næðið var nóg, og altaf hafði mjer liðið vel. Vel var mjer tekið af vinum mínum, og nú byrjuðu störfin í fjelaginu og alt gekk sinn vanagang. Störfin heima fyrir. Saga hinna næstu ára, til 1905, heyrir fremur til fjelagssögu K F. U. M. en minni eigin, og fer jeg því fljótt yfir þau ár. Þó má geta þess, að veturinn 1903 var pakkhúsinu vestan megin við húsið breylt í mjög fallegan sal, sem tók um 200 manns í sæti, og var það ákaflega mikil búningsbót, sem var til mikilla þæginda fyrir starfið. Salurinn var hátíðlega vígður 1. marts og næsta sunnudag, þann 8. marts, átti að vera í honum fyrsta barnaguðsþjónustan. Sá dagur varð minnisstæður, því að þá var rok svo mikið að nær óstætt var. Samt komu 16 börn og var haldin fyrir þau guðsþjónustusfund og síðan var þeim fylgt heim til sín. Kl. ll!/2 ætlaði jeg að leggja af stað inn á Laugarnesspítala, því að þar var messudagur. Tveir af vinum mínum á Stýrimannaskólanum, Kristinn Ágúst Jónsson og Olafur Teitsson, komu um kl. 11 til að fylgja mjer inn eftir, og Steinn Sigurðsson, er síðar varð mágur minn, fór líka, því að hann var organ- isti innfrá. — Við stóðum allir inni í Vesturstofu, nær ferðbúnir, Þá kom svo mikil vindkviða, að alt húsið nötraði og glerbrotum rigndi niður með hús- hliðinni, og svo kom gluggaramminn á eftir, sundur- tæftur. Jeg þaut upp á kvist og sá að gluggann hafði tekið út og var eins og húsið ætlaði að liðast sundur. Jeg stóð við opinn gluggann, og þá varð mjer fyrst Ijóst, hvílíkt fárviðri var úti og hugsaði um fiskiskipin úti á sjónum, og bað fyrir þeim, sem kynnu að vera í nauðum staddir. Svo negldi jeg fyrir gluggann, og síðan fórum við fjórir inn á spítala. I þessu veðri tók menn út af skipum og eitt var komið mjög hætt og misti marga menn. Einn af þeim, sem voru á þessu skipi, sagði mjer síðar, að hann hefði verið að koma upp úr hásetaklefanum rjett í því er stór- Árni Steindór Þorkelsson skipstjóri var fæddur 24. júní 1889, að Lambhaga í Garðahreppi, foreldrar hans voru pau Þorkell Árnason bóndi þar og kona hans Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi, Ólst Árni upp hjá foreldrum sinum til fullorðins ára. Fórhann ungur að stunda sjómensku, og höfðu for- menn hans orð á pvi, að þeir hefðu aldrei haft ungling með sjer á sjó er aðgætnari væri eða eftirtektarsamari um alt er að sjómensku liti, og þar sem hann með full- orðinsárum hafði ágætt prek og karlmensku til að bera, duldist engum er kynni höfðu af hon- um, að par var frábært efni í valinn skipstjóra er Árni var. Enda varð hann snemma formaður og skipstjórarjeltindi sín fjekk hann 1920. Mun hann eftir pað ftest ár hafa verið skipstjóri og lengst af hjá Lofti Loftssyni í Sandgerði og reyndist einn af allra mestu aflamönnum við Faxaflóa og oft hæstur á vetrarvertíð- um, t. d. aflaði hann s. I. vetrarvertíð, frá 1. jan, til 18. maí á mótorskipið Björgvin, 1556 skpd. og mun það vera mest á mótorbát á þeim tíma bjer við land. 5. nóv. 1920 kvæntist Árni Steinunni Magnúsdóttur frá Krókskoti á Miönesi og eignuöust pau sex börn, sem öll eru á lífl. Árni ijetst 17. júlí i sumar á Sigluflrði, Var hann pá að stunda sildveiði fyrir Norðurlandi, er hann skyndilega varð mjög sjúkur; var pá haldið til Siglufjarðar og hann þegar fluttur á spítalann, par sem hann ljetst eftir fáar klukkustundir. Árni sál. var vel greindur maður, góðhjartaður og greiðvikinn, par sem pví varð við komið, og oftgaman- samur í vinahóp. Og yflr allri persónu hans hvíldi ör- yggi þess drenglundaða prekmanns, sem æ reynist best er á hólminn er komið. P. Bj. sjórinn kom í hnút á skipið. Sjórinn skall á honum og fleygði honum öfugum niður í klefann, sem hálf- fyltist af sjó. Sjálfur skorðaðist hann undir bekk, og hjelt að hann mundi drukna þarna niðri. »Jeg kallaði þá til Quðs og bað hann að láta þig biðja fyrir mjer«, sagði sjómaðurinn. Hann sagði að þetta hefði verið rjett fyrir hádegi. Mun það hafa látið nærri þeirri stund, sem jeg stóð við gluggann og bað fyrir sjó- mönnunum. Annars leið nú tíminn furðu fljótt. Jeg hafði all- mikið að gera, bæði við kenslu, við fjelagið og sjó- mannastarfið, fyrir utan prestsstörfin á spítalanum. Jeg gerði líka þó nokkur prestsverk í bænum fyrir

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.