Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 26
74 ÓÐINN Um Einar Jónsson fyrv. alþm. á Geldingalæk. Fáeinir þættir úr samverusögu „Geldingalækjarbræðra". Foreldrar okkar voru heiðurshjónin, óðals- bóndi Jón Loflsson, Guðmundssonar og Val- gerðar Sigurðardótlur frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal, sem fluttist að Selalæk og þaðan að Geldingalæk, og Þuríður Einarsdóttir (kona Jóns) og bjó Einar faðir hennar í Gunnarsholti, Guðmunds- son hins ríka á Keldum, en kona Einars var Vigdís Jónsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal. — Við vorum því að nokkru leyti Skaftfelskir í bæði kyn. Faðir okkar byrjaði bú- skap á Geldingalæk eftir föður sinn, og bjó þar við sæmileg efni til fellis-árs- ins 1882, að hann eins og aðrir þar um sveitir misti mestallan bústofn sinn og beið þess aldrei bætur síðan. Þar bjó hann og áfram til jarðskjálfta-ársins 1896, eða öllu heldur til 1897, því að þá kom annað hallæris-árið i hans bú- skap, og treystist hann þá ekki lengur að eiga við nýtt skuldabrask, enda var móðir okkar þá dáin. t*á vorum við hjá föður okkar, Einar 24 ára, og jeg 19 ára. Þannig var um jarðskjálftann á Rangárvöllum að flestir bæir gereyddust að ofanverðu í sveit- inni (Rangárvallasveit), en ýms hús hjengu uppi að neðanverðu í sveitinni og þar á meðal á Geldingalæk; þar hjekk að eins baðstofan uppi, en öll önnur hús hrundu, og var þvl einungis gert við bæinn það allra minsta yfir veturinn. Þá um vorið eftir byrjuðum við bræður, Einar og íe8> búskap á jörðinni og höfðum fyrir bú- slýru unga systur okkar, Ingibjörgu; var það við næsta lítil efni, því að þá um vorið ljet faðir okkar gera upp búið, og var okkur bræðr- um ánafnað í kaup fyrir vinnumensku á heim- ilinu: Einari alls 120 kr. og mjer 60 kr. Einnig fengum við lítiIsháttar móðurarf, sem við tókum í lausafje, þar til áttum við nokkrar ær, Einar 7 og jeg 4, sinn hestinn hvor og einn fola í sameiningu. Með þetta áttum við að reisa bú og reisa öll hús af rústum. Við vorum báðir ótrauðir og rjeðumst í að panta okkur efnivið í ibúðarhús, sem við reistum þá um vorið; stendur það enn í dag og er þó hálfs fjórða tugar vetra, og lítur út fyrir að geta staðið annan eins tíma framvegis. — Búskapnum höguðum við þannig, að við hjeldum 1 vinnumann, 2 vinnu- konur og 1 dreng, og báðir unnum við að öll- um verkum, Einar afbrigða duglegur og jeg í meðallagi. Við skiftum með okkur verkum, jeg stundaði búið einvörðungu heima fyrir, en Einar innvann út á við, við sjóróðra og barnakenslu á vetrum, og var með köflum sýsluskrifari hjá Páli Briem og Magnúsi Torfasyni, og þannig bjuggum við fjelagsbúi í 6 ár; varð útkoman sú í lokin, að við áttum öll hús á jörðinni og laglegt bú að öllu leyti skuldlaust. í æsku vorum við bræður mjög ólíkir. Einar var bókhneigður og aflaði sjer töluverðrar sjálfs- mentunar, og naut einnig tilsagnar i dönsku, ensku og reikningi hjá góðum kennara, Nikulási Þórðarsyni, mági sjera Eggerts á Breiðabólsstað, sem varð honum síðar drjúgt veganesti á lifs- leiðinni. Jeg var aftur á móti óbókhneigður og Ijet mjög reka á reiðanum í þeim sökum. Hins vegar áttum við það sameiginlegt, að við vor- um báðir mjög söngelskir og iðkuðum það allmikið; lærði jeg undirstöðuatriði í orgelspili hjá hinum ágæta kennara Jóni Pálssyni á Eyr- arbakka (siðar bankagjaldkera í Rvík), og á því ári kyntist jeg snillingnum Sigfúsi Einarssyni, sem þá var líka að byrja á þeirri braut og hvatti mig mjög til að verða sjer samferða, — en þá ljet hæst i eyrum mjer efnaleysi og máltækið »fögur list mögur«, svo að úr því varð ekki, eins og sýnt er. Ýmislegt höfðum við bræður fleira sameiginlegt, á ytra borði: Yið gengum alla tíma eins klæddir og vorum nokkuð likir að vallarsýn, og vakti það nokkra eflirtekt. — En að skaplyndi vorum við ólikir. Einar var ertinn í lund, en jeg mjög bráðlyndur, sem vildi oft illa samrímast, meðan við vorum litt þrosk- aðir, en aldrei orkaði það þvi, aðvið værum ekki hjartanlega sannir bræður. Er við svo fórum að þroskast og skilja betur, þá sáum við, að þetta var óholt og óheppilegt, og gerðum með okkur samning, sem við rufum aldrei, að leggja þetta niður, enda hygg jeg, að ekki sje á hverju Eirtar Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.