Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 5
Ó Ð I N N 53 hestahópurinn í hlaðið og fremstur í flokki reið- hestur, sem var svo skapstór, að hann bæði beit og sló, er tækifæri gafst«. Mynd og æfiágrip Páls á Akri, föður sjera Bjarna, er í nóvemberbl. óðins 1911. Hann var gáfaður maður í besta lagi, ritfær vel og skáld- mæltur og vel máli farinn, hraustur maður og karlmannlegur, verkmaður mikill og ágætur fjármaður. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir, fædd 22. júní 1832 í Otrardal, dóttir sjera Jóns, sem þar var prestur, Jónssonar hreppstjóra á Kornsá, Jónssonar Pálssonar, er var hreppstjóri í Hvammi. Móðir hennar, kona sjera Jóns, var Ingibjörg dótlir ólafs Björnssonar bónda á. Stóru-Giljá Arasonar frá Mjóadal. Þau Páll og Guðrún giftust 30. okt. 1855. Bjuggu þau fyrstu 10 árin í Vatnsdalnum, fyrst á Gilsstöðum og siðar á Flögu, en 1866 fóru þau að Þingeyrum og voru þar eitt ár, en fluttust þá að Akri og bjuggu þar í 40 ár. Páll andaðist 22. maí 1910, en Guðrún 11. april 1915. Sjera Bjarni var vinsæll í hjeraði og vel met- inn. 1 hreppsnefnd álti hann lengi sæti og var um eitt skeið oddviti hennar, í sýslunefnd var hann 1900 — 1906 og í fræðslunefnd 1910— 13 Einn af sóknarmönnum hans segir um hann í brjefi til mín: »Hann var eindreginn íhaldsmað- ur i flestum fjármálum og latti þess jafnan, að ráðist væri í fyrirtæki, sem nokkuð kostuðu. Fræðslumál ljet hann sjer ant um og vildi að foreldrar Ijetu börn sín mentast, enda var hann góð fyrirmynd á þvi sviði«. Hann var um mörg ár prófdómari við kvenna- skóla Húnvetninga á Ytri-Ey, eftir að sjera Egg- ert Ó. Briem flutti frá Höskuldsstöðum, og minnist frú Elín Briem Jónsson, er var forstöðu- kona skólans, hans með einlægri vináttu og þakklæti. í aðalstarfi sínu, preststarfinu, var Bjarni próf. hinn ástundunarsamasti, og fóru honum öll prestsverk mjög myndarlega úr hendi, raddmaður góður og hjelt rödd sinni vel til æfi- loka. 1 ræðum sínum var hann ávalt útlistandi og fræðandi, virtist mjer ræðustíll hans vera fremur í anda Árna biskups Helgasonar en Helga lektors Hálfdánarsonar; þó hann gæti tæp- lega talist frjálslyndur í trúarskoðunum og alls enginn nýguðfræðingur, var hann umburðar- lyndur og átaldi sjaldan aðrar trúarskoðanir. Á ræðum hafði hann vandað og gott mál, og gat stundum brugðið fyrir fornum spakmælum, því hann var afburðafróður í sögu alment — mann- kynssögunni — en sjerstaklega þó i fornsögun- um, og gætti áhrifa þaðan einkanlega, er hann mælti eftir menn, sem að einhverju var getandi, í líkræðum sínum. Mannlýsingum hans jafnaði jeg belst til mannlýsinga i sögunum og hygg jeg að fáir prestar hafi tekið honum fram í þessu. Var jeg þó góðu vanur frá æskuárunum, því föður mínum var sýnt um að geta lýst mönnum vel í fáum dráttum, að fornum sið. —Sú list, að geta gefið gagnorða og rjettorða mannlýs- ingu, er forn ogjatn- vel sjerkennilegfyr- ir menningu vora; væri vel, ef prest- arnir vildu leggja rækt við hana og gæti kirkjustjórnin stutt að því með því að fela prest- unum að halda saman mannfræði- legum upplýsing- um og mannlýs- ingum merkra kvenna og karla og afhenda ásamt em- bættisbókum sínum til varðveitslu á skjalasafni landsins. Er margt það geymt á söfnum vorum er minna er um vert en þetta. Bjarni prófastur var óframgjarn maður og tróð sjer aldrei inn í trúnaðarstöður, hvorki í hjeraðsmálum eða þjóðmálum, en drjúgur liðs- maður var hann hverju máli, er hann hallaðist að, með rökum sinum og festu; hann var því aldrei hjeraðshöfðingi í þeim skilningi, að hann væri alt í senn, alþingsmaður, sýslunefndarmað- ur, oddviti í hreppsnefndinni og formaður í ótal fjelögum og nefndum eins og sumir þeir, sem í öllu vilja vastra, og þá stundum sjálfum sjer til lítils sóma og öðrum til skaða, en hann var hjeraðshöfðingi. Hann var búmaður góður og hjelt heimili sitt með rausn án óþarfa eyðslu. Hann var fyrirhyggjumaður í hvívetna, og þjettur stuðningsmaður allra hæg- fara framfara, hann vildi að alt gæti gengið með friði og spekt, og fá vóru þau mál, er hann ekki sætti. — Þó sjera Bjarni á sínum fyrri prests- árum neytti víns, og þá stundum nokkuð frek- Fni Ingibjörg Guðmundsdóllir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.