Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 20
6 8 ÓÐINN Einar Erlendsson byggingameistari er fæddur í Reykjavík 15. okt. 1883, sonur Er- lends trjesmiðs Árnasonar, sem er Húnvetn- ingur að ætt, en hefur dvalið í Reykjavík mestan bluta ævi sinnar; þjóðkunnur sæmdar- maður og einn af þektustu eldri borgurum Reykjavikur. Móðir Einars og kona Erlends er frú Ágústa, fædd Ahrents, þýsk í föðurætt. Eru þau for- eldrar Einars bæði á lífi og er Erlendur áttræður nú í ár. Einar lærði ungur handiðn föður síns, trjesmíði, sigldi síð- an til Kaupmannahafnar og var þar í 2 ár á teikniskólan- um, og tók sveinsbrjef í trje- smíði í Höfn. Að því loknu kom hann heim, og varð þá aðstoðarmaður K. Zimsen’s borgarstjóra, er þá var hjer bæjarverkfræðingur. Síðar varð hann aðstoðarmaður Rögn- valds heitins Ólafssonar bygg- ingameistara, en starf hans var hið sama og húsameistara ríkisins nú, að teikna og sjá um byggingar þess opinbera. Með Rögnvaldi heitnum starf- aði Einar frá 1904 — 1917, og gegndi oft störfum hans að öllu leyti, því Rögnvaldur heitinn var oft sjúkur síðustu árin. Byggingafulltrúi Reykjavikur var Einar í nokk- ur ár, en síðan 1921 hefur hann verið að- stoðarmaður Guðjóns Samúelssonar húsameist- ara ríkisins, og stundum gegnt starfinu að öllu leyti í forföllum hans. t*ó Einar hafi starfað óslitið í þágu hins opinbera, hefur hann alla tíð unnið sjálfstætt samhliða á sinni eigin teiknistofu. Húsin, sem hann hefur teiknað hjer í bænum, skifta hundruðum, og eru sum þeirra með stærstu byggingum bæjarins, t. d. Gamla Bió, verslunarhús Mjólkurfjelags Reykjavíkur, Mar- teins kaupmanns Einarssonar, skóverslunar- innar Lárus G. Lúðvígsson og Edinborg. I Gimla Bió er stærsti samkomusalur, sem til mun vera á landi hjer; rúmar hann 611 manns í sæti og þykir að allri tilhögun vera hinn prýðilegasti, og ekkert gefa eftir samskonar sölum erlendis. — Verslunarhús þau, er nefnd voru, eru með stærstu versl- unarbyggingum Reykjavíkur. — Einar hefur einnig teiknað mörg stór íbúðarhús, m. a. Sturlunga-hallirnar við Laufásveg, sem eru hin mesta bæjarprýði. Eru þær bygðar af bræðr- unum Friðrik og Sturlu Jónssonum Pjeturs- sonar háyfirdómara, og búa þeir sjálfir í þeirri yngri, en hafa selt hina eldri, annan helminginn Garðari Gíslasyni stórkaupmanni, en hinn Jóni Ólafssyni banka- stjóra. í verslunarhúsi Mjólk- urfjelags Reykjavíkur, sem framkvæmdarstjóri þess, Eyj- ólfur Jóhannsson frá Brautar- holti, hefur látið reisa, eru margar verslanir og skrifstof- ur, og í Edinborgarhúsinu, sem bygt er af Ásgeiri Sig- urðssyni konsúl og kaup- manni, eru einnig margar skrifstofur, auk hinnar stóru verslunar, sem eigandi húss- ins rekur þar. Hús skóversl- unar Lárusar G. Lúðvíksson- ar við Bankastræti er nýlega bygt og eingöngu notuð af hinni stóru verslun þeirra bræðranna, sona Lárusar, sem nú eru eigendur verslunarinnar. Verslunar- hús Marteins kaupmanns Einarssonar við Laugaveg, stort hús og fallagt, er einnig ný- lega bygt. Einar er bæði frumlegur og praktiskur byggingameistari og mörg hús, sem hann hefur teiknað, þykja með fegurstu húsum bæj- arins. Reykjavík ber áreiðanlega lengi minjar heila og handa Einars í byggingalistinni. Kona Einars er Sigríður Lydia Thejll. F*au eiga 2 börn. Nokkrar myndir af íbúðarhúsum, sem Einar hefur teiknað, fylgja hjer á næstu síðu, og þar næst mynd af stórhýsi Mjólkurfjelags Reykja- víkur. — Öll eru húsin bygð úr steinsteypu. A.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.