Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 23
ÓÐINN 71 Svo hljótt varð í salnum, og þögnin þá varð þyngri við viðarbrakið, svo drengirnir þóttust svipi sjá, er svalviðrið hvein um þakið. Og þegar í ljórunum hrykti og hvein, sig hrollur læsti um merg og bein, sem sitraði svalt niður þakið. Lengi menn sátu saman þar og sögn varð á enda spunnin, og kynta bálið þá kulnað var og kalviður nær útbrunninn. Þá kveikt voru ljós og með kaffið inn var komið, og hver fjekk í bollann sinn, það voru sem verkalaun unnin. Að enduðum drykk hin æðsta bók var opnuð, en drengir sungu fyrst sálm, er þeim unað sannan jók; hann svall þeim frá hjarta’ og tungu. Svo lesið var orð um ást og náð, um eilíft líf og Guðs föðurráð, sem sáð fyrir sálirnar ungu. Siðan var gengið í svefnhús inn og sofið i ljúfum draumi, svo dýrðlega endaði dagurinn með draumsæld frá æskuglaumi. En skógurinn hjelt um skálann vörð og skjól veitti sveina’ og fuglahjörð, hann raulaði lag í leyni. Alt þetta leit jeg í anda mjer, er einmana sat jeg heima, og hugurinn brá að heiman sjer; hann hefur það til að sveima. Og inn 1 framtíð hann fljótt sjer brá, þar fann hann skálann, sem byggjast á, ef dáð eigi drengir gleyma. í rjóðri jeg sá hann risinn hátt, þar runnarnir kringum stóðu, og pilta þar inni sitja’ í sátt, þeim sólblik í augum glóðu, — Og rætast mun dýrust draumsýn mín, ef drengirnir muna heitin sín, sem gerð voru’ af hjarta góðu. Friðrik Friðriksson. Gestur Einarsson á Hæli. Gestur Einarsson bóndi á Hæli í Árnessýslu var á sinni tíð annálaður dugnaðarmaður og gáfumaður og mundi hafa látið mikið til sín taka, ef honum hefði orðið lengra lifs auðið. Hann var fæddur á Hæli 2. júní 1880, sonur Einars bónda Gestssonar þar og Steinunnar Vig- fúsdóttur sýslumanns Thorarensen. Höfðu föð- urfrændur Gests búið á Hæli alt frá 1740. Hann kvæntist 27. júlí 1906 Margrjeti Gisladóttur bónda frá Ásum í Gnúp- verjabreppi og tók þá við búi af föð- ur sínum. Eign- uðust þau sjö börn og lifa sex þeirra, 5 drengir og 1 stúlka. Gest- ur andaðist 23. nóvember 1918. Hann var aðal- stofnandi flokks »óháðra bænda« árið 1916. Bar sá flokkur fram lista við fyrstu landskosningarnar hjer það ár og kom að Sigurði Jónssyni á Ytstafelli, sem var ráðherra f fyrstu þriggja manna stjórninni, sem Jón Magnússon myndaði um áramótin 1916—17, og hafði Gestur umsjón með fyrstu blöðunum, sem studdu þessa flokksmyndum og málefni þau, sem flokkurinn beitti sjer fyrir, en þau blöð voru, fyrst »Suðurland«, sem gefið var út á Eyrar- bakka, og síðar »Pjóðólfur«. Varð »Tíminn« svo aðalmálgagn þessa fiokks, eftir að hann var stofnaður. Jónas Þorbergsson á Laxamýri hefur sent »óðni« grein þá um Gest heitinn, sem hjer fer á eftir, og er hún skrifuð rjett eftir andlát Gests, en hefur ekki birtst á prenti fyr en nú: »Nóttina eftir að jeg frjetti lát hans, átti jeg andvökunótt. Sú spurning reis hvað eftir annað upp í huga minum: Er það mögulegt að hann Gestur sje dáinn? Hann, sem var svo lífmikill, og því svo sennilegt að margra ára elli hefði þurft til þess, að eyða lífi hans og kröftum. Geslur Einarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.