Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 18
ÓÐINN fi6 Einar Jónsson hreppstjóri á Ekru í Norðfirði. Fæddur 2. jan. 1853. Dáinn 17. sepl. 1924. ómannlega ferst mjer, er jeg hef látið svo lengi dragast að minnast þín opinberlega, vinur. Eigi er mjer það þó að öllu leyti sjálfrátt, nje að mínum insta vilja. Rás atvik- anna getur oft verið kynleg. Jeg minnist svo oft samvistarár- anna. Jeg sje þig svo oft í anda, og nú í kveld svo ljóst, hugljúf- an, athugulan, lausan við alt yfir- læti, en virðuleg- an þó. t*ú unnir fögru formi í stóru og smáu: í framgöngu og á skrifstofu þinni. Alt þurfti að vanda, þótteigi væri nema auðvirði- legur reikningslappi. En þó hef jeg aldrei þekt mann öllu lausari við snápmensku en þú varst. Jeg dáðist oft með sjálfum mjer að því, hvernig þú komst málum þínum áleiðis. Jeg þóttist og þykist enn skilja, hvernig á því stóð, að þjer varð jafnan svo vel ágengt. Mergurinn málsins var sá, að þú tamdir þjer jafnan aðferð sólarinnar, en ekki stormsins. Þjett gatstu þó haldið á málum, en jafnan slýrði mildi og mannúð átakinu. Hnefann kreptir þú aldei til þess eins, að sýna að þú œttir valdið. Embættis- sigrar þínir, margir og merkilegir, voru grund- vallaðir á góðleika þinum og sívakandi sam- vitskusemi, samfara þrautseigju og iðni. Jeg sje þig í anda í sorg og gleði, vinur. Þú kunnir þá list að gleðja þig og aðra, án þess að glata prúðmensku þinni eða gleyma hófstill- ingu. En samt var það svo, að við, samsveit- ungar þínir, urðum glaðari með þjer glöðum en flestum öðrum, og slóst þú þó aldrei mikið um þig með glamri eða gaspri, nje gerðir þjer sjerstakt far um að skara fram úr í fyndni eða öðru því, sem menn að jafnaði sækjast eftir í samkvæmum eða glaumskálum. En hið innra með þjer brann eldur sannrar gleði og þar bar eigi fölskva á. Þess vegna þurftir þú eigi fyndni nje fjörug orð til að fá aðra til að gleðjast. Það kom eins og af sjálfu sjer í návist þinni. Jeg sje þig líka í sorg þinni. Manstu eftir morgninum, er við gengum saman í fjörunni? Óveðrinu var lokið að vísu, — en við þóttumst báðir þess vissir, að það hefði mikið frá þjer tekið, eins og það líka reyndist. En ekki mæltir þú æðruorð, þó að sárt brynni hjartað. Jeg skildi þig þá, vinur, eins og oftar. Þjer var tregt tungu að hræra, eins og Agli forðum, en gamall verð jeg, ef jeg gleymi þeim fáu og karlmann- legu orðum, er þú sagðir þá. Jeg óskaði heitt, að allir kynnu eins vel sorg að bera, og þú. Jeg hef Iöngu kvatt þig, vinur. En kveðja mín var og verður jafnan: Au revoire. Yið sjáumst aftur. Jeg veit það með vissu. Jeg veit, að á Einar Jónsson. vatni árin 1928—31, var og í byggingarnefnd hans. Þau eru ekki fá dagsverkin, sem Kolbeinn er búinn að eyða fyrir þetta mál frá því fyrsta. Og þótt Grafningshreppur hafi altaf verið tal- inn einn af þeim 5 hreppum, sem hrundu skóla- málinu af stað, ásamt Laugardals-, Biskupst.-, Grimsness- og Þingvalla-hreppum, þá var það í rauninni ekki Grafningshreppur heldur Kol- beinn einn, þvi hann borgaði alt tillagið einn úr sínum vasa. Fyrir þetta mál eitt, þótt ekkert væri annað, sem vitanlega er margt, á hann sífeldar þakkir skilið allra góðra Sunnlendinga, því á honum, einmitt honum, margvalt þetta mál að ýmsu leyti. Er þeim, er þetta ritar, vel kunnugt um, hve stór þáttur það er, sem Kol- beinn á í stofnun þessa skóla. En út i það skal ekki lengra farið hjer. — En þegar saga þessa, að mörgu leyti merkilega, máls verður skráð, verður Kolbeins altaf getið sem eins þess besta liðsmanns. Kolbeinn er vinfastur og áreiðanlegur maður í öllu og hinn mesti drengskaparmaður. Einn af þeim fáu sem telur töluð orð ekki verða aftur tekin, en þeir eru, þvi miður, alt of fáir. Böðvar Magnusson. ¥ i

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.