Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 30
78 ÓÐINN Baldur Sveinsson ritstjóri. Hann andaðist hjer í bænum 11. janúar síðastliðinn. Hann var þingeyingur að ætt, fæddur á Húsavík 30. júlí 1883, sonur Sveins Magnússonar, gestgjafa par, og Kristjönu Sigurðar- dóttur. Sveinnvaraf Víkingavatnsætt, en Kristjana af Illuga- staðaætt, bróður- dóttir sjera Bene- dikts í Múla ogKristj- áns amtmanns Kristj- ánssonar. Batdur fór í Latínuskólann vor- ið 1899 ogvarð stúd- ent 1905, en hætti þá námi og var næstu tvö árin við ýms störf hjer heima og hafði um eitt skeið á hendi kenslu við Eiðaskóla. En 1907 fór hann til Vesturheims, til móðurbróður síns, sem Sigurvin hjet og var bóndi par vestra. Var Baldur hjá honum um tíma, en varð svo blaðamaður við »Lðg- berg«, er sjera Stefán Björnsson á Hólmum var rit- stjóri pess. Stóð honum til boða að verða ritstjóri blaðsins, er sjera Stefán fluttist heim. En Baldur festi ekki yndi vestra og hafnaði pví. Kom svo heim hingað í árslokin 1911. Varð hann skömmu siðar verkstjóri í Viðey, en fór 1913 tíl ísafjarðar og dvaldi par til 1918. Fjekst hann par við ýms störf, m. a. kenslu, og var um eitt skeið skólastjóri. 1914 kvæntist hann Marenu Pjet- ursdóttur frá Engey, og lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum peirra, tveimur sonum og einni dóttur. 1918 fluttust pau hjónin hingað til Reykjavíkur og vann Baldur eftir pað við dagblaðið »Vísi« og var á síðari árum meðritstjóri pess. Hann var vel rilfær, en gaf sig lítt að deilumálum blaðanna, manna vinsælastur og hinn besti drengur. Var honum vel lýst í minningar- greinum, sem ýmsir vinir hans skrifuðu um hann í »Vísi« eftir andlát hans.. og sagði jeg honum að eftir ættartölu minni væri jeg 25. liður frá Sigurði Sýr, konungi Upplendinga. Hann varð mjög hrifinn af þessu, og spanst út af þessu gamansamt ævintýri. — Á laugardaginn lagði jeg af stað og fór með járnbraut til Hönefoss, og þangað átti að sækja mig til Norður-Hofs. Þar var prestur gamall, prófastur Færden, sem áður hafði gefið út »Luthersk Hirketidende*, og var mjög lærður maður og mikill ný-guðfræðingur. — Meðan jeg í járnbrautar-biðsalnum var að bíða eftir vagninum, varð mjer litið þar í »Ringerikes-dagblad« og sá í því grein um Ungmenna-hátíðina, sem næsta dag átti að halda þar uppi á einhverjum Ás. Þar stóð að Pastor Friðriksson frá íslandi ætti að predika í Norður-Hofs-kirkju kl. 10 um morguninn og halda tölu kl. 3 síðdegis á samkomunni. Þar fyrir neðan stóð þessi athugasemd: »Pasforen nedstammer fra vor gamle Konge Sigurd Syr«. — ]eg gat ekki annað en brosað að því, hve snjallir þeir væru að auglýsa. Svo kom vagn prófastsins. Hann tók mjer með mestu virktum og var veitt mjög rausnarlega. Prófasturinn var svo vel heima í Heimskringlu og öðrum bókmentum íslendinga frá rornöld, að jeg gekk með »lífið í lúkunum* að segja enga vitleysu. Hann var bæði ræðinn og skemtilegur. Jeg bjó mig um nóttina undir predikun mína. — Jeg predikaði svo eins og ráð var fyrir gert og aðstoðarprestur prófastsins var fyrir altari. Svo eftir miðdegisverð var gengið upp á Ásinn. Þar var sljett flöt mikil, hring- sett með skógi. Voru þar veitingatjöld og íþrótta- vellir, og stór ræðustóll fánum skreyttur. Þar var fjörugt líf og margt til skemtunar. Þá steig Færden prófastur í stólinn og hjelt langan og fróðlegan fyrir- lestur um sögu Hringaríkis að fornu og nýju. Hann sagði frá Halfdáni svarta og öðrum konungum Upp- lendinga, og síðast gat hann þess, að á eftir sjer talaði afkomandi þessara gömlu konunga, og kynti mig þannig áheyrendum. Var mjer tekið með miklum fagnaðar-gný. — Jeg byrjaði á því að útskýra hvernig þessu væri varið, að dóttir Magnúsar konungs ber- fætts hefði giftst til íslands og væri svo mikill ætt- bálkur kominn af henni, að fjöldinn allur af íslend- ingum mættu kyn sitt til hennar rekja, svo að sæmdin væri ekki svo mjög mikil. Síðan talaði jeg um ísland. Að ræðunni lokinni kom til mín fjöldi ungra manna, að láta mig skrifa nafn mitt í minnisbækur þeirra. Um kvöldið, rjett fyrir sólarlag, var hátíðarhaldinu slitið, og fóru menn þá að streyma niður í þorpið, því þar átti landsfræg söngkona að syngja þjóðsöngva. Jeg gekk einn, og er jeg kom niður á ásbrúniná, blasti við mjer hið fegursta útsýni yfir hjerað það hið mikla, og lá bygð sú sem í víðum hring; skiftust þar á akrar og graslendur, aðgreint af skógarbeltum, en hið stóra stöðuvatn lá spegilskygnt fyrir neðan; var ýmislegt í lögun landsins sem minti mig á Þing- vallasljettuna. Jeg stóð þar lengi hugfanginn, og gekk sólin til viðar bak við skógi klædda ásana. Svo gekk jeg niður í þorpið og hlustaði á söngkonuna. Síðan var haldin veitsla á prófasts-heimilinu og voru þar margir gestir, og skorti þar ekki góða skemtun.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.