Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 28
76 Ó Ð I N N l sóknar að Geldingalæk, eftir að jeg flutti í Mýr- dalinn, að jeg ekki tali um, þegar jeg átti von á, að Einar yrði gestur minn, og hafði jeg þó alla tíð góðar ástæður og ágætt heimili. Þótt jeg hafi nú tekið þetta saman til minn- ingar um hróður minn, sem jeg get nú ekki sjeð oftar í þessu lífi, þá vantar þó hjer í ýmsa kafla, svo sem um ferðalög okkar bræðra o. fl., sem gætu að vísu verið sögulegir út af fyrir sig, ef fólk nú á tímum vill sinna þess háttar, en því sleppi jeg. — Eftir að við Einar skildum, fóru að hlaðast á hann meiri opinber störf, bæði í hjeraði og fyrir landið i heild, og var það að vonum, því að góðum hæfileikum var hann gæddur. Allir, sem kyntust honum, fundu fljótt, hve einlægur hann var í starfi og í hug, að hverju sem hann gekk. Og frábærlega gestrisinn var hann, enda var það langfeðga-arfur á Geld- ingalæk. Fáa menn hef jeg vitað jafn skapstilta og hann var; jeg, sem var nákunnugastur honum lengi vel allra manna, minnist ekki að jeg heyrði hann æðrast út af dægurviðburðum, og í póli- tískum viðskiftum heyri jeg alla hera honum heiðarleik. En um störf hans í málum almenn- ings yfirleitt ætla jeg Rangæingum að rita, ef þeir vilja sýna á því lit. Einar var fæddur að Geldingalæk 18. nóv. 1868. Dó 22. okt. 1932. Varð tæpra 65 ára gamall. Minningu hans blessar bróðir hans Lojtur Jónsson. Gamlar þingvísur. Petta er ein af þingvísunum »frá almennu sjónarmiði«: Á þessu stigi málsins má mælskan verða’ að liði, en hún dugar ekki frá almennu sjónarmiði. Sjera Jón á Stafafelli, sem um eítt skeið var þing- maður Austur-Skaftfellinga, var afskaplega nærsýnn, en prúður maður og vinsæll meðal þingmanna. Um hann var þetta kveðið: Sjera Jóni’ er sjaldan heitt, sist hann raskar friði, enda sjer hann ekki neitt frá almennu sjónarmiði. Um kvefaðan þingmann var þetta kveðið: Allir vita að jeg hef öra tungu stálsins, en þrautalegt er þetta kvef á þessu stigi málsins. 9 Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin. Alþjóðafundur í Kristjaníu. Framh. Klukkan fítt fór jeg til Ricards; hafði hann gjört mjer boð að finna sig. Hjá honum fjekk jeg að heyra sögu, sem mjer fanst meira til um en allar konunga- veitslur til samans, en til þess að fögnuður okkar skiljist, verð jeg að taka ofurlítinn útúrdúr niður til ársins 1896. — ]eg var þá starfandi í unglingadeild- inni í K. F. U. M. í Kh. Þá um haustið 1. nóv. varð Ricard framkvæmdastjóri fyrir aðalfjelagið. Sama kvöldið talaði hann í Unglingadeildinni. Þegar hann var að því kominn að fara upp í stólinn kom brjef til hans; það hafði auðsjáanlega mikil áhrif; hann Ijet syngja aukasálm, og fór fram á meðan, og kom inn aftur í seinasta versinu og hjelt svo ræðu sína. Síðan bað hann mig um, er drengirnir væru farnir, að halda öllu »Urvalinu« eftir. ]eg gerði það og bið- um vjer nokkra stund með óþreyju, því að vjer þótt- umst þess vissir að eitthvað hefði komið fyrir, þess því fremur, sem vjer fengum að vita að lögregluþjónn hafði komið með brjefið. Svo kom Ricard og sagði oss þau sorgartíðindi að brjefið hefði fundist á ungl- ingspilti, sem ívar hjet, og var frá honum, en hann hafði þá um daginn fundist skotinn úti á Löngulínu. En saga drengsins var sú, að hann hafði um ferm- ingu verið áhugasamur drengur í Unglingadeildinni og knýttist góðri vináttu við Ricard, en er hann var um 16 ára gamall, sneri hann baki við fjelaginu, leiddur til þess af fjelögum sínum, og hafði svo lent í útslátt mikinn. Þetta bar við skömmu áður en jeg kom til starfsins, en jeg hafði heyrt heilmikið um þennan pilt, því allir söknuðu hans. — Nú varð þetta endirinn. I vasa hans fundust þrjú brjef: tíl móður hans, meist- ara hans og Ricards. í brjefi Ricards stóð, að hann væri kominn út á svo mikla glapstigu, að hann treysti sjer ekki til að lifa, og tæki því það ráð að svifta sig lífinu. Hann skrifaði: »Ef jeg hefði fylgt ráðum þínum og ekki látið tælast burt frá ykkur, þá hefði aldrei þurft að koma til þessa*. Þegar hann fanst, var hann enn með lífsmarki. Hann hafði skotið sig uppi undir hársrótunum vinstra megin, en miðað of hátt. — Hann var fluttur á spítala. — Þegar Ricard kom aftur hafði hann farið á spítalann og sagði oss, að ívar væri enn á lífi, en læknarnir segðu að hann mundi sjálfsagt deyja þá um nóttina. »En hann má ekki deyja svona, vjer verðum að biðja, þótt vonlaust

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.