Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 35

Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 35
Ó Ð I N N 83 hamingjuríkasta og heimilislífið fyrirmynd. Upp í kringum þau óx sístækkandi barnahópur. I5au eignuðust 12 börn og lifa 11 þeirra og eru þau öll svo samgróin heimili foreldranna eins og þau væru enn á unglingsaldri. Á Sauðárkróki naut sjera Árni sín í prest- skapnum miklu betur en áður. Kirkjurnar á Fagranesi og Sjávarborg voru lagðar niður og reist mjög vegleg kirkja á Sauðárluóki. Ljet sjera Árni til sín taka með allan góðan fjelags- skap; var lífið og sálin í bindindisstarfsemi kauptúnsins, var til dauðadags tryggur með- limur Goodtemplarastúkunnar þar í þorpinu, og það eins eftir að hann fluttist í fjarlægð. Hann var og lifandi og vakandi í prestskap sín- um í öllum greinum. Hann var prófastur í Hegranesþingi frá því 1908 til 1913, er hann flutti suður að Görðum á Álftanesi og tók við prestsskap þar. Eftir þrjú prestsþjónustuár þar varð hann prófastur Kjalarnesþings og var það til dauðadags. Hafði hann ætið mikið að starfa, því að stöðugt óx mannfjöldi í prestakallinu og svo bættist Kálfatjarnarsókn við prestakallið. En þrátt fyrir alt annríki í embættum sínum vanst honum samt tími til þáttöku i ýmsum kristileg- um fjelagsstörfum, var ætíð boðinn og búinn til að leggja K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði lið- sinni sitt. Var aldrei að sjá að miklu væri á hann hlaðið. Hann var einn af þeim mönnum, sem aldrei sýnast hafa annríkt, hve mikið sem þeir hafa að starfa, og virðast hafa tíma til alls. Hann virtist hafa lag á að rækja allar skyldur sínar fullkomlega, bæði við heimili silt og em- bætti sín, svo að ekkert varð útundan, alt var í röð og reglu. Málefni guðsríkis átti hjarta hans. Hann var staðfastur i trú sinni og trúin var einföld, heit og hrein og kom fram alstaðar, í kirkju og utan hennar, náttúrleg, glöð og söm við sig bæði heima og heiman. Hann átti há- leitar hugsjónir og túlkaði þær oft í ljeltum ljóðum, en það var ekki á allra vitund, þvi að yfirlætisleysi hans bannaði honum að flíka því. Hann var mjög sannur maður, vakandi, stað- fastur, karlmannlegur í lund og samt hljúgur og ávalt hlýr. Prestskap hans hefur biskup vor lýst svo vel, og eins skyldurækni lrans í allri embættisfærslu, að jeg sleppi í þessari grein að tala um það. Aðeins þetta vil jeg segja: að betri og sannari vin get jeg ekki hugsað mjer. Hann var mjer mikið, en hvað hann var nánustu ástvinum sín- um, konu og börnum, get jeg ekki lýst, það verður varla með orðum sagt. Dauði hans kom ekki óvænt, því að síðan í janúarmánuði vissu ástvinir hans, að þetta mundi verða hans síðasta lega. En hann bar þjáningar sínar með mesta þreki, altaf var hann glaður og gat gert að gamni sínu við vini, sem heimsóttu hann. Hann skrifaði i rúm- ínu skýrslur sinar, og var ekki í rónni fyr en hann hafði Iokið þeim. Honum tókst það, en þá voru kraftar hans úttæmdir. Og svo fjekk hann hvíld. Fr. Fr. við komum á hlið við hann, sló jeg vingjarnlega á öxl honum og sagði: »Very pleased to see you!« Ungi maðurinn leit á mig stórum augum. ]eg sagði við Árna: »Blessaður, taktu nú við, því jeg kann ekki meira*. — Árni gerði það og spanst af því samtal og fylgdum við manninum þangað, sem hann var að fara, til skrifstofu sinnar. ]eg lagði ekki annað til málanna en þetta. Síðan gengum við nokkra stund, þá náði jeg í annan ungan mann með sömu orðum, og fjekk Árni þar aftur samtal. — Á einum klukku- tíma höfðum við þannig tal af 4 ungum mönnum. ]eg sagði við Árna, að þarna gæti hann sjeð að auð- velt væri að fá æfingu í að tala. — Árni kvaðst ekki treysta sjer til þess. Hann spurði mig, hvernig jeg færi að þekkja úr svona góðlátlega pilta, sem tækju þessu svo vel. ]eg sagðist ekki vita það gjörla, en jeg sæji það á hnakkanum á þeim og fyndi á mjer, hvort óhætt væri að taka þá tali. — ]eg veit ekki hvernig þessu er varið, en á hnakka- og herða-svipn- um fæ jeg meira hugboð um einn mann, en þótt jeg sjái framan í hann. Það vaknar hjá mjer samúð eða andúð, sem jeg get ekki gert mjer grein fyrir. Það er ef til vill einhver útgeislan, sem hefur áhrif á mig. ]eg veit það ekki. Eftir 4 daga lögðum við frá Leith og fengum volk mikil til Færeyja, svo að skipstjóri borðaði engan kvöldverð niðri. — Út á matinn hafði jeg ekkert að setja, en teið þótti mjer alt of þunt. ]eg keypti mjer hálft pund af tei í Edínaborg, það dýrasta sem jeg fjekk. Fyrsta kvöldið eftir burtförina frá Leith setti jeg tvær teskeiðar af mínu tei í tepottinn, og þá varð teið fyrst gott, en morguninn eftir kom brytinn

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.