Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 42
90 ÓÐINN Sjera Friðrik Hallgrímsson átti sextugsafmæli 9. júní i sumar. Hann hefur nú þjónað öðru dómkirkjuprestsembættinu frá því vorið 1925 og áunnið sjer almennar vinsældir hjer, eins og áður meðal tslendinga vest- an hafs. — Eru mynd- ir af þeim hjónun- um, sjera Friðriki og frú Bentínu, ásamt æflágripi, i »Óðni« 1925, þegar þau voru nýkomin heim frá Ameríku. — Meðal barna og unglínga hvervetna úti um alt land hefur sjera Frið- rik einnig náð mikl- um vinsældum fyrir útvarpsræður sinar, sem þeim hafa ver- ið sjerstaklega ællað- ar, og'hefur hann fengið fjölda brjefa, frá þessu unga fólki,' með þakklæti fyrir þær og fyrirspurnum um ýmisleg atriði, sem hann hefur vakið þar máls á. Valkestir. Valkestir þínir, vorhret, vekja mjer harma-óð. Rústum er leið þín letruð, laugar þinn feril blóð. Nýgræðing, augna-yndi, æði þilt slær að jörð; vitna’ um þín vigaferli vogrek um strönd og fjörð. Glókollar, fíflar fagrir, fyrstir er gistu tún, moldfaðmi mjúkum lykjast, markaðir dauðans rún. Fjóla, sem hlíðum hjalla hýrari ljeði blæ, flýtur á fljótsins bylgjum feigðar að köldum sæ. Blaðrúnar bjarkir drúpa, beygðar af þungum harm; er sem að eyrum berist ekki frá þeirra barm. Valkestir þínir, vorhret, vekja mjer djúpa sorg; myrkar þar myndir speglast mannlífs, í sveit og borg. Richard Beck. G Einar í Holti. Einar er maður nefndur, hann bjó í Holti í Mýrdal. Hann var ættaður frá Dyrhólum í sömu sveit. Árni hjet faðir hans Hjartarson og móðir Einars var Elin Þorsteinsdóttir. — Bjuggu þau hjón, Árni og Elín, lengi að Dyr- hólum og áttu margt barna. Ætt þeirra rekja ætlfræðingar til Jóns Steingrímssonar eða bróður hans Þorsteins. En því er slept hjer og að eins getið barna þeirra (systkina Einars í Holti). Er fyrst nefndur Þorsteinn Hjörtur, þó eigi væri hann elstur þeirra. Hann tók bú að Dyr- hólum eftir foreldra sína. Kvæntist Matthildi Guðmundsdóttur og bjó á Dyrhólum fram til 1904, að þau hjón flultust til Vestmannaeyja. Hreppstjóri var hann í Dyrhólahreppi og for- maður og hún yfirsetukona, og bjuggu höfð- ingsbúi með fyrirmyndar dugnaði og atorku á þeim tima. Jón hjet annar. Hann bjó siðast á Eyjarhól- um, kvæntur Guðríði Eyjólfsdóttur. Hann var formaður við Jökulsá, og meðal fremstu jarða- bótamanna á því árabili. Friðrik hjet hinn þriðji. — Hann druknaði í Dyrhólahöfn nálega tvítugur að aldri (1871?), mesti efnismaður. — Systurnar voru: Karítas, gift Svipmundi í Loftsölum, Kristín, gift Jóni í Skarðshjáleigu, Gróa, gift Jóni Einarssyni á Hvoli — nú á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, Elín, gift Árna Gislasyni, síðast í Krísuvík, og Ragnhildur, gift Hjörleiíi í Garðakoti; þau fluttu svo til Ameríkn. Af öllum þessum systkinum, sem öll bjuggu um tíma í Skaftafellssýslu, er nú mikill ætlbálkur kominn. Einar í Holti er fæddur 1845, og byrjaði bú- skap í Neðradal 1869. — Kona hans var Guð- rún Eyjólfsdóttir frá Steig. Að Holti fluttu þau 1870, og komu þar að niðurníddu býli og illa ræktaðri jörð. Hann dó á Kaldrananesi 1924. Til forna var Holt talið stórbýli, og kirkju-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.