Óðinn - 01.07.1932, Side 41

Óðinn - 01.07.1932, Side 41
Ó Ð I N N 89 Utlaginn. Jeg er fæddur í frónskum dölum, af fólki kominn góðu. Mig náttiröll námu’ á burtu um nótt, er þau vígi hlóðu í ferlegu fjallaskarði. Frammi á reginsöndum þau höfðu mig í haldi hörðum reyrðan böndum. Jeg gleymdi öllu góðu, sem geðið unga kætti. Jeg varð að villimanni, jeg vissi’ ei, að sál jeg ætti. Jeg gekk á gesta leiðum með gripdeildum og ránum. Jeg reikaði um refilstigu ríðandi’ á hestum fránum. Jeg var útlagi á eyðisöndum, alinn í skugga leynum. Jeg berfættur gekk á grjóti og gáði að mannabeinum, sem bljesu’ upp úr berum söndum og bentu á hættuleiðir hjeraðsins höfðingsmönnum, sem höfðu þar yfirreiðir. Jeg var sendur af svörtum skessum, að svipast að veiði á fjöllum. t*að dimdi, í dal jeg viltist með dýrðlegum blómavöllum. Þá sá jeg á syipstund gjörla, hve sælt er að vera maður. Það var mildi Drottins hin mesta, að mjer varð kunnur sá staður. Jeg gleymdi trúnni á tröllin og tók mitt ráð að bæta. í dalnum var dýrðlegur staður og draumblið heimasæta. Hún kendi mjer kristin fræði og kveykti’ í mjer guðdómsneista. Svo kaus hún mig sjer fyrir konung og keypli mjer skó og leista. Um bygðina barst það víða, að brúðkaup að höndum færi. En svo kom nú sagan verri: jeg sannlega menskur ei væri. Þeir sögðu það allir, sjálfsagt jeg sviki hana i trygðum, fámáll og forn í skapí, fantur úr jötnabygðum. Jeg var krýndur, þar kyngi sólar kveykir á jökultindi, í dalnum, þar bláu blómin bærast í fjalla vindi. Klæðfár jeg kom af fjöllum um koldimma eyðisanda. í hilling jeg sá af heiðum heim til menskra landa. Jeg er krýndur í kærleik þínum, jeg krýp þjer í helgri lotning. Þú barst mig á blómaleiðir, Brá, min andans drotning! Þitt brúðkaup best veit jeg haldið, boðsgestir fjóla’ og smári, sóley og sigurskúfur, sveipuð í daggar tári. Jeg er kóngurinn, Brá, þinn krýndi í kærleik, und sólar fjöllum. Nú finn jeg, hve Guð er góður, og gleðst með mönnum öllum. Jeg hirði’ ei um hallir fagrar, þitt hjarta’ er mitt konungssetur. Jeg sæki til sólar heima, k jeg sje aldrei framar vetur. Jeg er svanur und sólar fjöllum, er syng þjer ljóð á kveldi. Jeg er útlaginn ömurlegi, sem ástina til þín feldi. Jeg er söngva þröstur í sárum, jeg sakna þín, Brá, mín drotning. Ef tröllin taka þig frá mjer, jeg treð þau í hel. — Með lotning! 26. sept. 1929. Jörgen E. Kjerulf. st

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.